Ráðherra vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 11:40 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að hlutfall kynjanna í stjórn KSÍ verði jafnað. Vísir/Vilhelm Mennta- og menningarmálaráðherra telur mikilvægt að kynjahlutfall innan stjórnar KSÍ verði jafnað. Það sé einn af þeim hlutum sem verið sé að fara yfir en ráðherra mun funda með fráfarandi stjórn síðdegis í dag og fara yfir stöðu mála. „Þetta hefur auðvitað verið mjög hröð atburðarrás og stjórnin hefur auðvitað verið að funda mjög mikið og komist að þessari niðurstöðu og ég mun funda með fráfarandi stjórn til að fá betri yfirsýn yfir þróun síðustu daga,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi við Tjarnargötu nú skömmu fyrir hádegi. Formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í kjölfar þess að þolandi kynferðisofbeldis af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu steig fram og furðaði sig á orðum formannsins um að ekkert slíkt mál hafi komið inn á borð stjórnarinnar. Klippa: Lilja: Vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ Lilja segist leggja mikla áherslu á að uppbyggingastarfið innan knattspyrnuhreyfingarinnar haldi áfram. Hreyfingin skipti miklu máli. „Grasrótin og allt starfið í tengslum við börn og unglinga, ég legg mesta áherslu á það,“ segir Lilja. Hún segir knattspyrnuna gegna stóru hlutverki hér á landi og telur mikilvægt að tekið verði faglega utan um þá stöðu sem upp sé komin. „Mér sýnist að stjórnin, eins og með því að axla ábyrgð, að hún vilji það líka og auðvitað skiptir máli hvernig farið er í þetta. Ég tel mjög brýnt að hreyfingin nái öllu sínu fólki mjög vel að sér til þess að byggja þetta upp og ég legg gríðarlega áherslu á það.“ Hún segir að búið sé að setja á laggirnar að til staðar sé samskiptaráðgjafi fyrir íþrótta- og æskulýðshreyfinguna sem hafi ofbeldismál af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu á sínu borði. „Hún hefur fengið málið inn á sitt borð, þannig að við höfum nú þegar tekið ákveðin skref en það þarf að taka fleiri skref.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Klara þarf að fara“ „Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“ 31. ágúst 2021 11:13 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Þetta hefur auðvitað verið mjög hröð atburðarrás og stjórnin hefur auðvitað verið að funda mjög mikið og komist að þessari niðurstöðu og ég mun funda með fráfarandi stjórn til að fá betri yfirsýn yfir þróun síðustu daga,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi við Tjarnargötu nú skömmu fyrir hádegi. Formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í kjölfar þess að þolandi kynferðisofbeldis af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu steig fram og furðaði sig á orðum formannsins um að ekkert slíkt mál hafi komið inn á borð stjórnarinnar. Klippa: Lilja: Vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ Lilja segist leggja mikla áherslu á að uppbyggingastarfið innan knattspyrnuhreyfingarinnar haldi áfram. Hreyfingin skipti miklu máli. „Grasrótin og allt starfið í tengslum við börn og unglinga, ég legg mesta áherslu á það,“ segir Lilja. Hún segir knattspyrnuna gegna stóru hlutverki hér á landi og telur mikilvægt að tekið verði faglega utan um þá stöðu sem upp sé komin. „Mér sýnist að stjórnin, eins og með því að axla ábyrgð, að hún vilji það líka og auðvitað skiptir máli hvernig farið er í þetta. Ég tel mjög brýnt að hreyfingin nái öllu sínu fólki mjög vel að sér til þess að byggja þetta upp og ég legg gríðarlega áherslu á það.“ Hún segir að búið sé að setja á laggirnar að til staðar sé samskiptaráðgjafi fyrir íþrótta- og æskulýðshreyfinguna sem hafi ofbeldismál af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu á sínu borði. „Hún hefur fengið málið inn á sitt borð, þannig að við höfum nú þegar tekið ákveðin skref en það þarf að taka fleiri skref.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Klara þarf að fara“ „Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“ 31. ágúst 2021 11:13 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Klara þarf að fara“ „Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“ 31. ágúst 2021 11:13
Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32
Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20