„Maður biður þá bara um að gefa allt sitt“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2021 15:01 Kári Árnason er einn af þeim sem koma til með að bera fyrirliðabandið í komandi landsleikjum. vísir/vilhelm Kári Árnason segir að íslenska landsliðið verði að leggja allt í sölurnar gegn Rúmeníu í kvöld ætli liðið sér að eiga möguleika á að komast á Heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar. Ísland mætir Rúmeníu í kvöld í fyrsta heimaleik sínum í undankeppninni, Norður-Makedóníu á sunnudag og svo Þýskalandi næsta miðvikudag. Ísland er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína, sem allir voru á útivelli, en með góðum úrslitum úr leikjunum þremur sem framundan eru lifir vonin um að komast á HM. Á það stefnir Kári: „Ég geri það alltaf, sama á móti hverjum það er. Þetta verður erfitt. Þetta er gott lið og góð lið sem við erum að spila við, en við verðum að sækja úrslit ef við ætlum okkur eitthvað í þessum riðli. Það er það sem ég stefni að.“ Klippa: Kári Árnason stefnir á sigur Óhætt er að segja að gustað hafi um íslenska landsliðið undanfarna daga og leikmenn þess, sem standa utan hópsins nú, hafa verið sakaðir um ofbeldi í garð kvenna. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagðist á blaðamannafundi á þriðjudag ekki geta annað en skilið það að leikmenn væru þá ekki með 100% einbeitingu á leiknum við Rúmeníu. Þeir væru ekki 100% tilbúnir þá og að það eina sem hann færi fram á væri að þeir sýndu ástríðu sína fyrir knattspyrnu í leiknum. „Þetta er svolítið erfitt þegar þú ert með mjög unga stráka í hópnum. Maður biður þá bara um að gefa allt sitt og stundum detta úrslitin með, en það er svolítið fyndið að því meira sem þú leggur á þig því heppnari verður þú í þessu. Það er það sem við stefnum að. Að leggja allt í þetta og þá er líklegra að úrslitin detti okkur í vil,“ sagði Kári. Í hádeginu voru enn 200 miðar til sölu á leikinn í kvöld, af þeim 2.200 sem voru í boði. Stuðningsmannasveitin Tólfan ætlar að hafa þögn fram að tólftu mínútu til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Kári kvaðst að sjálfsögðu vonast til þess að þeir leikmenn sem nú væru í hópnum fengju stuðning á vellinum í kvöld: „Þetta er fyrir Ísland. Maður er að spila fyrir sína þjóð. Við höfum verið með frábæran stuðning á Íslandi og maður vonar svo sannarlega að það haldi áfram.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu í kvöld í fyrsta heimaleik sínum í undankeppninni, Norður-Makedóníu á sunnudag og svo Þýskalandi næsta miðvikudag. Ísland er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína, sem allir voru á útivelli, en með góðum úrslitum úr leikjunum þremur sem framundan eru lifir vonin um að komast á HM. Á það stefnir Kári: „Ég geri það alltaf, sama á móti hverjum það er. Þetta verður erfitt. Þetta er gott lið og góð lið sem við erum að spila við, en við verðum að sækja úrslit ef við ætlum okkur eitthvað í þessum riðli. Það er það sem ég stefni að.“ Klippa: Kári Árnason stefnir á sigur Óhætt er að segja að gustað hafi um íslenska landsliðið undanfarna daga og leikmenn þess, sem standa utan hópsins nú, hafa verið sakaðir um ofbeldi í garð kvenna. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagðist á blaðamannafundi á þriðjudag ekki geta annað en skilið það að leikmenn væru þá ekki með 100% einbeitingu á leiknum við Rúmeníu. Þeir væru ekki 100% tilbúnir þá og að það eina sem hann færi fram á væri að þeir sýndu ástríðu sína fyrir knattspyrnu í leiknum. „Þetta er svolítið erfitt þegar þú ert með mjög unga stráka í hópnum. Maður biður þá bara um að gefa allt sitt og stundum detta úrslitin með, en það er svolítið fyndið að því meira sem þú leggur á þig því heppnari verður þú í þessu. Það er það sem við stefnum að. Að leggja allt í þetta og þá er líklegra að úrslitin detti okkur í vil,“ sagði Kári. Í hádeginu voru enn 200 miðar til sölu á leikinn í kvöld, af þeim 2.200 sem voru í boði. Stuðningsmannasveitin Tólfan ætlar að hafa þögn fram að tólftu mínútu til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Kári kvaðst að sjálfsögðu vonast til þess að þeir leikmenn sem nú væru í hópnum fengju stuðning á vellinum í kvöld: „Þetta er fyrir Ísland. Maður er að spila fyrir sína þjóð. Við höfum verið með frábæran stuðning á Íslandi og maður vonar svo sannarlega að það haldi áfram.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira