Ronaldo þakklátur Cavani fyrir númerið Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2021 15:00 Cristiano Ronaldo er ekki alltaf til í að vera í treyjunni sinni þegar hann spilar fótbolta. Hann fékk gult spjald fyrir að fara úr henni þegar hann fagnaði sigurmarkinu gegn Írum. EPA-EFE/ANTONIO COTRIM Cristiano Ronaldo fékk það í gegn að hann myndi klæðast treyju númer sjö, líkt og hann er vanur, eftir endurkomuna til Manchester United. Hann kveðst þakklátur Edinson Cavani fyrir að hafa verið til í að skipta um númer. Ronaldo gekk í raðir United á nýjan leik frá Juventus á dögunum og skrifaði undir samning til tveggja ára, með möguleika á viðbótarári. Þessi 36 ára gamli Portúgali gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United frá árinu 2009 þegar liðið mætir Newcastle eftir rúma viku. Til að Ronaldo gæti fengið „sjöuna“, sem margar af helstu goðsögnum United hafa klæðst, varð enska úrvalsdeildin að samþykkja í fyrsta sinn að leikmaður breytti um númer eftir upphaf keppnistímabils. Cavani varð einnig að samþykkja að gefa eftir sjöuna en hann fékk í staðinn númerið 21, sem einmitt hefur verið hans aðalnúmer í gegnum tíðina. Daniel James var áður númer 21 en var seldur til Leeds. Þar með gekk allt upp fyrir Ronaldo sem hefur byggt upp vörumerkið CR7 á sínum langa og farsæla ferli. „Ég var ekki viss um að það myndi ganga upp að ég fengi að vera aftur í treyju númer sjö. Þess vegna vil ég þakka Edi [Cavani] fyrir þessa ótrúlegu hjálpsemi,“ sagði Ronaldo. Ronaldo, sem nú á metið sem markahæsti landsliðsmaður heims frá upphafi með 111 mörk, sneri fyrr en ella til Manchester úr verkefni sínu með portúgalska landsliðinu. Hann fékk gult spjald fyrir að fara úr treyjunni þegar hann fagnaði sigurmarki sínu gegn Írlandi og var þar með kominn í bann fyrir útileik Portúgals gegn Aserbaísjan, í undankeppni HM. Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Cristiano Ronaldo var í gær sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Portúgal eftir að hann nældi sér í leikbann þegar hann fagnaði marki með því að fara úr treyjunni og fékk gult spjald að launum. 3. september 2021 07:01 Ronaldo markahæsti landsliðsmaður sögunnar Cristiano Ronaldo varð í kvöld markahæsti landsliðsmaður karla í fótbolta í sögunni. Tvö mörk hans fyrir Portúgal í 2-1 sigri á Írlandi komu honum efst á þann lista. 1. september 2021 22:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Ronaldo gekk í raðir United á nýjan leik frá Juventus á dögunum og skrifaði undir samning til tveggja ára, með möguleika á viðbótarári. Þessi 36 ára gamli Portúgali gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United frá árinu 2009 þegar liðið mætir Newcastle eftir rúma viku. Til að Ronaldo gæti fengið „sjöuna“, sem margar af helstu goðsögnum United hafa klæðst, varð enska úrvalsdeildin að samþykkja í fyrsta sinn að leikmaður breytti um númer eftir upphaf keppnistímabils. Cavani varð einnig að samþykkja að gefa eftir sjöuna en hann fékk í staðinn númerið 21, sem einmitt hefur verið hans aðalnúmer í gegnum tíðina. Daniel James var áður númer 21 en var seldur til Leeds. Þar með gekk allt upp fyrir Ronaldo sem hefur byggt upp vörumerkið CR7 á sínum langa og farsæla ferli. „Ég var ekki viss um að það myndi ganga upp að ég fengi að vera aftur í treyju númer sjö. Þess vegna vil ég þakka Edi [Cavani] fyrir þessa ótrúlegu hjálpsemi,“ sagði Ronaldo. Ronaldo, sem nú á metið sem markahæsti landsliðsmaður heims frá upphafi með 111 mörk, sneri fyrr en ella til Manchester úr verkefni sínu með portúgalska landsliðinu. Hann fékk gult spjald fyrir að fara úr treyjunni þegar hann fagnaði sigurmarki sínu gegn Írlandi og var þar með kominn í bann fyrir útileik Portúgals gegn Aserbaísjan, í undankeppni HM.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Cristiano Ronaldo var í gær sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Portúgal eftir að hann nældi sér í leikbann þegar hann fagnaði marki með því að fara úr treyjunni og fékk gult spjald að launum. 3. september 2021 07:01 Ronaldo markahæsti landsliðsmaður sögunnar Cristiano Ronaldo varð í kvöld markahæsti landsliðsmaður karla í fótbolta í sögunni. Tvö mörk hans fyrir Portúgal í 2-1 sigri á Írlandi komu honum efst á þann lista. 1. september 2021 22:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Ronaldo sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Cristiano Ronaldo var í gær sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Portúgal eftir að hann nældi sér í leikbann þegar hann fagnaði marki með því að fara úr treyjunni og fékk gult spjald að launum. 3. september 2021 07:01
Ronaldo markahæsti landsliðsmaður sögunnar Cristiano Ronaldo varð í kvöld markahæsti landsliðsmaður karla í fótbolta í sögunni. Tvö mörk hans fyrir Portúgal í 2-1 sigri á Írlandi komu honum efst á þann lista. 1. september 2021 22:00