Íslenski boltinn

Rúnar Páll tekinn við Fylki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúnar Páll í búningi Stjörnunnar.
Rúnar Páll í búningi Stjörnunnar. Vísir/Baldur

Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við Rúnar Pál Sigmundsson um að taka við þjálfun karlaliðs félagsins.

Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson voru látnir fara frá Árbæjarfélaginu eftir 7-0 tap í síðasta leik. Fylkir er í næstneðsta sæti Pepsi Max-deildar karla.

Rúnar Páll semur við Fylki út tímabilið og fær það verðuga verkefni að bjarga félaginu frá falli í þeim þremur leikjum sem eftir eru.

Rúnar var síðast þjálfari Stjörnunnar en hann hætti mjög óvænt með liðið í vor.

Fylkir á eftir að spila við KA, ÍA og Val. Liðið er einu stigi á eftir HK sem er í tíunda sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Fylkir búinn að hafa samband við Rúnar Pál

Fylkir hefur sett sig í samband við Rúnar Pál Sigmundsson í þeirri von að hann hafi áhuga á að taka við karlaliði félagsins í fótbolta. Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni var sagt upp störfum í dag.

Atli Sveinn og Ólafur látnir fara í Árbænum

Fylkir hefur sagt upp þeim Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni úr stöðu þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu. Fylkismenn féllu niður fallsæti í Pepsi Max-deildinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×