Ronaldo þakklátur Cavani fyrir númerið Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2021 15:00 Cristiano Ronaldo er ekki alltaf til í að vera í treyjunni sinni þegar hann spilar fótbolta. Hann fékk gult spjald fyrir að fara úr henni þegar hann fagnaði sigurmarkinu gegn Írum. EPA-EFE/ANTONIO COTRIM Cristiano Ronaldo fékk það í gegn að hann myndi klæðast treyju númer sjö, líkt og hann er vanur, eftir endurkomuna til Manchester United. Hann kveðst þakklátur Edinson Cavani fyrir að hafa verið til í að skipta um númer. Ronaldo gekk í raðir United á nýjan leik frá Juventus á dögunum og skrifaði undir samning til tveggja ára, með möguleika á viðbótarári. Þessi 36 ára gamli Portúgali gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United frá árinu 2009 þegar liðið mætir Newcastle eftir rúma viku. Til að Ronaldo gæti fengið „sjöuna“, sem margar af helstu goðsögnum United hafa klæðst, varð enska úrvalsdeildin að samþykkja í fyrsta sinn að leikmaður breytti um númer eftir upphaf keppnistímabils. Cavani varð einnig að samþykkja að gefa eftir sjöuna en hann fékk í staðinn númerið 21, sem einmitt hefur verið hans aðalnúmer í gegnum tíðina. Daniel James var áður númer 21 en var seldur til Leeds. Þar með gekk allt upp fyrir Ronaldo sem hefur byggt upp vörumerkið CR7 á sínum langa og farsæla ferli. „Ég var ekki viss um að það myndi ganga upp að ég fengi að vera aftur í treyju númer sjö. Þess vegna vil ég þakka Edi [Cavani] fyrir þessa ótrúlegu hjálpsemi,“ sagði Ronaldo. Ronaldo, sem nú á metið sem markahæsti landsliðsmaður heims frá upphafi með 111 mörk, sneri fyrr en ella til Manchester úr verkefni sínu með portúgalska landsliðinu. Hann fékk gult spjald fyrir að fara úr treyjunni þegar hann fagnaði sigurmarki sínu gegn Írlandi og var þar með kominn í bann fyrir útileik Portúgals gegn Aserbaísjan, í undankeppni HM. Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Cristiano Ronaldo var í gær sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Portúgal eftir að hann nældi sér í leikbann þegar hann fagnaði marki með því að fara úr treyjunni og fékk gult spjald að launum. 3. september 2021 07:01 Ronaldo markahæsti landsliðsmaður sögunnar Cristiano Ronaldo varð í kvöld markahæsti landsliðsmaður karla í fótbolta í sögunni. Tvö mörk hans fyrir Portúgal í 2-1 sigri á Írlandi komu honum efst á þann lista. 1. september 2021 22:00 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Ronaldo gekk í raðir United á nýjan leik frá Juventus á dögunum og skrifaði undir samning til tveggja ára, með möguleika á viðbótarári. Þessi 36 ára gamli Portúgali gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United frá árinu 2009 þegar liðið mætir Newcastle eftir rúma viku. Til að Ronaldo gæti fengið „sjöuna“, sem margar af helstu goðsögnum United hafa klæðst, varð enska úrvalsdeildin að samþykkja í fyrsta sinn að leikmaður breytti um númer eftir upphaf keppnistímabils. Cavani varð einnig að samþykkja að gefa eftir sjöuna en hann fékk í staðinn númerið 21, sem einmitt hefur verið hans aðalnúmer í gegnum tíðina. Daniel James var áður númer 21 en var seldur til Leeds. Þar með gekk allt upp fyrir Ronaldo sem hefur byggt upp vörumerkið CR7 á sínum langa og farsæla ferli. „Ég var ekki viss um að það myndi ganga upp að ég fengi að vera aftur í treyju númer sjö. Þess vegna vil ég þakka Edi [Cavani] fyrir þessa ótrúlegu hjálpsemi,“ sagði Ronaldo. Ronaldo, sem nú á metið sem markahæsti landsliðsmaður heims frá upphafi með 111 mörk, sneri fyrr en ella til Manchester úr verkefni sínu með portúgalska landsliðinu. Hann fékk gult spjald fyrir að fara úr treyjunni þegar hann fagnaði sigurmarki sínu gegn Írlandi og var þar með kominn í bann fyrir útileik Portúgals gegn Aserbaísjan, í undankeppni HM.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Cristiano Ronaldo var í gær sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Portúgal eftir að hann nældi sér í leikbann þegar hann fagnaði marki með því að fara úr treyjunni og fékk gult spjald að launum. 3. september 2021 07:01 Ronaldo markahæsti landsliðsmaður sögunnar Cristiano Ronaldo varð í kvöld markahæsti landsliðsmaður karla í fótbolta í sögunni. Tvö mörk hans fyrir Portúgal í 2-1 sigri á Írlandi komu honum efst á þann lista. 1. september 2021 22:00 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Ronaldo sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Cristiano Ronaldo var í gær sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Portúgal eftir að hann nældi sér í leikbann þegar hann fagnaði marki með því að fara úr treyjunni og fékk gult spjald að launum. 3. september 2021 07:01
Ronaldo markahæsti landsliðsmaður sögunnar Cristiano Ronaldo varð í kvöld markahæsti landsliðsmaður karla í fótbolta í sögunni. Tvö mörk hans fyrir Portúgal í 2-1 sigri á Írlandi komu honum efst á þann lista. 1. september 2021 22:00