Ronaldo klúðraði víti en var samt hetjan | Frakkar misstigu sig Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2021 21:02 Ronaldo skoraði dramatískt sigurmark. Stephen McCarthy/Sportsfile via Getty Images Cristiano Ronaldo skoraði sigurmark Portúgal gegn Írum á sjöttu mínútu uppbótartíma leiks liðanna í forkeppni HM karla í Katar 2022 í kvöld. Hann hafði jafnað leikinn á 89. mínútu. A-riðill: Klúðraði víti en var svo hetjan Cristiano Ronaldo, nýr leikmaður Manchester United, brást bogalistin af vítapunktinum eftir stundarfjórðungsleik er Írar heimsóttu Portúgali til Algarve í kvöld. Markalaust var fram á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar John Egan, varnarmaður Sheffield United, kom Írum yfir. Þeirri 1-0 forystu héldu Írar fram á 89. mínútu þegar Ronaldo bætti upp fyrir vítaklúðrið og jafnaði leikinn áður en hann skoraði sigurmark Portúgal á 96. mínútu leiksins. Portúgal leiðir riðilinn með tíu stig eftir fjóra leiki en Serbar, sem ekki spiluðu í kvöld, eru þar á eftir með sjö stig eftir þrjá leiki og geta jafnað þá að stigum. Stigi á eftir Serbíu er lið Lúxemborgar sem vann 2-1 sigur á Aserbaídsjan í kvöld. Mica og Gerson Rodrigues komu Lúxemborg 2-0 yfir en Emin Makhmudov minnkaði muninn fyrir Asera. Írar, sem hafa einnig tapað fyrir Serbum og Lúxemborg í riðlinum, eru án stiga líkt og Aserar á botninum. D-riðill: Tíu Frakkar gerðu jafntefli og Úkraína missteig sig Bosníumenn heimsóttu heimsmeistara Frakka í kvöld og kom Edin Dzeko þeim bosnísku yfir á 36. mínútu. Antoine Griezmann, sem er nýsnúinn aftur til Atlético Madrid frá Barcelona, jafnaði fjórum mínútum síðar. Jules Koundé, varnarmaður Sevilla sem var þrálátt orðaður við Chelsea í sumar, fékk að líta beint rautt spjald á 51. mínútu leiksins og náðu tíu Frakkar ekki að koma inn marki frekar en þeir bosnísku. Leiknum lauk því 1-1. Fyrr í dag fóru Úkraínumenn í heimsókn til Kasakstan. Framherjinn Roman Yaremchuk, sem fór mikinn á EM í sumar, kom Úkraínu í forystu eftir aðeins tveggja mínútna leik. 1-0 stóð fram á 74. mínútu þegar Ruslan Valiullin jafnaði fyrir Kasaka. Í uppbótartíma virtist Danylo Sikan vera að tryggja Úkraínu sigur en Valiullin skoraði sitt annað mark er hann jafnaði öðru sinni fyrir Kasaka á sjöttu mínútu uppbótartíma. Úkraína var að leika sinn fjórða leik í riðlinum og þýðir 2-2 jafntefli dagsins að hver einasti leikur liðsins hefur endað með jafntefli. Frakkar eru efstir í riðlinum með átta stig eftir fjóra leiki og Úkraínumenn eru þar á eftir fjögur stig eftir jafn marga leiki. Finnar hafa aðeins leikið tvo leiki en eru með tvö stig í þriðja sæti, Bosnía og Kasakstan eru einnig með tvö stig en hafa leikið þrjá leiki hvort. H-riðill: Markalaust í toppslagnum Króatar og Rússar deila toppsæti H-riðils eftir markalaust jafntefli liðanna í Rússlandi í kvöld. Bæði eru þau með sjö stig. Slóvakar koma þar á eftir með sex stig, tveimur á undan Slóveníu, en þau gerðu einnig jafntefli, 1-1 í Ljublijana. Robert Bozenik kom Slóvökum þar yfir áður en Petar Stojanovic jafnaði fyrir Slóvena. Malta og Kýpur eru einnig með fjögur stig, líkt og Slóvenar, en Kýpur vann 3-0 sigur á Möltu í Miðjarðarhafsslag í kvöld. Cain Attard skoraði tvö marka Möltu og Joseph Mbong eitt gegn liði Kýpur sem lék manni færri frá 40. mínútu leiksins. HM 2022 í Katar Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
A-riðill: Klúðraði víti en var svo hetjan Cristiano Ronaldo, nýr leikmaður Manchester United, brást bogalistin af vítapunktinum eftir stundarfjórðungsleik er Írar heimsóttu Portúgali til Algarve í kvöld. Markalaust var fram á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar John Egan, varnarmaður Sheffield United, kom Írum yfir. Þeirri 1-0 forystu héldu Írar fram á 89. mínútu þegar Ronaldo bætti upp fyrir vítaklúðrið og jafnaði leikinn áður en hann skoraði sigurmark Portúgal á 96. mínútu leiksins. Portúgal leiðir riðilinn með tíu stig eftir fjóra leiki en Serbar, sem ekki spiluðu í kvöld, eru þar á eftir með sjö stig eftir þrjá leiki og geta jafnað þá að stigum. Stigi á eftir Serbíu er lið Lúxemborgar sem vann 2-1 sigur á Aserbaídsjan í kvöld. Mica og Gerson Rodrigues komu Lúxemborg 2-0 yfir en Emin Makhmudov minnkaði muninn fyrir Asera. Írar, sem hafa einnig tapað fyrir Serbum og Lúxemborg í riðlinum, eru án stiga líkt og Aserar á botninum. D-riðill: Tíu Frakkar gerðu jafntefli og Úkraína missteig sig Bosníumenn heimsóttu heimsmeistara Frakka í kvöld og kom Edin Dzeko þeim bosnísku yfir á 36. mínútu. Antoine Griezmann, sem er nýsnúinn aftur til Atlético Madrid frá Barcelona, jafnaði fjórum mínútum síðar. Jules Koundé, varnarmaður Sevilla sem var þrálátt orðaður við Chelsea í sumar, fékk að líta beint rautt spjald á 51. mínútu leiksins og náðu tíu Frakkar ekki að koma inn marki frekar en þeir bosnísku. Leiknum lauk því 1-1. Fyrr í dag fóru Úkraínumenn í heimsókn til Kasakstan. Framherjinn Roman Yaremchuk, sem fór mikinn á EM í sumar, kom Úkraínu í forystu eftir aðeins tveggja mínútna leik. 1-0 stóð fram á 74. mínútu þegar Ruslan Valiullin jafnaði fyrir Kasaka. Í uppbótartíma virtist Danylo Sikan vera að tryggja Úkraínu sigur en Valiullin skoraði sitt annað mark er hann jafnaði öðru sinni fyrir Kasaka á sjöttu mínútu uppbótartíma. Úkraína var að leika sinn fjórða leik í riðlinum og þýðir 2-2 jafntefli dagsins að hver einasti leikur liðsins hefur endað með jafntefli. Frakkar eru efstir í riðlinum með átta stig eftir fjóra leiki og Úkraínumenn eru þar á eftir fjögur stig eftir jafn marga leiki. Finnar hafa aðeins leikið tvo leiki en eru með tvö stig í þriðja sæti, Bosnía og Kasakstan eru einnig með tvö stig en hafa leikið þrjá leiki hvort. H-riðill: Markalaust í toppslagnum Króatar og Rússar deila toppsæti H-riðils eftir markalaust jafntefli liðanna í Rússlandi í kvöld. Bæði eru þau með sjö stig. Slóvakar koma þar á eftir með sex stig, tveimur á undan Slóveníu, en þau gerðu einnig jafntefli, 1-1 í Ljublijana. Robert Bozenik kom Slóvökum þar yfir áður en Petar Stojanovic jafnaði fyrir Slóvena. Malta og Kýpur eru einnig með fjögur stig, líkt og Slóvenar, en Kýpur vann 3-0 sigur á Möltu í Miðjarðarhafsslag í kvöld. Cain Attard skoraði tvö marka Möltu og Joseph Mbong eitt gegn liði Kýpur sem lék manni færri frá 40. mínútu leiksins.
HM 2022 í Katar Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira