Ómögulegt að ætla að hringja og biðja um leyfi Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 14:00 Arnar Þór Viðarsson Stöð 2 Sport/Vísir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag. Hann kallar eftir skýrum ramma um hverja megi velja í landsliðið í kjölfar þess að stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson úr hópi liðsins fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni. Arnar Þór sagði á fundinum í dag að Kolbeinn hafi átt að byrja leik Íslands og Rúmeníu sem fram fór á fimmtudag. Það gekk ekki eftir vegna ofbeldismáls Kolbeins frá 2017 sem hefur verið í umræðunni síðustu daga. KSÍ hefur sætt gagnrýni vegna þess hvernig tekið var á málinu og hefur Guðni Bergsson sagt upp sem formaður sem og öll stjórn sambandsins. Þá er Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, farin í leyfi. Áður en stjórn KSÍ sagði upp á mánudagskvöld tók hún ákvörðun daginn áður, síðasta sunnudag, að Kolbeinn skildi tekinn út úr landsliðshópi Íslands vegna málsins. Arnar Þór segir það ekki til eftirbreytni að stjórn sambandsins hafi áhrif á liðsval, skýran ramma þurfi utan um slík mál. „Ég ætla að fá að svara þessari spurningu alveg óháð því sem gerðist á sunnudaginn, því ég er ekki að fara að tala um ákvörðun stjórnar, og get ekki talað um hana því ég var ekki á þeim fundi,“ sagði Arnar Þór áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um málið. „Við verðum, ekki bara fyrir fótboltann heldur fyrir íþróttir í heild á Íslandi og bara samfélagið, þá verður að vera til einhver rammi um það hvað þarf að gerast áður en að, hvort sem það eru íþróttamenn eða hvað sem er, að það sé ekki í boði fyrir þjálfara að velja þessa leikmenn.“ Klippa: Arnar um KSÍ-málið „Sá rammi þarf að vera alveg skýr, hvort sem það er kæra til lögreglu, eða slíkt. Ég hef ekkert vit á því en þessi rammi þarf að vera skýr. Fólk þarf að ákveða hver þessi rammi er vegna þess að við sem þjálfarar, það er alveg ómögulegt fyrir okkur að vinna okkar starf ef við eigum að fara að hringja inn nöfn til stjórnar eða hvern sem er og fá leyfi til að velja fólk. Þá get ég ekki unnið starfið mitt.“ „Ef ég get ekki unnið starfið mitt eins og ég vil vinna það, þá þarf náttúrulega að finna einhvern einhvern annan þjálfara, það er alveg ljóst,“ segir Arnar Þór. Segir umræðu síðustu daga skaðlega fyrir samfélagið Arnar Þór segir það þá ekki aðeins á ábyrgð KSÍ að mynda slíkan ramma. ÍSÍ þurfi að koma að borðinu og jafnvel stjórnmálamenn. Hann segir að þetta þurfi að vera skýrt því umræða síðustu daga er að hans sögn að öllu leyti skaðleg fyrir íslenskt samfélag. „Það þarf að gera þetta mjög fljótt. Þessi rammi þarf að vera klár eins fljótt og hægt er. Og það er ekki fyrir KSÍ í rauninni að búa til þennan ramma, við þurfum að geta unnið eftir einhverjum ramma, og ég held að þetta sé kannski fyrir ÍSÍ eða jafnvel stjórnmálamenn í landinu því að við vitum öll að umræðan sem hefur verið undanfarnar vikur er bara skaðleg fyrir íþróttirnar, fyrir fótboltann og fyrir samfélagið,“ sagði Arnar Þór að endingu. FIFA bannar stjórnvöldum að hlutast til í málum KSÍ Arnar Þór nefndi að stjórnmálamenn ættu að koma að myndun þessa ramma sem snertir á því hverja megi velja í landslið á Íslandi. Vera kann að Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, taki ekki vel í að stjórnvöld vasist í málum KSÍ þar sem reglur FIFA banna slíkt. Nígería, Tjad og Pakistan eru á meðal ríkja sem hafa verið sett í keppnisbann af FIFA vegna afskipta stjórnvalda af knattspyrnusamböndum landanna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kallaði eftir því í vikunni að jafnara kynjahlutfall yrði í stjórn KSÍ, en hlutfall aðalmanna sem kjörnir voru í stjórn KSÍ er 13 karlar gegn tveimur konum. Það er annað dæmi um pólitíska aðkomu sem ekki er víst að FIFA taki vel í. Fréttin hefur verið uppfærð. HM 2022 í Katar KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Sjá meira
Arnar Þór sagði á fundinum í dag að Kolbeinn hafi átt að byrja leik Íslands og Rúmeníu sem fram fór á fimmtudag. Það gekk ekki eftir vegna ofbeldismáls Kolbeins frá 2017 sem hefur verið í umræðunni síðustu daga. KSÍ hefur sætt gagnrýni vegna þess hvernig tekið var á málinu og hefur Guðni Bergsson sagt upp sem formaður sem og öll stjórn sambandsins. Þá er Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, farin í leyfi. Áður en stjórn KSÍ sagði upp á mánudagskvöld tók hún ákvörðun daginn áður, síðasta sunnudag, að Kolbeinn skildi tekinn út úr landsliðshópi Íslands vegna málsins. Arnar Þór segir það ekki til eftirbreytni að stjórn sambandsins hafi áhrif á liðsval, skýran ramma þurfi utan um slík mál. „Ég ætla að fá að svara þessari spurningu alveg óháð því sem gerðist á sunnudaginn, því ég er ekki að fara að tala um ákvörðun stjórnar, og get ekki talað um hana því ég var ekki á þeim fundi,“ sagði Arnar Þór áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um málið. „Við verðum, ekki bara fyrir fótboltann heldur fyrir íþróttir í heild á Íslandi og bara samfélagið, þá verður að vera til einhver rammi um það hvað þarf að gerast áður en að, hvort sem það eru íþróttamenn eða hvað sem er, að það sé ekki í boði fyrir þjálfara að velja þessa leikmenn.“ Klippa: Arnar um KSÍ-málið „Sá rammi þarf að vera alveg skýr, hvort sem það er kæra til lögreglu, eða slíkt. Ég hef ekkert vit á því en þessi rammi þarf að vera skýr. Fólk þarf að ákveða hver þessi rammi er vegna þess að við sem þjálfarar, það er alveg ómögulegt fyrir okkur að vinna okkar starf ef við eigum að fara að hringja inn nöfn til stjórnar eða hvern sem er og fá leyfi til að velja fólk. Þá get ég ekki unnið starfið mitt.“ „Ef ég get ekki unnið starfið mitt eins og ég vil vinna það, þá þarf náttúrulega að finna einhvern einhvern annan þjálfara, það er alveg ljóst,“ segir Arnar Þór. Segir umræðu síðustu daga skaðlega fyrir samfélagið Arnar Þór segir það þá ekki aðeins á ábyrgð KSÍ að mynda slíkan ramma. ÍSÍ þurfi að koma að borðinu og jafnvel stjórnmálamenn. Hann segir að þetta þurfi að vera skýrt því umræða síðustu daga er að hans sögn að öllu leyti skaðleg fyrir íslenskt samfélag. „Það þarf að gera þetta mjög fljótt. Þessi rammi þarf að vera klár eins fljótt og hægt er. Og það er ekki fyrir KSÍ í rauninni að búa til þennan ramma, við þurfum að geta unnið eftir einhverjum ramma, og ég held að þetta sé kannski fyrir ÍSÍ eða jafnvel stjórnmálamenn í landinu því að við vitum öll að umræðan sem hefur verið undanfarnar vikur er bara skaðleg fyrir íþróttirnar, fyrir fótboltann og fyrir samfélagið,“ sagði Arnar Þór að endingu. FIFA bannar stjórnvöldum að hlutast til í málum KSÍ Arnar Þór nefndi að stjórnmálamenn ættu að koma að myndun þessa ramma sem snertir á því hverja megi velja í landslið á Íslandi. Vera kann að Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, taki ekki vel í að stjórnvöld vasist í málum KSÍ þar sem reglur FIFA banna slíkt. Nígería, Tjad og Pakistan eru á meðal ríkja sem hafa verið sett í keppnisbann af FIFA vegna afskipta stjórnvalda af knattspyrnusamböndum landanna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kallaði eftir því í vikunni að jafnara kynjahlutfall yrði í stjórn KSÍ, en hlutfall aðalmanna sem kjörnir voru í stjórn KSÍ er 13 karlar gegn tveimur konum. Það er annað dæmi um pólitíska aðkomu sem ekki er víst að FIFA taki vel í. Fréttin hefur verið uppfærð.
HM 2022 í Katar KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Sjá meira