Erlent

Norður-Kórea af­þakkar kínverskt bólu­efni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Norður-Kórea er sögð ekki treysta bóluefnum frá Kína, ríkið vilji mun frekar rússnesk bóluefni. Hér má sjá Kim Jong Un og Xi Jinping, leiðtogaa Norður-Kóreu og Kína, árið 2018.
Norður-Kórea er sögð ekki treysta bóluefnum frá Kína, ríkið vilji mun frekar rússnesk bóluefni. Hér má sjá Kim Jong Un og Xi Jinping, leiðtogaa Norður-Kóreu og Kína, árið 2018. EPA/KCNA

Norður-Kórea hefur afþakkað þrjár milljónir bóluefnaskammta gegn Covid-19 frá kínverska lyfjarisanum Sinovac. Norðurkóresk stjórnvöld segja að frekar eigi að senda bóluefnaskammtanna til landa þar sem staðan vegna veirunnar er alvarleg.N

UNICEF greindi frá þessu, en stofnunin fer fyrir verkefni Sameinuðu þjóðanna um dreifingu bóluefna til tekjuminni ríkja. Að sögn UNICEF afþökkuðu norðurkóresk stjórnvöld skammtana og vísuðu til þess að mörg önnur ríki væru mun verr stödd í faraldrinum. Betra væri að nýta takmarkaða bóluefnaskammta þar.

Norður-Kórea hefur hingað til haldið því fram að ekkert kórónuveirusmit hafi greinst í landinu og hefur sett á strangar sóttvarnareglur, þar á meðal hefur landamærum landsins verið lokað alveg og ferðalögum innanlands verið fækkað mjög.

Í júlí síðastliðnum afþakkaði Norður-Kórea birgðir af bóluefni Astra-Zeneca vegna hræðslu á aukaverkunum efnisins.

Stofnunin Institute for National Security Strategy hefur greint frá því að Norður-Kórea vilji helst ekki kínversk bóluefni, þar sem yfirvöld telji þau kínversku ekki nógu vönduð. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafi hins vegar lýst yfir áhuga á bóluefnum sem framleidd eru í Rússlandi.

Nokkur ríki, sem bólusettu til að byrja með með bóluefni Sinovac, hafa byrjað að nota önnur efni til að gefa örvunarskammta til að auka virknina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.