Fótbolti

Þrír æfðu ekki í dag

Valur Páll Eiríksson skrifar
Mikael Anderson er tæpur eftir spark frá Kára Árnasyni.
Mikael Anderson er tæpur eftir spark frá Kára Árnasyni. VÍSIR/VILHELM

Þrír leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta æfðu ekki með liðinu fyrir leik morgundagsins gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 sem fer fram á morgun. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.

Arnar Þór segir leikmennina þrjá ekki meidda og þeir geti vel tekið þátt á morgun. Ástand þeirra verið metið fram að leik sem hefst klukkan 16:00 á morgun á Laugardalsvelli.

Um er að ræða þá Jóhann Berg Guðmundsson, Mikael Neville Anderson og Birki Bjarnason.

Arnar Þór sagði þá Jóhann Berg og Birki vera að ná sér eftir 2-0 tap Íslands fyrir Rúmeníu á fimmtudag og að sá leikur hefði tekið toll á þá.

Mikael varð þá fyrir hnjaski eftir tæklingu frá Kára Árnasyni á æfingu. „Mikki fékk smá spark í kálf­ann frá Kára [Árna­syni] á æf­ingu í gær, ekk­ert al­var­legt þannig lagað. Þetta var bara til að sjá til þess að það komi ekki blæðing inn á vöðvann,“ sagði Arnar Þór.

Kári sjálfur sat fundinn og kvaðst vera leikfær en hann hefur verið að ná sér af meiðslum og tók ekki þátt á fimmtudag.

Blaðamannafundinn í heild má nálgast að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×