„Maður biður þá bara um að gefa allt sitt“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2021 15:01 Kári Árnason er einn af þeim sem koma til með að bera fyrirliðabandið í komandi landsleikjum. vísir/vilhelm Kári Árnason segir að íslenska landsliðið verði að leggja allt í sölurnar gegn Rúmeníu í kvöld ætli liðið sér að eiga möguleika á að komast á Heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar. Ísland mætir Rúmeníu í kvöld í fyrsta heimaleik sínum í undankeppninni, Norður-Makedóníu á sunnudag og svo Þýskalandi næsta miðvikudag. Ísland er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína, sem allir voru á útivelli, en með góðum úrslitum úr leikjunum þremur sem framundan eru lifir vonin um að komast á HM. Á það stefnir Kári: „Ég geri það alltaf, sama á móti hverjum það er. Þetta verður erfitt. Þetta er gott lið og góð lið sem við erum að spila við, en við verðum að sækja úrslit ef við ætlum okkur eitthvað í þessum riðli. Það er það sem ég stefni að.“ Klippa: Kári Árnason stefnir á sigur Óhætt er að segja að gustað hafi um íslenska landsliðið undanfarna daga og leikmenn þess, sem standa utan hópsins nú, hafa verið sakaðir um ofbeldi í garð kvenna. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagðist á blaðamannafundi á þriðjudag ekki geta annað en skilið það að leikmenn væru þá ekki með 100% einbeitingu á leiknum við Rúmeníu. Þeir væru ekki 100% tilbúnir þá og að það eina sem hann færi fram á væri að þeir sýndu ástríðu sína fyrir knattspyrnu í leiknum. „Þetta er svolítið erfitt þegar þú ert með mjög unga stráka í hópnum. Maður biður þá bara um að gefa allt sitt og stundum detta úrslitin með, en það er svolítið fyndið að því meira sem þú leggur á þig því heppnari verður þú í þessu. Það er það sem við stefnum að. Að leggja allt í þetta og þá er líklegra að úrslitin detti okkur í vil,“ sagði Kári. Í hádeginu voru enn 200 miðar til sölu á leikinn í kvöld, af þeim 2.200 sem voru í boði. Stuðningsmannasveitin Tólfan ætlar að hafa þögn fram að tólftu mínútu til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Kári kvaðst að sjálfsögðu vonast til þess að þeir leikmenn sem nú væru í hópnum fengju stuðning á vellinum í kvöld: „Þetta er fyrir Ísland. Maður er að spila fyrir sína þjóð. Við höfum verið með frábæran stuðning á Íslandi og maður vonar svo sannarlega að það haldi áfram.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu í kvöld í fyrsta heimaleik sínum í undankeppninni, Norður-Makedóníu á sunnudag og svo Þýskalandi næsta miðvikudag. Ísland er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína, sem allir voru á útivelli, en með góðum úrslitum úr leikjunum þremur sem framundan eru lifir vonin um að komast á HM. Á það stefnir Kári: „Ég geri það alltaf, sama á móti hverjum það er. Þetta verður erfitt. Þetta er gott lið og góð lið sem við erum að spila við, en við verðum að sækja úrslit ef við ætlum okkur eitthvað í þessum riðli. Það er það sem ég stefni að.“ Klippa: Kári Árnason stefnir á sigur Óhætt er að segja að gustað hafi um íslenska landsliðið undanfarna daga og leikmenn þess, sem standa utan hópsins nú, hafa verið sakaðir um ofbeldi í garð kvenna. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagðist á blaðamannafundi á þriðjudag ekki geta annað en skilið það að leikmenn væru þá ekki með 100% einbeitingu á leiknum við Rúmeníu. Þeir væru ekki 100% tilbúnir þá og að það eina sem hann færi fram á væri að þeir sýndu ástríðu sína fyrir knattspyrnu í leiknum. „Þetta er svolítið erfitt þegar þú ert með mjög unga stráka í hópnum. Maður biður þá bara um að gefa allt sitt og stundum detta úrslitin með, en það er svolítið fyndið að því meira sem þú leggur á þig því heppnari verður þú í þessu. Það er það sem við stefnum að. Að leggja allt í þetta og þá er líklegra að úrslitin detti okkur í vil,“ sagði Kári. Í hádeginu voru enn 200 miðar til sölu á leikinn í kvöld, af þeim 2.200 sem voru í boði. Stuðningsmannasveitin Tólfan ætlar að hafa þögn fram að tólftu mínútu til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Kári kvaðst að sjálfsögðu vonast til þess að þeir leikmenn sem nú væru í hópnum fengju stuðning á vellinum í kvöld: „Þetta er fyrir Ísland. Maður er að spila fyrir sína þjóð. Við höfum verið með frábæran stuðning á Íslandi og maður vonar svo sannarlega að það haldi áfram.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira