„Maður biður þá bara um að gefa allt sitt“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2021 15:01 Kári Árnason er einn af þeim sem koma til með að bera fyrirliðabandið í komandi landsleikjum. vísir/vilhelm Kári Árnason segir að íslenska landsliðið verði að leggja allt í sölurnar gegn Rúmeníu í kvöld ætli liðið sér að eiga möguleika á að komast á Heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar. Ísland mætir Rúmeníu í kvöld í fyrsta heimaleik sínum í undankeppninni, Norður-Makedóníu á sunnudag og svo Þýskalandi næsta miðvikudag. Ísland er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína, sem allir voru á útivelli, en með góðum úrslitum úr leikjunum þremur sem framundan eru lifir vonin um að komast á HM. Á það stefnir Kári: „Ég geri það alltaf, sama á móti hverjum það er. Þetta verður erfitt. Þetta er gott lið og góð lið sem við erum að spila við, en við verðum að sækja úrslit ef við ætlum okkur eitthvað í þessum riðli. Það er það sem ég stefni að.“ Klippa: Kári Árnason stefnir á sigur Óhætt er að segja að gustað hafi um íslenska landsliðið undanfarna daga og leikmenn þess, sem standa utan hópsins nú, hafa verið sakaðir um ofbeldi í garð kvenna. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagðist á blaðamannafundi á þriðjudag ekki geta annað en skilið það að leikmenn væru þá ekki með 100% einbeitingu á leiknum við Rúmeníu. Þeir væru ekki 100% tilbúnir þá og að það eina sem hann færi fram á væri að þeir sýndu ástríðu sína fyrir knattspyrnu í leiknum. „Þetta er svolítið erfitt þegar þú ert með mjög unga stráka í hópnum. Maður biður þá bara um að gefa allt sitt og stundum detta úrslitin með, en það er svolítið fyndið að því meira sem þú leggur á þig því heppnari verður þú í þessu. Það er það sem við stefnum að. Að leggja allt í þetta og þá er líklegra að úrslitin detti okkur í vil,“ sagði Kári. Í hádeginu voru enn 200 miðar til sölu á leikinn í kvöld, af þeim 2.200 sem voru í boði. Stuðningsmannasveitin Tólfan ætlar að hafa þögn fram að tólftu mínútu til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Kári kvaðst að sjálfsögðu vonast til þess að þeir leikmenn sem nú væru í hópnum fengju stuðning á vellinum í kvöld: „Þetta er fyrir Ísland. Maður er að spila fyrir sína þjóð. Við höfum verið með frábæran stuðning á Íslandi og maður vonar svo sannarlega að það haldi áfram.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu í kvöld í fyrsta heimaleik sínum í undankeppninni, Norður-Makedóníu á sunnudag og svo Þýskalandi næsta miðvikudag. Ísland er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína, sem allir voru á útivelli, en með góðum úrslitum úr leikjunum þremur sem framundan eru lifir vonin um að komast á HM. Á það stefnir Kári: „Ég geri það alltaf, sama á móti hverjum það er. Þetta verður erfitt. Þetta er gott lið og góð lið sem við erum að spila við, en við verðum að sækja úrslit ef við ætlum okkur eitthvað í þessum riðli. Það er það sem ég stefni að.“ Klippa: Kári Árnason stefnir á sigur Óhætt er að segja að gustað hafi um íslenska landsliðið undanfarna daga og leikmenn þess, sem standa utan hópsins nú, hafa verið sakaðir um ofbeldi í garð kvenna. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagðist á blaðamannafundi á þriðjudag ekki geta annað en skilið það að leikmenn væru þá ekki með 100% einbeitingu á leiknum við Rúmeníu. Þeir væru ekki 100% tilbúnir þá og að það eina sem hann færi fram á væri að þeir sýndu ástríðu sína fyrir knattspyrnu í leiknum. „Þetta er svolítið erfitt þegar þú ert með mjög unga stráka í hópnum. Maður biður þá bara um að gefa allt sitt og stundum detta úrslitin með, en það er svolítið fyndið að því meira sem þú leggur á þig því heppnari verður þú í þessu. Það er það sem við stefnum að. Að leggja allt í þetta og þá er líklegra að úrslitin detti okkur í vil,“ sagði Kári. Í hádeginu voru enn 200 miðar til sölu á leikinn í kvöld, af þeim 2.200 sem voru í boði. Stuðningsmannasveitin Tólfan ætlar að hafa þögn fram að tólftu mínútu til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Kári kvaðst að sjálfsögðu vonast til þess að þeir leikmenn sem nú væru í hópnum fengju stuðning á vellinum í kvöld: „Þetta er fyrir Ísland. Maður er að spila fyrir sína þjóð. Við höfum verið með frábæran stuðning á Íslandi og maður vonar svo sannarlega að það haldi áfram.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira