Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. september 2021 15:46 Starfsfólk Landspítalans sem er með væg einkenni verður nú að fara beint í PCR-sýnatöku. Einar Árnason Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. Aðgengi að PCR-prófum sé mjög gott fyrir starfsmenn spítalans alla daga ársins og því þyki ekki ástæða til að nota jafnframt hraðpróf „sem eru síðri, hafa skilað bæði falskt jákvæðum og falskt neikvæðum niðurstöðum og eru auk þess vandasöm í túlkun“ eins og segir í tilkynningunni. Farsóttanefndin hafði um það forgöngu í sumar, þegar fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi, að innleiða notkun hraðprófa á spítalanum, með þröngum skilyrðum þó. Þau hafa verið framkvæmd á tilgreindum stöðum hjá starfsmönnum með væg einkenni, sem eiga að mæta til vinnu og treysta sér til þess. Hraðprófin ekki gefið nógu góða raun „Lærdómurinn af notkun hraðgreiningarprófa í viðkvæmri starfsemi eins og sjúkrahússtarfsemi hefur verið á þann veg að þau séu síðri kostur en PCR próf,“ segir í tilkynningu farsóttanefndar. „Farsóttanefnd ber að leita allra leiða til að vernda starfsemina fyrir því að þangað inn berist smit og niðurstaða nefndarinnar eftir u.þ.b. 6 vikna reynslutíma er því að hætta að nota þessi próf að svo stöddu.“ Starfsmenn spítalans geta nú sjálfir bókað PCR-sýnatöku í Heilsuveru og fengið hana framkvæmda á Covid-göngudeildinni. Fleiri starfsstöðvar spítalans eru þá einnig í stakk búnar til að taka PCR-próf úr starfsmönnum sínum. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. 27. ágúst 2021 20:16 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Aðgengi að PCR-prófum sé mjög gott fyrir starfsmenn spítalans alla daga ársins og því þyki ekki ástæða til að nota jafnframt hraðpróf „sem eru síðri, hafa skilað bæði falskt jákvæðum og falskt neikvæðum niðurstöðum og eru auk þess vandasöm í túlkun“ eins og segir í tilkynningunni. Farsóttanefndin hafði um það forgöngu í sumar, þegar fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi, að innleiða notkun hraðprófa á spítalanum, með þröngum skilyrðum þó. Þau hafa verið framkvæmd á tilgreindum stöðum hjá starfsmönnum með væg einkenni, sem eiga að mæta til vinnu og treysta sér til þess. Hraðprófin ekki gefið nógu góða raun „Lærdómurinn af notkun hraðgreiningarprófa í viðkvæmri starfsemi eins og sjúkrahússtarfsemi hefur verið á þann veg að þau séu síðri kostur en PCR próf,“ segir í tilkynningu farsóttanefndar. „Farsóttanefnd ber að leita allra leiða til að vernda starfsemina fyrir því að þangað inn berist smit og niðurstaða nefndarinnar eftir u.þ.b. 6 vikna reynslutíma er því að hætta að nota þessi próf að svo stöddu.“ Starfsmenn spítalans geta nú sjálfir bókað PCR-sýnatöku í Heilsuveru og fengið hana framkvæmda á Covid-göngudeildinni. Fleiri starfsstöðvar spítalans eru þá einnig í stakk búnar til að taka PCR-próf úr starfsmönnum sínum.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. 27. ágúst 2021 20:16 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. 27. ágúst 2021 20:16
Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40