Hraðpróf geta reynst stjórnvöldum rándýr Snorri Másson skrifar 27. ágúst 2021 20:16 Próf til að fara út á flugvöll kostar tæpar 7.000 krónur. Vísir Stjórnvöld hafa ákveðið að greiða fyrir hraðpróf til að liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi, en óljóst er hver mun annast framkvæmd þeirra. Þá tilkynntu stjórnvöld óvænt um auknar tilslakanir í dag. Þótt stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau ætli að greiða fyrir hraðprófin, er enn óljóst hver kostnaðurinn við slíka niðurgreiðslu verður. Hraðpróf fyrir utanlandsferð kostar um 7.000 krónur en samkvæmt þjónustuaðilum yrðu hraðpróf fyrir viðburði nokkru ódýrari. Ef við setjum sem svo að hvert próf myndi kosta hið opinbera 5.000 krónur og 500 manns myndu mæta á viðburðinn, þá myndi það þýða að ein fullsetin sýning á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu myndi kosta heilbrigðisráðuneytið tvær og hálfa milljón. Síðan er ljóst að fjöldi svona leiksýninga er haldinn í hverjum mánuði og sömuleiðis aðrir fjölmennir viðburðir. Hið opinbera borgar brúsann, rétt eins og í Danmörku og Þýskalandi, en þar í löndum annast einkaaðilar framkvæmdirnar. Gætu annað töluverðum fjölda Hér eru einnig aðilar sem komið hafa upp innviðum til að annast verkefnið, meðal annars Öryggismiðstöðin, sem var að koma upp risavöxnu skimunarrými við hlið Kringlunnar. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, segir að fyrirtækið hefði svigrúm til að framkvæmda 2-3.000 skimanir á hverjum degi. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, sem er svið innan Öryggismiðstöðvarinnar.Vísir/Arnar Öryggismiðstöðin hefur verið að bjóða upp á flugvallarskimanir í raun í samkeppni við heilsugæsluna og er nýjasta útibúið þriðji þjónustustaður þeirra. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að nú sé í undirbúningi að leita samninga um framkvæmdina. „Við gætum annað hérna töluverðum fjölda. Þetta gæti verið einhvers konar lausn við þeim vanda sem margir viðburðahaldarar standa fyrir. Hafið þið verið í viðræðum við þau um það? Nei en við höfum sent þeim skilaboð þess efnis að við séum tilbúnir að koma til viðræðna við þau," segir Ómar. Einkasamkvæmi með veitingaleyfi leyfð fram á nótt Samkvæmt viðbótartilslökunum sem kynntar voru í dag hefur fólk nú heimild til að halda einkasamkvæmi fram yfir miðnætti í veislusölum sem þó hafa veitingaleyfi. Þar er skilyrði að veitingaleyfið sé ekki í notkun á viðburðinum. Stjórnvöld segja að með þessari breytingu sé verið að skýra reglugerðina, en nær lagi er að verið sé að breyta henni. Lögreglan hefur enda litið á það sem skyldu sína hingað til að stöðva svona einkasamkvæmi jafnvel þó veitingaleyfi staða sé ekki í notkun. Við þetta má bæta að sagt var frá því í morgun að annar hafi látist af völdum kórónuveirunnar og eru þar með tveir látnir í þessari bylgju veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. 27. ágúst 2021 16:23 Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. 26. ágúst 2021 14:31 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Þótt stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau ætli að greiða fyrir hraðprófin, er enn óljóst hver kostnaðurinn við slíka niðurgreiðslu verður. Hraðpróf fyrir utanlandsferð kostar um 7.000 krónur en samkvæmt þjónustuaðilum yrðu hraðpróf fyrir viðburði nokkru ódýrari. Ef við setjum sem svo að hvert próf myndi kosta hið opinbera 5.000 krónur og 500 manns myndu mæta á viðburðinn, þá myndi það þýða að ein fullsetin sýning á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu myndi kosta heilbrigðisráðuneytið tvær og hálfa milljón. Síðan er ljóst að fjöldi svona leiksýninga er haldinn í hverjum mánuði og sömuleiðis aðrir fjölmennir viðburðir. Hið opinbera borgar brúsann, rétt eins og í Danmörku og Þýskalandi, en þar í löndum annast einkaaðilar framkvæmdirnar. Gætu annað töluverðum fjölda Hér eru einnig aðilar sem komið hafa upp innviðum til að annast verkefnið, meðal annars Öryggismiðstöðin, sem var að koma upp risavöxnu skimunarrými við hlið Kringlunnar. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, segir að fyrirtækið hefði svigrúm til að framkvæmda 2-3.000 skimanir á hverjum degi. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR, sem er svið innan Öryggismiðstöðvarinnar.Vísir/Arnar Öryggismiðstöðin hefur verið að bjóða upp á flugvallarskimanir í raun í samkeppni við heilsugæsluna og er nýjasta útibúið þriðji þjónustustaður þeirra. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að nú sé í undirbúningi að leita samninga um framkvæmdina. „Við gætum annað hérna töluverðum fjölda. Þetta gæti verið einhvers konar lausn við þeim vanda sem margir viðburðahaldarar standa fyrir. Hafið þið verið í viðræðum við þau um það? Nei en við höfum sent þeim skilaboð þess efnis að við séum tilbúnir að koma til viðræðna við þau," segir Ómar. Einkasamkvæmi með veitingaleyfi leyfð fram á nótt Samkvæmt viðbótartilslökunum sem kynntar voru í dag hefur fólk nú heimild til að halda einkasamkvæmi fram yfir miðnætti í veislusölum sem þó hafa veitingaleyfi. Þar er skilyrði að veitingaleyfið sé ekki í notkun á viðburðinum. Stjórnvöld segja að með þessari breytingu sé verið að skýra reglugerðina, en nær lagi er að verið sé að breyta henni. Lögreglan hefur enda litið á það sem skyldu sína hingað til að stöðva svona einkasamkvæmi jafnvel þó veitingaleyfi staða sé ekki í notkun. Við þetta má bæta að sagt var frá því í morgun að annar hafi látist af völdum kórónuveirunnar og eru þar með tveir látnir í þessari bylgju veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. 27. ágúst 2021 16:23 Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. 26. ágúst 2021 14:31 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Hraðpróf verða gjaldfrjáls fyrir viðburðagesti Fólk sem hyggst sækja viðburði þar sem gerð er krafa um niðurstöðu úr hraðprófi mun geta farið í slíkt próf að endurgjaldslausu. 27. ágúst 2021 16:23
Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. 26. ágúst 2021 14:31