Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Kolbeinn Tumi Daðason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 3. september 2021 14:17 Frá kynningu Ungra umhverfissinna. Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. Píratar fengu þar hæstu einkunn sem var samkvæmt upplýsingum frá Ungum umhverfissinnum reiknuð út frá útreikningum samtakanna og óháðra sérfræðinga. Flokkarnir fengu einkunn á 100 stiga kvarða, sem skipta var í þrjá hluta; loftslagsmál tóku 40 stig kvarðans, náttúruvernd 30 stig og hringrásarsamfélag 30. Píratar fengu 81,2 stig en munurinn á efstu þremur flokkunum var ekki ýkja mikill. Á eftir Pírötum komu vinstri græn með 80,3 stig og svo Viðreisn með 76,3 stig. Samfylking fær vonda einkunn Þessir þrír flokkar báru höfuð og herðar yfir aðra flokka en í fjórða sæti var Samfylkingin með 48,8 stig og á eftir henni Sósíalistaflokkurinn með 37 stig. Umhverfismál hafa verið eitt helsta áherslumál Samfylkingarmanna í ræðum þeirra undanfarnar vikur fyrir komandi kosningar og má því segja að einkunninn komi nokkuð á óvart. Neðstu flokkarnir voru síðan allir mun neðar á kvarðanum; í sjötta sæti var Framsókn með 13 stig, í sjöunda sæti Sjálfstæðisflokkur með 5,3 stig og lestina reka Flokkur fólksins og Miðflokkur með eitt stig hvor. Niðurstöðurnar í súluriti. Fengu allt sumarið til að vinna í sínum málum Niðurstaðan var tilkynnt á Fundi fólksins í Vatnsmýrinni í dag. Markmið Ungra umhverfissinna er að loftslags- og umhverfismál séu í brennidepli. „Framtíð okkar allra veltur á heilbrigðum hringrásarkerfum Jarðar. Til að upplýsa almenning og tryggja stjórnmálaflokkum aðhald hafa Ungir umhverfissinnar hannað kvarða til að meta umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Stigagjöfin mun sýna svart á hvítu styrkleika og veikleika í umhverfis- og loftslagsstefnum flokkanna, hvar þeir eru sammála og hvar ekki. Með kvarðanum er vonin sú að öll, ung sem aldin, taki upplýsta ákvörðun er komið er í kjörklefann. Kvarðinn virkar einnig sem leiðarvísir fyrir flokkana en með því að gefa hann út í maí, gafst flokkunum svigrúm til að bæta stefnur sínar og ungu fólki tækifæri til að hafa bein áhrif.“ Flokkarnir fengu frá 17. maí til að vinna í sínum málum. Þeim var svo boðið til fundar með félaginu, til að kynna kvarðann, gæta gagnsæis og veita aðkallandi sjónarmiðum og kröfum ungs fólks hljómgrunn. Ábyrgð á verkefninu ber stjórn Ungra umhverfissinna og færum við öllum þeim sem lögðu hendur á plóg okkar bestu þakkir. „UU réði þverfaglegt teymi ungra fræðikvenna til verksins; líffræðing, stjórnmálafræðing og sálfræðing, allar í framhaldsnámi í umhverfis- og sjálfbærnifræðum. Þær unnu kvarðann út frá tillögum 1200 félaga Ungra umhverfissinna í nánu samstarfi við stjórn félagsins og fjölda óháðra sérfræðinga sem gáfu álit og góð ráð. Gætt var að því að hver sá aðili sem að vinnunni kæmi væri ekki með tengsl innan stjórnmálaflokkanna og var fyllsta hlutleysis var gætt við þróun kvarðans sem og við einkunnagjöfina. Nöfn flokka voru afmáð áður en stefna þeirra var metin og gætt að samræmi í einkunnagjöf með því að láta ólíkt matsfólk fara yfir og reikna fylgni milli svara þeirra, þ.e. áreiðanleika matsins.“ Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Píratar fengu þar hæstu einkunn sem var samkvæmt upplýsingum frá Ungum umhverfissinnum reiknuð út frá útreikningum samtakanna og óháðra sérfræðinga. Flokkarnir fengu einkunn á 100 stiga kvarða, sem skipta var í þrjá hluta; loftslagsmál tóku 40 stig kvarðans, náttúruvernd 30 stig og hringrásarsamfélag 30. Píratar fengu 81,2 stig en munurinn á efstu þremur flokkunum var ekki ýkja mikill. Á eftir Pírötum komu vinstri græn með 80,3 stig og svo Viðreisn með 76,3 stig. Samfylking fær vonda einkunn Þessir þrír flokkar báru höfuð og herðar yfir aðra flokka en í fjórða sæti var Samfylkingin með 48,8 stig og á eftir henni Sósíalistaflokkurinn með 37 stig. Umhverfismál hafa verið eitt helsta áherslumál Samfylkingarmanna í ræðum þeirra undanfarnar vikur fyrir komandi kosningar og má því segja að einkunninn komi nokkuð á óvart. Neðstu flokkarnir voru síðan allir mun neðar á kvarðanum; í sjötta sæti var Framsókn með 13 stig, í sjöunda sæti Sjálfstæðisflokkur með 5,3 stig og lestina reka Flokkur fólksins og Miðflokkur með eitt stig hvor. Niðurstöðurnar í súluriti. Fengu allt sumarið til að vinna í sínum málum Niðurstaðan var tilkynnt á Fundi fólksins í Vatnsmýrinni í dag. Markmið Ungra umhverfissinna er að loftslags- og umhverfismál séu í brennidepli. „Framtíð okkar allra veltur á heilbrigðum hringrásarkerfum Jarðar. Til að upplýsa almenning og tryggja stjórnmálaflokkum aðhald hafa Ungir umhverfissinnar hannað kvarða til að meta umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Stigagjöfin mun sýna svart á hvítu styrkleika og veikleika í umhverfis- og loftslagsstefnum flokkanna, hvar þeir eru sammála og hvar ekki. Með kvarðanum er vonin sú að öll, ung sem aldin, taki upplýsta ákvörðun er komið er í kjörklefann. Kvarðinn virkar einnig sem leiðarvísir fyrir flokkana en með því að gefa hann út í maí, gafst flokkunum svigrúm til að bæta stefnur sínar og ungu fólki tækifæri til að hafa bein áhrif.“ Flokkarnir fengu frá 17. maí til að vinna í sínum málum. Þeim var svo boðið til fundar með félaginu, til að kynna kvarðann, gæta gagnsæis og veita aðkallandi sjónarmiðum og kröfum ungs fólks hljómgrunn. Ábyrgð á verkefninu ber stjórn Ungra umhverfissinna og færum við öllum þeim sem lögðu hendur á plóg okkar bestu þakkir. „UU réði þverfaglegt teymi ungra fræðikvenna til verksins; líffræðing, stjórnmálafræðing og sálfræðing, allar í framhaldsnámi í umhverfis- og sjálfbærnifræðum. Þær unnu kvarðann út frá tillögum 1200 félaga Ungra umhverfissinna í nánu samstarfi við stjórn félagsins og fjölda óháðra sérfræðinga sem gáfu álit og góð ráð. Gætt var að því að hver sá aðili sem að vinnunni kæmi væri ekki með tengsl innan stjórnmálaflokkanna og var fyllsta hlutleysis var gætt við þróun kvarðans sem og við einkunnagjöfina. Nöfn flokka voru afmáð áður en stefna þeirra var metin og gætt að samræmi í einkunnagjöf með því að láta ólíkt matsfólk fara yfir og reikna fylgni milli svara þeirra, þ.e. áreiðanleika matsins.“
Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent