Ráðherra vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 11:40 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að hlutfall kynjanna í stjórn KSÍ verði jafnað. Vísir/Vilhelm Mennta- og menningarmálaráðherra telur mikilvægt að kynjahlutfall innan stjórnar KSÍ verði jafnað. Það sé einn af þeim hlutum sem verið sé að fara yfir en ráðherra mun funda með fráfarandi stjórn síðdegis í dag og fara yfir stöðu mála. „Þetta hefur auðvitað verið mjög hröð atburðarrás og stjórnin hefur auðvitað verið að funda mjög mikið og komist að þessari niðurstöðu og ég mun funda með fráfarandi stjórn til að fá betri yfirsýn yfir þróun síðustu daga,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi við Tjarnargötu nú skömmu fyrir hádegi. Formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í kjölfar þess að þolandi kynferðisofbeldis af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu steig fram og furðaði sig á orðum formannsins um að ekkert slíkt mál hafi komið inn á borð stjórnarinnar. Klippa: Lilja: Vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ Lilja segist leggja mikla áherslu á að uppbyggingastarfið innan knattspyrnuhreyfingarinnar haldi áfram. Hreyfingin skipti miklu máli. „Grasrótin og allt starfið í tengslum við börn og unglinga, ég legg mesta áherslu á það,“ segir Lilja. Hún segir knattspyrnuna gegna stóru hlutverki hér á landi og telur mikilvægt að tekið verði faglega utan um þá stöðu sem upp sé komin. „Mér sýnist að stjórnin, eins og með því að axla ábyrgð, að hún vilji það líka og auðvitað skiptir máli hvernig farið er í þetta. Ég tel mjög brýnt að hreyfingin nái öllu sínu fólki mjög vel að sér til þess að byggja þetta upp og ég legg gríðarlega áherslu á það.“ Hún segir að búið sé að setja á laggirnar að til staðar sé samskiptaráðgjafi fyrir íþrótta- og æskulýðshreyfinguna sem hafi ofbeldismál af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu á sínu borði. „Hún hefur fengið málið inn á sitt borð, þannig að við höfum nú þegar tekið ákveðin skref en það þarf að taka fleiri skref.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Klara þarf að fara“ „Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“ 31. ágúst 2021 11:13 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Þetta hefur auðvitað verið mjög hröð atburðarrás og stjórnin hefur auðvitað verið að funda mjög mikið og komist að þessari niðurstöðu og ég mun funda með fráfarandi stjórn til að fá betri yfirsýn yfir þróun síðustu daga,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi við Tjarnargötu nú skömmu fyrir hádegi. Formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í kjölfar þess að þolandi kynferðisofbeldis af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu steig fram og furðaði sig á orðum formannsins um að ekkert slíkt mál hafi komið inn á borð stjórnarinnar. Klippa: Lilja: Vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ Lilja segist leggja mikla áherslu á að uppbyggingastarfið innan knattspyrnuhreyfingarinnar haldi áfram. Hreyfingin skipti miklu máli. „Grasrótin og allt starfið í tengslum við börn og unglinga, ég legg mesta áherslu á það,“ segir Lilja. Hún segir knattspyrnuna gegna stóru hlutverki hér á landi og telur mikilvægt að tekið verði faglega utan um þá stöðu sem upp sé komin. „Mér sýnist að stjórnin, eins og með því að axla ábyrgð, að hún vilji það líka og auðvitað skiptir máli hvernig farið er í þetta. Ég tel mjög brýnt að hreyfingin nái öllu sínu fólki mjög vel að sér til þess að byggja þetta upp og ég legg gríðarlega áherslu á það.“ Hún segir að búið sé að setja á laggirnar að til staðar sé samskiptaráðgjafi fyrir íþrótta- og æskulýðshreyfinguna sem hafi ofbeldismál af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu á sínu borði. „Hún hefur fengið málið inn á sitt borð, þannig að við höfum nú þegar tekið ákveðin skref en það þarf að taka fleiri skref.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Klara þarf að fara“ „Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“ 31. ágúst 2021 11:13 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Klara þarf að fara“ „Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“ 31. ágúst 2021 11:13
Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32
Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20