Ronaldo klúðraði víti en var samt hetjan | Frakkar misstigu sig Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2021 21:02 Ronaldo skoraði dramatískt sigurmark. Stephen McCarthy/Sportsfile via Getty Images Cristiano Ronaldo skoraði sigurmark Portúgal gegn Írum á sjöttu mínútu uppbótartíma leiks liðanna í forkeppni HM karla í Katar 2022 í kvöld. Hann hafði jafnað leikinn á 89. mínútu. A-riðill: Klúðraði víti en var svo hetjan Cristiano Ronaldo, nýr leikmaður Manchester United, brást bogalistin af vítapunktinum eftir stundarfjórðungsleik er Írar heimsóttu Portúgali til Algarve í kvöld. Markalaust var fram á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar John Egan, varnarmaður Sheffield United, kom Írum yfir. Þeirri 1-0 forystu héldu Írar fram á 89. mínútu þegar Ronaldo bætti upp fyrir vítaklúðrið og jafnaði leikinn áður en hann skoraði sigurmark Portúgal á 96. mínútu leiksins. Portúgal leiðir riðilinn með tíu stig eftir fjóra leiki en Serbar, sem ekki spiluðu í kvöld, eru þar á eftir með sjö stig eftir þrjá leiki og geta jafnað þá að stigum. Stigi á eftir Serbíu er lið Lúxemborgar sem vann 2-1 sigur á Aserbaídsjan í kvöld. Mica og Gerson Rodrigues komu Lúxemborg 2-0 yfir en Emin Makhmudov minnkaði muninn fyrir Asera. Írar, sem hafa einnig tapað fyrir Serbum og Lúxemborg í riðlinum, eru án stiga líkt og Aserar á botninum. D-riðill: Tíu Frakkar gerðu jafntefli og Úkraína missteig sig Bosníumenn heimsóttu heimsmeistara Frakka í kvöld og kom Edin Dzeko þeim bosnísku yfir á 36. mínútu. Antoine Griezmann, sem er nýsnúinn aftur til Atlético Madrid frá Barcelona, jafnaði fjórum mínútum síðar. Jules Koundé, varnarmaður Sevilla sem var þrálátt orðaður við Chelsea í sumar, fékk að líta beint rautt spjald á 51. mínútu leiksins og náðu tíu Frakkar ekki að koma inn marki frekar en þeir bosnísku. Leiknum lauk því 1-1. Fyrr í dag fóru Úkraínumenn í heimsókn til Kasakstan. Framherjinn Roman Yaremchuk, sem fór mikinn á EM í sumar, kom Úkraínu í forystu eftir aðeins tveggja mínútna leik. 1-0 stóð fram á 74. mínútu þegar Ruslan Valiullin jafnaði fyrir Kasaka. Í uppbótartíma virtist Danylo Sikan vera að tryggja Úkraínu sigur en Valiullin skoraði sitt annað mark er hann jafnaði öðru sinni fyrir Kasaka á sjöttu mínútu uppbótartíma. Úkraína var að leika sinn fjórða leik í riðlinum og þýðir 2-2 jafntefli dagsins að hver einasti leikur liðsins hefur endað með jafntefli. Frakkar eru efstir í riðlinum með átta stig eftir fjóra leiki og Úkraínumenn eru þar á eftir fjögur stig eftir jafn marga leiki. Finnar hafa aðeins leikið tvo leiki en eru með tvö stig í þriðja sæti, Bosnía og Kasakstan eru einnig með tvö stig en hafa leikið þrjá leiki hvort. H-riðill: Markalaust í toppslagnum Króatar og Rússar deila toppsæti H-riðils eftir markalaust jafntefli liðanna í Rússlandi í kvöld. Bæði eru þau með sjö stig. Slóvakar koma þar á eftir með sex stig, tveimur á undan Slóveníu, en þau gerðu einnig jafntefli, 1-1 í Ljublijana. Robert Bozenik kom Slóvökum þar yfir áður en Petar Stojanovic jafnaði fyrir Slóvena. Malta og Kýpur eru einnig með fjögur stig, líkt og Slóvenar, en Kýpur vann 3-0 sigur á Möltu í Miðjarðarhafsslag í kvöld. Cain Attard skoraði tvö marka Möltu og Joseph Mbong eitt gegn liði Kýpur sem lék manni færri frá 40. mínútu leiksins. HM 2022 í Katar Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
A-riðill: Klúðraði víti en var svo hetjan Cristiano Ronaldo, nýr leikmaður Manchester United, brást bogalistin af vítapunktinum eftir stundarfjórðungsleik er Írar heimsóttu Portúgali til Algarve í kvöld. Markalaust var fram á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar John Egan, varnarmaður Sheffield United, kom Írum yfir. Þeirri 1-0 forystu héldu Írar fram á 89. mínútu þegar Ronaldo bætti upp fyrir vítaklúðrið og jafnaði leikinn áður en hann skoraði sigurmark Portúgal á 96. mínútu leiksins. Portúgal leiðir riðilinn með tíu stig eftir fjóra leiki en Serbar, sem ekki spiluðu í kvöld, eru þar á eftir með sjö stig eftir þrjá leiki og geta jafnað þá að stigum. Stigi á eftir Serbíu er lið Lúxemborgar sem vann 2-1 sigur á Aserbaídsjan í kvöld. Mica og Gerson Rodrigues komu Lúxemborg 2-0 yfir en Emin Makhmudov minnkaði muninn fyrir Asera. Írar, sem hafa einnig tapað fyrir Serbum og Lúxemborg í riðlinum, eru án stiga líkt og Aserar á botninum. D-riðill: Tíu Frakkar gerðu jafntefli og Úkraína missteig sig Bosníumenn heimsóttu heimsmeistara Frakka í kvöld og kom Edin Dzeko þeim bosnísku yfir á 36. mínútu. Antoine Griezmann, sem er nýsnúinn aftur til Atlético Madrid frá Barcelona, jafnaði fjórum mínútum síðar. Jules Koundé, varnarmaður Sevilla sem var þrálátt orðaður við Chelsea í sumar, fékk að líta beint rautt spjald á 51. mínútu leiksins og náðu tíu Frakkar ekki að koma inn marki frekar en þeir bosnísku. Leiknum lauk því 1-1. Fyrr í dag fóru Úkraínumenn í heimsókn til Kasakstan. Framherjinn Roman Yaremchuk, sem fór mikinn á EM í sumar, kom Úkraínu í forystu eftir aðeins tveggja mínútna leik. 1-0 stóð fram á 74. mínútu þegar Ruslan Valiullin jafnaði fyrir Kasaka. Í uppbótartíma virtist Danylo Sikan vera að tryggja Úkraínu sigur en Valiullin skoraði sitt annað mark er hann jafnaði öðru sinni fyrir Kasaka á sjöttu mínútu uppbótartíma. Úkraína var að leika sinn fjórða leik í riðlinum og þýðir 2-2 jafntefli dagsins að hver einasti leikur liðsins hefur endað með jafntefli. Frakkar eru efstir í riðlinum með átta stig eftir fjóra leiki og Úkraínumenn eru þar á eftir fjögur stig eftir jafn marga leiki. Finnar hafa aðeins leikið tvo leiki en eru með tvö stig í þriðja sæti, Bosnía og Kasakstan eru einnig með tvö stig en hafa leikið þrjá leiki hvort. H-riðill: Markalaust í toppslagnum Króatar og Rússar deila toppsæti H-riðils eftir markalaust jafntefli liðanna í Rússlandi í kvöld. Bæði eru þau með sjö stig. Slóvakar koma þar á eftir með sex stig, tveimur á undan Slóveníu, en þau gerðu einnig jafntefli, 1-1 í Ljublijana. Robert Bozenik kom Slóvökum þar yfir áður en Petar Stojanovic jafnaði fyrir Slóvena. Malta og Kýpur eru einnig með fjögur stig, líkt og Slóvenar, en Kýpur vann 3-0 sigur á Möltu í Miðjarðarhafsslag í kvöld. Cain Attard skoraði tvö marka Möltu og Joseph Mbong eitt gegn liði Kýpur sem lék manni færri frá 40. mínútu leiksins.
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira