Erlent

Telja ekki brýna þörf á að heilbrigðir fái örvunarskammt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sumum ætti að gefa örvunarskammta, segja evrópsk yfirvöld, öðrum ekki.
Sumum ætti að gefa örvunarskammta, segja evrópsk yfirvöld, öðrum ekki. epa/Zurab Kurtsikidze

Sóttvarnastofnun Evrópu, ECDC, og Lyfjastofnun Evrópu, EMA, telja að í flestum tilvikum sé ekki talin brýn þörf á á örvunarskammti hjá fullbólusettu fólki.

Fyrirliggjandi gögn um virkni og vernd allra bóluefna sem fengið hafa leyfi á Erópska efnahagssvæðinu gefi til kynna að bóluefnin veiti sem stendur mjög góða vörn. 

Forgangsröðun í notkun bóluefnis ætti að vera önnur. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar Íslands sem birt var í gær. 

ECDC og EMA telja mikilvægt að gera greinarmun á viðbótarskömmtum fyrir fólk með veiklað ónæmiskerfi og örvunarskömmtum fyrir þá sem í grunninn hafa góðar varnir. Nú þegar ætti að íhuga viðbótarskammt fyrir ónæmisbælda, sem og gamalt og hrumt fólk. 

Stofnanirnar telja einnig mikilvægt að láta ganga fyrir að ná til óbólusettra frekar en að bjóða fullbólusettum örvunarskammt. 

Tæplega 39 þúsund manns hafa fengið örvunarskammt hér á landi, samkvæmt upplýsingum á Covid.is. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í síðasta mánuði að hann teldi réttlætanlegt að gefa örvunarskammta, þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hafi þá fordæmt þjóðir sem gefi slíka skammta.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.