„Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2021 12:25 Undir stjórn Heimis Hallgrímssonar komst Ísland í fyrsta sinn á HM í fótbolta. Getty/David Ramos „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Hávær umræða um meint ofbeldisverk íslenskra landsliðsmanna í fótbolta hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Gagnrýni á viðbrögð KSÍ, sér í lagi við upplýsingum um kæru á hendur Kolbeini Sigþórssyni í mars 2018, leiddi til þess að Guðni Bergsson hætti sem formaður sambandsins á sunnudaginn og í kjölfarið sagði stjórn sambandsins af sér. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali á RÚV fyrir helgi að leikmaður íslenska landsliðsins, sem í ljós kom að er Kolbeinn, hefði greitt sér miskabætur fyrir að hafa beitt hana ofbeldi haustið 2017. Í yfirlýsingu frá Kolbeini í gær kvaðst hann ekki hafa kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar, né beitt ofbeldi, þó að hegðun hans gagnvart þeim hefði ekki verið til fyrirmyndar. Hann féllst þó á að greiða þeim miskabætur. Í sumar var Gylfi Þór Sigurðsson handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, en niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir. Breska götublaðið The Sun hefur fullyrt að Gylfi neiti sök. Þórhildur Gyða hefur sagt við Vísi að hún viti um að minnsta kosti sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn sem sakaðir hafi verið um ofbeldi, og í gær sagði hún að ofbeldissögur af þeim væru orðnar vel yfir tíu talsins. „Á bara erfitt með að trúa þessu“ „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt og í öðru lagi á ég erfitt með að trúa þessu, einfaldlega vegna þess að ég hef unnið með þessum strákum í það langan tíma og ég hef ekkert nema gott um þá að segja. Þetta kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2011-2018, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, svo sem meðþjálfari Svíans, og loks sem aðalþjálfari síðustu tvö árin. Heimir stýrði því landsliðinu í lokakeppni EM og HM, og í alls 78 leikjum sem aðal- eða aðstoðarþjálfari. Heimir Hallgrímsson stýrði landsliðinu í alls sjö ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari.VÍSIR/VILHELM Heimir tekur hins vegar fram að hans kynni af leikmönnum séu bara frá þeim tíu dögum eða svo sem venjuleg landsleikjatörn vari: „Þeir hafa bara verið til sóma þann tíma sem ég umgekkst þá og það voru nú heil sjö ár. Ekki að ég ætli að rengja þá upplifun sem þessar konur hafa. Ég á bara erfitt með að trúa þessu,“ segir Heimir. „Ég vona bara að þetta fari í réttan farveg og að það komi lausn í þessi mál,“ bætir hann við. Ekki „stór ákvörðun“ að Kolbeinn færi heim frá Bandaríkjunum Eins og fram hefur komið fengu Guðni Bergsson, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, og fleira starfsfólk KSÍ sent bréf frá föður Þórhildar Gyðu eftir að Kolbeinn var valinn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í mars 2018. Í bréfinu greindi faðirinn frá því að Kolbeinn hefði verið kærður fyrir að beita Þórhildi ofbeldi og gagnrýndi að hann væri valinn í landsliðið í ljósi efnis kærunnar. Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í Rostov í síðasta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands, á HM 2018.VÍSIR/VILHELM Kolbeinn var sendur heim en á þeim tíma var það sagt vera vegna meiðsla, sem Kolbeinn hafði vissulega glímt við. „Við völdum hann bara til að skoða í hvernig standi hann væri, með tilliti til þess að velja hann kannski í hópinn sem færi til Rússlands. Þetta var síðasta verkefnið fyrir HM og hann hafði ekki verið með okkur frá því á EM 2016. Við vildum því sjá hvar hann væri staddur en svo kom þetta bréf og þá var bara ákveðið að senda hann heim. Hann gat hvort sem er ekki tekið þátt í æfingum svo við höfðum fengið okkar svör á þeim tímapunkti,“ sagði Heimir. Málið hafði „örugglega“ áhrif á að Kolbeinn færi ekki á HM Heimir hafi sem þjálfari því ekki þurft að taka neina ákvörðun um hvort Kolbeinn ætti að vera áfram í hópnum: „Við þurftum þess ekki. Það var bara ákveðið að hann færi heim og myndi afgreiða þetta mál. Þetta var ekki stór ákvörðun fyrir okkur þjálfarana því hann gat hvort sem er ekki verið með á æfingum hjá okkur.“ Heimir segir að þegar að valinu hafi komið á fyrsta HM-hópi Íslands, um sumarið 2018, hafi honum verið heimilt að velja Kolbein eins og hvern annan leikmann. „Já, okkur var tjáð að þessi mál væru afgreidd. Hann kom því til greina eins og allir aðrir,“ sagði Heimir. Ákvað hann að sleppa því að velja Kolbein á HM vegna þessa máls? „Það hafði örugglega áhrif, meðvitað eða ómeðvitað, á að við völdum hann ekki. Ég get ekki sagt til um hversu mikil.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira
Hávær umræða um meint ofbeldisverk íslenskra landsliðsmanna í fótbolta hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Gagnrýni á viðbrögð KSÍ, sér í lagi við upplýsingum um kæru á hendur Kolbeini Sigþórssyni í mars 2018, leiddi til þess að Guðni Bergsson hætti sem formaður sambandsins á sunnudaginn og í kjölfarið sagði stjórn sambandsins af sér. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali á RÚV fyrir helgi að leikmaður íslenska landsliðsins, sem í ljós kom að er Kolbeinn, hefði greitt sér miskabætur fyrir að hafa beitt hana ofbeldi haustið 2017. Í yfirlýsingu frá Kolbeini í gær kvaðst hann ekki hafa kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar, né beitt ofbeldi, þó að hegðun hans gagnvart þeim hefði ekki verið til fyrirmyndar. Hann féllst þó á að greiða þeim miskabætur. Í sumar var Gylfi Þór Sigurðsson handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, en niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir. Breska götublaðið The Sun hefur fullyrt að Gylfi neiti sök. Þórhildur Gyða hefur sagt við Vísi að hún viti um að minnsta kosti sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn sem sakaðir hafi verið um ofbeldi, og í gær sagði hún að ofbeldissögur af þeim væru orðnar vel yfir tíu talsins. „Á bara erfitt með að trúa þessu“ „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt og í öðru lagi á ég erfitt með að trúa þessu, einfaldlega vegna þess að ég hef unnið með þessum strákum í það langan tíma og ég hef ekkert nema gott um þá að segja. Þetta kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2011-2018, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, svo sem meðþjálfari Svíans, og loks sem aðalþjálfari síðustu tvö árin. Heimir stýrði því landsliðinu í lokakeppni EM og HM, og í alls 78 leikjum sem aðal- eða aðstoðarþjálfari. Heimir Hallgrímsson stýrði landsliðinu í alls sjö ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari.VÍSIR/VILHELM Heimir tekur hins vegar fram að hans kynni af leikmönnum séu bara frá þeim tíu dögum eða svo sem venjuleg landsleikjatörn vari: „Þeir hafa bara verið til sóma þann tíma sem ég umgekkst þá og það voru nú heil sjö ár. Ekki að ég ætli að rengja þá upplifun sem þessar konur hafa. Ég á bara erfitt með að trúa þessu,“ segir Heimir. „Ég vona bara að þetta fari í réttan farveg og að það komi lausn í þessi mál,“ bætir hann við. Ekki „stór ákvörðun“ að Kolbeinn færi heim frá Bandaríkjunum Eins og fram hefur komið fengu Guðni Bergsson, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, og fleira starfsfólk KSÍ sent bréf frá föður Þórhildar Gyðu eftir að Kolbeinn var valinn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í mars 2018. Í bréfinu greindi faðirinn frá því að Kolbeinn hefði verið kærður fyrir að beita Þórhildi ofbeldi og gagnrýndi að hann væri valinn í landsliðið í ljósi efnis kærunnar. Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í Rostov í síðasta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands, á HM 2018.VÍSIR/VILHELM Kolbeinn var sendur heim en á þeim tíma var það sagt vera vegna meiðsla, sem Kolbeinn hafði vissulega glímt við. „Við völdum hann bara til að skoða í hvernig standi hann væri, með tilliti til þess að velja hann kannski í hópinn sem færi til Rússlands. Þetta var síðasta verkefnið fyrir HM og hann hafði ekki verið með okkur frá því á EM 2016. Við vildum því sjá hvar hann væri staddur en svo kom þetta bréf og þá var bara ákveðið að senda hann heim. Hann gat hvort sem er ekki tekið þátt í æfingum svo við höfðum fengið okkar svör á þeim tímapunkti,“ sagði Heimir. Málið hafði „örugglega“ áhrif á að Kolbeinn færi ekki á HM Heimir hafi sem þjálfari því ekki þurft að taka neina ákvörðun um hvort Kolbeinn ætti að vera áfram í hópnum: „Við þurftum þess ekki. Það var bara ákveðið að hann færi heim og myndi afgreiða þetta mál. Þetta var ekki stór ákvörðun fyrir okkur þjálfarana því hann gat hvort sem er ekki verið með á æfingum hjá okkur.“ Heimir segir að þegar að valinu hafi komið á fyrsta HM-hópi Íslands, um sumarið 2018, hafi honum verið heimilt að velja Kolbein eins og hvern annan leikmann. „Já, okkur var tjáð að þessi mál væru afgreidd. Hann kom því til greina eins og allir aðrir,“ sagði Heimir. Ákvað hann að sleppa því að velja Kolbein á HM vegna þessa máls? „Það hafði örugglega áhrif, meðvitað eða ómeðvitað, á að við völdum hann ekki. Ég get ekki sagt til um hversu mikil.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira