Ronaldo klúðraði víti en var samt hetjan | Frakkar misstigu sig Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2021 21:02 Ronaldo skoraði dramatískt sigurmark. Stephen McCarthy/Sportsfile via Getty Images Cristiano Ronaldo skoraði sigurmark Portúgal gegn Írum á sjöttu mínútu uppbótartíma leiks liðanna í forkeppni HM karla í Katar 2022 í kvöld. Hann hafði jafnað leikinn á 89. mínútu. A-riðill: Klúðraði víti en var svo hetjan Cristiano Ronaldo, nýr leikmaður Manchester United, brást bogalistin af vítapunktinum eftir stundarfjórðungsleik er Írar heimsóttu Portúgali til Algarve í kvöld. Markalaust var fram á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar John Egan, varnarmaður Sheffield United, kom Írum yfir. Þeirri 1-0 forystu héldu Írar fram á 89. mínútu þegar Ronaldo bætti upp fyrir vítaklúðrið og jafnaði leikinn áður en hann skoraði sigurmark Portúgal á 96. mínútu leiksins. Portúgal leiðir riðilinn með tíu stig eftir fjóra leiki en Serbar, sem ekki spiluðu í kvöld, eru þar á eftir með sjö stig eftir þrjá leiki og geta jafnað þá að stigum. Stigi á eftir Serbíu er lið Lúxemborgar sem vann 2-1 sigur á Aserbaídsjan í kvöld. Mica og Gerson Rodrigues komu Lúxemborg 2-0 yfir en Emin Makhmudov minnkaði muninn fyrir Asera. Írar, sem hafa einnig tapað fyrir Serbum og Lúxemborg í riðlinum, eru án stiga líkt og Aserar á botninum. D-riðill: Tíu Frakkar gerðu jafntefli og Úkraína missteig sig Bosníumenn heimsóttu heimsmeistara Frakka í kvöld og kom Edin Dzeko þeim bosnísku yfir á 36. mínútu. Antoine Griezmann, sem er nýsnúinn aftur til Atlético Madrid frá Barcelona, jafnaði fjórum mínútum síðar. Jules Koundé, varnarmaður Sevilla sem var þrálátt orðaður við Chelsea í sumar, fékk að líta beint rautt spjald á 51. mínútu leiksins og náðu tíu Frakkar ekki að koma inn marki frekar en þeir bosnísku. Leiknum lauk því 1-1. Fyrr í dag fóru Úkraínumenn í heimsókn til Kasakstan. Framherjinn Roman Yaremchuk, sem fór mikinn á EM í sumar, kom Úkraínu í forystu eftir aðeins tveggja mínútna leik. 1-0 stóð fram á 74. mínútu þegar Ruslan Valiullin jafnaði fyrir Kasaka. Í uppbótartíma virtist Danylo Sikan vera að tryggja Úkraínu sigur en Valiullin skoraði sitt annað mark er hann jafnaði öðru sinni fyrir Kasaka á sjöttu mínútu uppbótartíma. Úkraína var að leika sinn fjórða leik í riðlinum og þýðir 2-2 jafntefli dagsins að hver einasti leikur liðsins hefur endað með jafntefli. Frakkar eru efstir í riðlinum með átta stig eftir fjóra leiki og Úkraínumenn eru þar á eftir fjögur stig eftir jafn marga leiki. Finnar hafa aðeins leikið tvo leiki en eru með tvö stig í þriðja sæti, Bosnía og Kasakstan eru einnig með tvö stig en hafa leikið þrjá leiki hvort. H-riðill: Markalaust í toppslagnum Króatar og Rússar deila toppsæti H-riðils eftir markalaust jafntefli liðanna í Rússlandi í kvöld. Bæði eru þau með sjö stig. Slóvakar koma þar á eftir með sex stig, tveimur á undan Slóveníu, en þau gerðu einnig jafntefli, 1-1 í Ljublijana. Robert Bozenik kom Slóvökum þar yfir áður en Petar Stojanovic jafnaði fyrir Slóvena. Malta og Kýpur eru einnig með fjögur stig, líkt og Slóvenar, en Kýpur vann 3-0 sigur á Möltu í Miðjarðarhafsslag í kvöld. Cain Attard skoraði tvö marka Möltu og Joseph Mbong eitt gegn liði Kýpur sem lék manni færri frá 40. mínútu leiksins. HM 2022 í Katar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
A-riðill: Klúðraði víti en var svo hetjan Cristiano Ronaldo, nýr leikmaður Manchester United, brást bogalistin af vítapunktinum eftir stundarfjórðungsleik er Írar heimsóttu Portúgali til Algarve í kvöld. Markalaust var fram á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar John Egan, varnarmaður Sheffield United, kom Írum yfir. Þeirri 1-0 forystu héldu Írar fram á 89. mínútu þegar Ronaldo bætti upp fyrir vítaklúðrið og jafnaði leikinn áður en hann skoraði sigurmark Portúgal á 96. mínútu leiksins. Portúgal leiðir riðilinn með tíu stig eftir fjóra leiki en Serbar, sem ekki spiluðu í kvöld, eru þar á eftir með sjö stig eftir þrjá leiki og geta jafnað þá að stigum. Stigi á eftir Serbíu er lið Lúxemborgar sem vann 2-1 sigur á Aserbaídsjan í kvöld. Mica og Gerson Rodrigues komu Lúxemborg 2-0 yfir en Emin Makhmudov minnkaði muninn fyrir Asera. Írar, sem hafa einnig tapað fyrir Serbum og Lúxemborg í riðlinum, eru án stiga líkt og Aserar á botninum. D-riðill: Tíu Frakkar gerðu jafntefli og Úkraína missteig sig Bosníumenn heimsóttu heimsmeistara Frakka í kvöld og kom Edin Dzeko þeim bosnísku yfir á 36. mínútu. Antoine Griezmann, sem er nýsnúinn aftur til Atlético Madrid frá Barcelona, jafnaði fjórum mínútum síðar. Jules Koundé, varnarmaður Sevilla sem var þrálátt orðaður við Chelsea í sumar, fékk að líta beint rautt spjald á 51. mínútu leiksins og náðu tíu Frakkar ekki að koma inn marki frekar en þeir bosnísku. Leiknum lauk því 1-1. Fyrr í dag fóru Úkraínumenn í heimsókn til Kasakstan. Framherjinn Roman Yaremchuk, sem fór mikinn á EM í sumar, kom Úkraínu í forystu eftir aðeins tveggja mínútna leik. 1-0 stóð fram á 74. mínútu þegar Ruslan Valiullin jafnaði fyrir Kasaka. Í uppbótartíma virtist Danylo Sikan vera að tryggja Úkraínu sigur en Valiullin skoraði sitt annað mark er hann jafnaði öðru sinni fyrir Kasaka á sjöttu mínútu uppbótartíma. Úkraína var að leika sinn fjórða leik í riðlinum og þýðir 2-2 jafntefli dagsins að hver einasti leikur liðsins hefur endað með jafntefli. Frakkar eru efstir í riðlinum með átta stig eftir fjóra leiki og Úkraínumenn eru þar á eftir fjögur stig eftir jafn marga leiki. Finnar hafa aðeins leikið tvo leiki en eru með tvö stig í þriðja sæti, Bosnía og Kasakstan eru einnig með tvö stig en hafa leikið þrjá leiki hvort. H-riðill: Markalaust í toppslagnum Króatar og Rússar deila toppsæti H-riðils eftir markalaust jafntefli liðanna í Rússlandi í kvöld. Bæði eru þau með sjö stig. Slóvakar koma þar á eftir með sex stig, tveimur á undan Slóveníu, en þau gerðu einnig jafntefli, 1-1 í Ljublijana. Robert Bozenik kom Slóvökum þar yfir áður en Petar Stojanovic jafnaði fyrir Slóvena. Malta og Kýpur eru einnig með fjögur stig, líkt og Slóvenar, en Kýpur vann 3-0 sigur á Möltu í Miðjarðarhafsslag í kvöld. Cain Attard skoraði tvö marka Möltu og Joseph Mbong eitt gegn liði Kýpur sem lék manni færri frá 40. mínútu leiksins.
HM 2022 í Katar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira