Glæsimark Amöndu dugði ekki til Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 14:56 Amanda skoraði glæsimark í tapi dagsins. Vegard Wivestad Grott / BILDBYRAN / kod VG Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði mark Vålerenga er liðið tapaði 2-1 fyrir Rosenborg í toppbaráttuslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn. Hin norsk-íslenska Amanda hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en leikur þessa dagana fyrir U19 landslið Noregs, hvar hún er fædd. Hún er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum landsliðsmanns. Bæði hún og Ingibjörg voru í byrjunarliði Noregsmeistaranna er þær heimsóttu Rosenborg til Þrándheims í dag. Þar kom Elin Ahgren Sorum Rosenborg yfir af vítapunktinum eftir níu mínútna leik og 1-0 stóð í hléi fyrir heimakonur. Rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok, á 74. mínútu, var það Amanda sem jafnaði fyrir Vålerenga með stórglæsilegu marki. Hún þrusaði boltanum þá af 20 metra færi upp í samskeytin og fær hún mikið lof á samfélagsmiðlum félagsins fyrir frammistöðu sína. 73 min. MÅL! Amanda Andradottir fyrer fra 20 meter og prosjektilet raser inn i krysset. Fantastisk prestasjon av 17-åringen. 1-1— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 4, 2021 Markið dugði þó skammt þar sem Sara Fornes kom Rosenborg í forystu á ný tíu mínútum síðar og þar við sat. Rosenborg vann leikinn 2-1 og er liðið með 30 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum á eftir toppliði Sandviken. Lilleström, sem vann 5-2 sigur á Kolbotn í dag, er í þriðja sæti með 28 stig en Vålerenga er með 23 stig í fjórða sæti og hefur misst af lestinni í toppbaráttunni eftir strembið gengi síðustu vikur. Góð byrjun Bayern Bayern München vann 3-0 sigur á liði Sand í annarri umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Bayern varð meistari í fyrra og batt þannig enda á sigurhrinu Wolfsburg en búist er fastlega við að liðin muni berjast um þýska meistaratitilinn í vetur. Bayern hóf titilvörn sína með 8-0 sigri á Werder Bremen síðustu helgi og fylgdi þeim sigri eftir í dag. Linda Dallmann kom Bayern í forystu á 20. mínútu áður en skallamark sænsku landsliðskonunnar Hönnu Glas tvöfaldaði forystu liðsins á 37. mínútu. 2-0 stóð því í hálfleik. Lea Schüller kom Bayern í 3-0 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. 3-0 fór leikurinn og Bayern með fullt hús eftir tvo leiki. Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði á varamannabekk Bayern en spilaði síðustu átta mínúturnar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir glímir við meiðsli og var utan hóps hjá Bayern, líkt og í fyrstu umferðinni. Svava Rós Guðmundsdóttir var þá ekki í leikmannahópi Bordeaux sem vann 6-0 sigur á Soyaux í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Bordeaux er með fjögur stig eftir tvo leiki. Norski boltinn Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Hin norsk-íslenska Amanda hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en leikur þessa dagana fyrir U19 landslið Noregs, hvar hún er fædd. Hún er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum landsliðsmanns. Bæði hún og Ingibjörg voru í byrjunarliði Noregsmeistaranna er þær heimsóttu Rosenborg til Þrándheims í dag. Þar kom Elin Ahgren Sorum Rosenborg yfir af vítapunktinum eftir níu mínútna leik og 1-0 stóð í hléi fyrir heimakonur. Rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok, á 74. mínútu, var það Amanda sem jafnaði fyrir Vålerenga með stórglæsilegu marki. Hún þrusaði boltanum þá af 20 metra færi upp í samskeytin og fær hún mikið lof á samfélagsmiðlum félagsins fyrir frammistöðu sína. 73 min. MÅL! Amanda Andradottir fyrer fra 20 meter og prosjektilet raser inn i krysset. Fantastisk prestasjon av 17-åringen. 1-1— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 4, 2021 Markið dugði þó skammt þar sem Sara Fornes kom Rosenborg í forystu á ný tíu mínútum síðar og þar við sat. Rosenborg vann leikinn 2-1 og er liðið með 30 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum á eftir toppliði Sandviken. Lilleström, sem vann 5-2 sigur á Kolbotn í dag, er í þriðja sæti með 28 stig en Vålerenga er með 23 stig í fjórða sæti og hefur misst af lestinni í toppbaráttunni eftir strembið gengi síðustu vikur. Góð byrjun Bayern Bayern München vann 3-0 sigur á liði Sand í annarri umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Bayern varð meistari í fyrra og batt þannig enda á sigurhrinu Wolfsburg en búist er fastlega við að liðin muni berjast um þýska meistaratitilinn í vetur. Bayern hóf titilvörn sína með 8-0 sigri á Werder Bremen síðustu helgi og fylgdi þeim sigri eftir í dag. Linda Dallmann kom Bayern í forystu á 20. mínútu áður en skallamark sænsku landsliðskonunnar Hönnu Glas tvöfaldaði forystu liðsins á 37. mínútu. 2-0 stóð því í hálfleik. Lea Schüller kom Bayern í 3-0 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. 3-0 fór leikurinn og Bayern með fullt hús eftir tvo leiki. Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði á varamannabekk Bayern en spilaði síðustu átta mínúturnar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir glímir við meiðsli og var utan hóps hjá Bayern, líkt og í fyrstu umferðinni. Svava Rós Guðmundsdóttir var þá ekki í leikmannahópi Bordeaux sem vann 6-0 sigur á Soyaux í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Bordeaux er með fjögur stig eftir tvo leiki.
Norski boltinn Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu