Ronaldo klúðraði víti en var samt hetjan | Frakkar misstigu sig Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2021 21:02 Ronaldo skoraði dramatískt sigurmark. Stephen McCarthy/Sportsfile via Getty Images Cristiano Ronaldo skoraði sigurmark Portúgal gegn Írum á sjöttu mínútu uppbótartíma leiks liðanna í forkeppni HM karla í Katar 2022 í kvöld. Hann hafði jafnað leikinn á 89. mínútu. A-riðill: Klúðraði víti en var svo hetjan Cristiano Ronaldo, nýr leikmaður Manchester United, brást bogalistin af vítapunktinum eftir stundarfjórðungsleik er Írar heimsóttu Portúgali til Algarve í kvöld. Markalaust var fram á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar John Egan, varnarmaður Sheffield United, kom Írum yfir. Þeirri 1-0 forystu héldu Írar fram á 89. mínútu þegar Ronaldo bætti upp fyrir vítaklúðrið og jafnaði leikinn áður en hann skoraði sigurmark Portúgal á 96. mínútu leiksins. Portúgal leiðir riðilinn með tíu stig eftir fjóra leiki en Serbar, sem ekki spiluðu í kvöld, eru þar á eftir með sjö stig eftir þrjá leiki og geta jafnað þá að stigum. Stigi á eftir Serbíu er lið Lúxemborgar sem vann 2-1 sigur á Aserbaídsjan í kvöld. Mica og Gerson Rodrigues komu Lúxemborg 2-0 yfir en Emin Makhmudov minnkaði muninn fyrir Asera. Írar, sem hafa einnig tapað fyrir Serbum og Lúxemborg í riðlinum, eru án stiga líkt og Aserar á botninum. D-riðill: Tíu Frakkar gerðu jafntefli og Úkraína missteig sig Bosníumenn heimsóttu heimsmeistara Frakka í kvöld og kom Edin Dzeko þeim bosnísku yfir á 36. mínútu. Antoine Griezmann, sem er nýsnúinn aftur til Atlético Madrid frá Barcelona, jafnaði fjórum mínútum síðar. Jules Koundé, varnarmaður Sevilla sem var þrálátt orðaður við Chelsea í sumar, fékk að líta beint rautt spjald á 51. mínútu leiksins og náðu tíu Frakkar ekki að koma inn marki frekar en þeir bosnísku. Leiknum lauk því 1-1. Fyrr í dag fóru Úkraínumenn í heimsókn til Kasakstan. Framherjinn Roman Yaremchuk, sem fór mikinn á EM í sumar, kom Úkraínu í forystu eftir aðeins tveggja mínútna leik. 1-0 stóð fram á 74. mínútu þegar Ruslan Valiullin jafnaði fyrir Kasaka. Í uppbótartíma virtist Danylo Sikan vera að tryggja Úkraínu sigur en Valiullin skoraði sitt annað mark er hann jafnaði öðru sinni fyrir Kasaka á sjöttu mínútu uppbótartíma. Úkraína var að leika sinn fjórða leik í riðlinum og þýðir 2-2 jafntefli dagsins að hver einasti leikur liðsins hefur endað með jafntefli. Frakkar eru efstir í riðlinum með átta stig eftir fjóra leiki og Úkraínumenn eru þar á eftir fjögur stig eftir jafn marga leiki. Finnar hafa aðeins leikið tvo leiki en eru með tvö stig í þriðja sæti, Bosnía og Kasakstan eru einnig með tvö stig en hafa leikið þrjá leiki hvort. H-riðill: Markalaust í toppslagnum Króatar og Rússar deila toppsæti H-riðils eftir markalaust jafntefli liðanna í Rússlandi í kvöld. Bæði eru þau með sjö stig. Slóvakar koma þar á eftir með sex stig, tveimur á undan Slóveníu, en þau gerðu einnig jafntefli, 1-1 í Ljublijana. Robert Bozenik kom Slóvökum þar yfir áður en Petar Stojanovic jafnaði fyrir Slóvena. Malta og Kýpur eru einnig með fjögur stig, líkt og Slóvenar, en Kýpur vann 3-0 sigur á Möltu í Miðjarðarhafsslag í kvöld. Cain Attard skoraði tvö marka Möltu og Joseph Mbong eitt gegn liði Kýpur sem lék manni færri frá 40. mínútu leiksins. HM 2022 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
A-riðill: Klúðraði víti en var svo hetjan Cristiano Ronaldo, nýr leikmaður Manchester United, brást bogalistin af vítapunktinum eftir stundarfjórðungsleik er Írar heimsóttu Portúgali til Algarve í kvöld. Markalaust var fram á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar John Egan, varnarmaður Sheffield United, kom Írum yfir. Þeirri 1-0 forystu héldu Írar fram á 89. mínútu þegar Ronaldo bætti upp fyrir vítaklúðrið og jafnaði leikinn áður en hann skoraði sigurmark Portúgal á 96. mínútu leiksins. Portúgal leiðir riðilinn með tíu stig eftir fjóra leiki en Serbar, sem ekki spiluðu í kvöld, eru þar á eftir með sjö stig eftir þrjá leiki og geta jafnað þá að stigum. Stigi á eftir Serbíu er lið Lúxemborgar sem vann 2-1 sigur á Aserbaídsjan í kvöld. Mica og Gerson Rodrigues komu Lúxemborg 2-0 yfir en Emin Makhmudov minnkaði muninn fyrir Asera. Írar, sem hafa einnig tapað fyrir Serbum og Lúxemborg í riðlinum, eru án stiga líkt og Aserar á botninum. D-riðill: Tíu Frakkar gerðu jafntefli og Úkraína missteig sig Bosníumenn heimsóttu heimsmeistara Frakka í kvöld og kom Edin Dzeko þeim bosnísku yfir á 36. mínútu. Antoine Griezmann, sem er nýsnúinn aftur til Atlético Madrid frá Barcelona, jafnaði fjórum mínútum síðar. Jules Koundé, varnarmaður Sevilla sem var þrálátt orðaður við Chelsea í sumar, fékk að líta beint rautt spjald á 51. mínútu leiksins og náðu tíu Frakkar ekki að koma inn marki frekar en þeir bosnísku. Leiknum lauk því 1-1. Fyrr í dag fóru Úkraínumenn í heimsókn til Kasakstan. Framherjinn Roman Yaremchuk, sem fór mikinn á EM í sumar, kom Úkraínu í forystu eftir aðeins tveggja mínútna leik. 1-0 stóð fram á 74. mínútu þegar Ruslan Valiullin jafnaði fyrir Kasaka. Í uppbótartíma virtist Danylo Sikan vera að tryggja Úkraínu sigur en Valiullin skoraði sitt annað mark er hann jafnaði öðru sinni fyrir Kasaka á sjöttu mínútu uppbótartíma. Úkraína var að leika sinn fjórða leik í riðlinum og þýðir 2-2 jafntefli dagsins að hver einasti leikur liðsins hefur endað með jafntefli. Frakkar eru efstir í riðlinum með átta stig eftir fjóra leiki og Úkraínumenn eru þar á eftir fjögur stig eftir jafn marga leiki. Finnar hafa aðeins leikið tvo leiki en eru með tvö stig í þriðja sæti, Bosnía og Kasakstan eru einnig með tvö stig en hafa leikið þrjá leiki hvort. H-riðill: Markalaust í toppslagnum Króatar og Rússar deila toppsæti H-riðils eftir markalaust jafntefli liðanna í Rússlandi í kvöld. Bæði eru þau með sjö stig. Slóvakar koma þar á eftir með sex stig, tveimur á undan Slóveníu, en þau gerðu einnig jafntefli, 1-1 í Ljublijana. Robert Bozenik kom Slóvökum þar yfir áður en Petar Stojanovic jafnaði fyrir Slóvena. Malta og Kýpur eru einnig með fjögur stig, líkt og Slóvenar, en Kýpur vann 3-0 sigur á Möltu í Miðjarðarhafsslag í kvöld. Cain Attard skoraði tvö marka Möltu og Joseph Mbong eitt gegn liði Kýpur sem lék manni færri frá 40. mínútu leiksins.
HM 2022 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira