Telja tæpan þriðjung trjátegunda á jörðinni í útrýmingarhættu Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2021 15:09 Í Indónesíu hefur skógur verið ruddur í stórum stíl til að rýma til fyrir pálmaolíuframleiðslu. Pálmaolía er notuð í aragrúa vara, allt frá kexkökum til snyrtivara. Vísir/EPA Nærri því þriðja hver trjátegund á jörðinni er nú í hættu á að þurrkast út, fyrst og fremst vegna atgangs manna. Hundruð tegunda eru sögð í bráðri útrýmingarhættu í nýrri skýrslu breskra gróðurverndarsamtaka. Í kringum 17.500 trjátegundir eru í hættu en það er tvöfalt fleiri en allar þær spendýra-, fugla-, frosk- og skriðdýrategundir sem eru í útrýmingarhættu samanlagt. Innan við fimmtíu tré eru eftir í hieminum af um 440 tegundum, að því er segir í skýrslu Botanic Gardens Conservation International. Magnólíur og tvíkímblöðungar sem eru algengir í regnskógum Suðaustur-Asíu eru á meðal þeirra tegunda sem eru taldar í mestri hættu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Eik, hlynur og svartviður er einnig sagður í hættu. Þúsundir trjátegunda í þeim sex löndum þar sem fjölbreytileiki þeirra er mestur í heiminum er í útrýmingarhættu. Flestar þeirra eru í Brasilíu, alls 1.788 talsins. Hin löndin eru Indónesía, Malasía, Kína, Kólumbía og Venesúela. Hlutfallslega eru trjátegundir á eyjum í mestri hættu samkvæmt skýrslunni. Það er sagt sérstakt áhyggjuefni þar sem margar þeirra tegunda finnast hvergi annars staðar á jörðinni. Helstu hætturnar sem steðja að trjátegundunum er akuryrkja, skógarhögg og búfjárhald. Loftslagsbreyting og veðuröfgar eru nýjar hættur en nú er talið að í það minnsta 180 trjátegundir séu í hættu vegna hækkandi yfirborði sjávar og ofsaveðurs. Það á sérstaklega við um magnólíutegundir í Karíbahafi. Loftslagsmál Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Í kringum 17.500 trjátegundir eru í hættu en það er tvöfalt fleiri en allar þær spendýra-, fugla-, frosk- og skriðdýrategundir sem eru í útrýmingarhættu samanlagt. Innan við fimmtíu tré eru eftir í hieminum af um 440 tegundum, að því er segir í skýrslu Botanic Gardens Conservation International. Magnólíur og tvíkímblöðungar sem eru algengir í regnskógum Suðaustur-Asíu eru á meðal þeirra tegunda sem eru taldar í mestri hættu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Eik, hlynur og svartviður er einnig sagður í hættu. Þúsundir trjátegunda í þeim sex löndum þar sem fjölbreytileiki þeirra er mestur í heiminum er í útrýmingarhættu. Flestar þeirra eru í Brasilíu, alls 1.788 talsins. Hin löndin eru Indónesía, Malasía, Kína, Kólumbía og Venesúela. Hlutfallslega eru trjátegundir á eyjum í mestri hættu samkvæmt skýrslunni. Það er sagt sérstakt áhyggjuefni þar sem margar þeirra tegunda finnast hvergi annars staðar á jörðinni. Helstu hætturnar sem steðja að trjátegundunum er akuryrkja, skógarhögg og búfjárhald. Loftslagsbreyting og veðuröfgar eru nýjar hættur en nú er talið að í það minnsta 180 trjátegundir séu í hættu vegna hækkandi yfirborði sjávar og ofsaveðurs. Það á sérstaklega við um magnólíutegundir í Karíbahafi.
Loftslagsmál Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira