Harmar það að Kolbeinn saki hana um lygar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 16:55 Þórhildur segist harma yfirlýsingu Kolbeins Sigþórssonar. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist harma það að Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, saki hana um lygar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu. Þórhildur Gyða kom fram í viðtali hjá RÚV í síðustu viku þar sem hún greindi frá því að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af landsliðsmanni í fótbolta haustið 2017. Þórhildur greindi þar frá að hún hafi náð sátt við fótboltamanninn, sem hafi greitt henni miskabætur. Hún steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagði í Kastljósi að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð KSÍ, sem henni hafi misboðið, þar sem Guðni hafði verið í samskiptum við foreldra hennar vegna ofbeldismálsins sem hún hafði kært til lögreglu. Þórhildur nafngreindi Kolbein ekki en hann var nafngreindur í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, sem hafði áreiðanlegar heimildir fyrir að um hann væri að ræða. Í kjölfar alls þessa var það tilkynnt að Kolbeinn yrði ekki í liðinu sem mætti Rúmeníu í landsleik á morgun. „Ég hef aldrei nafngreint manninn og steig ekki fram til að ráðast á hann persónulega. Þess vegna harma ég að hann sé að ráðast á mig og saka mig um að ljúga. Ég lýsti því bara sem átti sér stað svo fólk gerði sér grein fyrir alvarleikanum. Ástæðan var aldrei að fara á eftir honum persónulega, heldur til að varpa ljósi á að KSÍ væri að ljúga, það var það sem ég einblíndi á,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Segir greiðsluna til Stígamóta ekki hugmynd Kolbeins Kolbeinn sagði í yfirlýsingu sinni að hann hafi ekki kannast við að hafa beitt Þórhildi, og vinkonu hennar, ofbeldi eða áreitt þær umrætt kvöld í september 2017. Hann hafi hins vegar gengist við því að hegðun hans hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Ég vil líka taka það fram að þessi greiðsla til Stígamóta var ekki hans hugmynd,“ segir Þórhildur en í yfirlýsingunni tekur Kolbeinn það fram að hann hafi greitt þrjár milljónir króna til Stígamóta eftir að hann komst að samkomulagi við Þórhildi og vinkonu hennar. „Það var okkar hugmynd, þar sem ég sjálf hef verið mjög lengi á Stígamótum og kann að meta þeirra starf. Okkur fannst að hann þyrfti að borga til baka til samfélagsins vegna þess hvernig hann hegðaði sér og út af þessari árás á okkur,“ segir Þórhildur. „Það pirrar mig að hann ætli að eigna sér þá greiðslu, þegar það var ekki hans hugmynd.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Þórhildur Gyða kom fram í viðtali hjá RÚV í síðustu viku þar sem hún greindi frá því að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af landsliðsmanni í fótbolta haustið 2017. Þórhildur greindi þar frá að hún hafi náð sátt við fótboltamanninn, sem hafi greitt henni miskabætur. Hún steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagði í Kastljósi að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð KSÍ, sem henni hafi misboðið, þar sem Guðni hafði verið í samskiptum við foreldra hennar vegna ofbeldismálsins sem hún hafði kært til lögreglu. Þórhildur nafngreindi Kolbein ekki en hann var nafngreindur í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, sem hafði áreiðanlegar heimildir fyrir að um hann væri að ræða. Í kjölfar alls þessa var það tilkynnt að Kolbeinn yrði ekki í liðinu sem mætti Rúmeníu í landsleik á morgun. „Ég hef aldrei nafngreint manninn og steig ekki fram til að ráðast á hann persónulega. Þess vegna harma ég að hann sé að ráðast á mig og saka mig um að ljúga. Ég lýsti því bara sem átti sér stað svo fólk gerði sér grein fyrir alvarleikanum. Ástæðan var aldrei að fara á eftir honum persónulega, heldur til að varpa ljósi á að KSÍ væri að ljúga, það var það sem ég einblíndi á,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Segir greiðsluna til Stígamóta ekki hugmynd Kolbeins Kolbeinn sagði í yfirlýsingu sinni að hann hafi ekki kannast við að hafa beitt Þórhildi, og vinkonu hennar, ofbeldi eða áreitt þær umrætt kvöld í september 2017. Hann hafi hins vegar gengist við því að hegðun hans hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Ég vil líka taka það fram að þessi greiðsla til Stígamóta var ekki hans hugmynd,“ segir Þórhildur en í yfirlýsingunni tekur Kolbeinn það fram að hann hafi greitt þrjár milljónir króna til Stígamóta eftir að hann komst að samkomulagi við Þórhildi og vinkonu hennar. „Það var okkar hugmynd, þar sem ég sjálf hef verið mjög lengi á Stígamótum og kann að meta þeirra starf. Okkur fannst að hann þyrfti að borga til baka til samfélagsins vegna þess hvernig hann hegðaði sér og út af þessari árás á okkur,“ segir Þórhildur. „Það pirrar mig að hann ætli að eigna sér þá greiðslu, þegar það var ekki hans hugmynd.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira