Reynsluboltarnir úr Pepsi Max deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 15:01 Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason hafa leikið lykilhlutverk í ótrúlegum árangri íslenska landsliðsins undanfarin ár. VÍSIR/GETTY Eftir erfiða byrjun Íslands í undankeppni HM 2022 í fótbolta er ljóst að Ísland er með bakið upp við vegg innanvallar jafnt sem utan vegna þeirra ofbeldis- og kynferðisbrotamála sem hafa litið dagsins ljós á undanförnum dögum og vikum. Undanfarna daga, og vikur, hafa borist fregnir af ofbeldi- og kynferðisbrotum leikmanna íslenska landsliðsins. Annað hvort voru téðir leikmenn ekki valdir eða teknir út úr hópnum sem spilar gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM á næstu dögum, allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands, hefur ákveðið að sýna þolendum stuðning með því að sitja og þegja í samfleytt tólf mínútur í upphafi leikjanna. Það verður eflaust frekar undarlegt andrúmsloft á Laugardalsvelli þegar leikur Íslands og Rúmeníu verður flautaður á klukkan 18.45 annað kvöld. Margir ungir og efnilegir leikmenn eru í hópnum að þessu sinni en hér að neðan ætlum við að fara yfir reynsluboltana sem spila í Pepsi Max deildinni hér á landi. Hannes Þór Halldórsson, markvörður Það stefnir allt í að hinn 37 ára gamli Hannes Þór, markvörður Íslandsmeistara Vals, verði í byrjunarliði Íslands í leikjunum þremur. Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina ásamt Ögmundi Kristinssyni í síðasta landsliðsverkefni – æfingaleikjum gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi – en sá síðarnefndi er ekki í hópnum að þessu sinni. Rúnar Alex hefur lítið spilað undanfarið og fór í gær á lán til Belgíu þar sem hann vær vonandi að láta ljós sitt skína. Patrik Sigurður Gunnarsson er í sömu stöðu og Rúnar Alex nema hann fór á láni til Viking í Noregi. Hannes Þór er því í raun eini markvörður liðsins sem er í leikformi og má reikna með að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, treysti á reynsluna milli stanganna í komandi leikjum. Hannes Þór verður að öllum líkindum í marki Íslands í leikjunum þremur.Vísir/Getty Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður Hinn 36 ára gamli Birkir Már, liðsfélagi Hannesar hjá Íslandsmeisturum Vals, er á sínum stað í íslenska hópnum. Hann hefur sem stendur spilað 98 A-landsleiki og vantar því aðeins tvo í hundraðið. Það gæti farið svo að það náist nú á næstu dögum en Birkir Már og Alfons Sampsted, bakvörður Noregsmeistara Bodø/Glimt, eru einu hægri bakverðirnir í íslenska hópnum. Alfons hefur hins vegar verið að eigna sér stöðu hægri bakvarðar landsliðsins frá því að Arnar Þór tók við. Hvort farið verði í reynsluna eður ei er ljóst að Birkir Már mun styðja vel við bakið á Alfons og öfugt þegar í ljós kemur hvor byrjar og hvor þarf að verma varamannabekkinn. Birkir Már Sævarsson fagnar sigrinum gegn Englendingum sem tryggði Íslandi sæti í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016.Getty/Federico Gambarini Kári Árnason, miðvörður Miðvörðurinn magnaði er elstur af þremenningunum en Kári fagnar 39 ára afmæli sínu um miðbik októbermánaðar. Hann er einn fjögurra miðvarða í íslenska hópnum og má reikna með að hann komi við sögu í allavega einum leik af þessum þremur sem eru framundan. Kári hefur verið hreint út sagt frábær í liði Víkinga í sumar en Fossvogspiltar eru í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Það er að mörgu leyti hæfileikum Kára að þakka en hann hefur límt vörn liðsins saman. Kári tók ekki þátt á allri æfingu landsliðsins í gær. Ræddi hann við Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfara, áður en hann hélt inn í klefa. Arnar Þór staðfesti á blaðamannafundi eftir æfingu að Kári væri enn að ná sér eftir síðasta leik með Víking en sökum aldurs þyrfti Kári aðeins meira viðhald en aðrir leikmenn liðsins. „Kári er næstum því jafn gamall og ég. Hann er samt á réttri leið fyrir leikinn á fimmtudag,“ sagði Arnar Þór og gaf sterklega til kynna að Kári yrði í byrjunarliði Íslands gegn Rúmeníu á morgun. Á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði Arnar Þór Viðarsson að hann treysti á eldri leikmenn liðsins til að halda utan um þá yngri í komandi verkefni og aðstoða þá við að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu. Þá vildi Arnar Þór ekki gefa upp hver yrði fyrirliði í komandi verkefni og mögulega yrði það breytilegt milli leikja. Það kæmi þó ekki á óvart ef það yrði einhver af reynsluboltunum hér að ofan. Kári Árnason í leiknum súra gegn Ungverjum á síðasta ári.EPA-EFE/Tibor Illyes Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Sjá meira
Undanfarna daga, og vikur, hafa borist fregnir af ofbeldi- og kynferðisbrotum leikmanna íslenska landsliðsins. Annað hvort voru téðir leikmenn ekki valdir eða teknir út úr hópnum sem spilar gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM á næstu dögum, allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands, hefur ákveðið að sýna þolendum stuðning með því að sitja og þegja í samfleytt tólf mínútur í upphafi leikjanna. Það verður eflaust frekar undarlegt andrúmsloft á Laugardalsvelli þegar leikur Íslands og Rúmeníu verður flautaður á klukkan 18.45 annað kvöld. Margir ungir og efnilegir leikmenn eru í hópnum að þessu sinni en hér að neðan ætlum við að fara yfir reynsluboltana sem spila í Pepsi Max deildinni hér á landi. Hannes Þór Halldórsson, markvörður Það stefnir allt í að hinn 37 ára gamli Hannes Þór, markvörður Íslandsmeistara Vals, verði í byrjunarliði Íslands í leikjunum þremur. Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina ásamt Ögmundi Kristinssyni í síðasta landsliðsverkefni – æfingaleikjum gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi – en sá síðarnefndi er ekki í hópnum að þessu sinni. Rúnar Alex hefur lítið spilað undanfarið og fór í gær á lán til Belgíu þar sem hann vær vonandi að láta ljós sitt skína. Patrik Sigurður Gunnarsson er í sömu stöðu og Rúnar Alex nema hann fór á láni til Viking í Noregi. Hannes Þór er því í raun eini markvörður liðsins sem er í leikformi og má reikna með að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, treysti á reynsluna milli stanganna í komandi leikjum. Hannes Þór verður að öllum líkindum í marki Íslands í leikjunum þremur.Vísir/Getty Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður Hinn 36 ára gamli Birkir Már, liðsfélagi Hannesar hjá Íslandsmeisturum Vals, er á sínum stað í íslenska hópnum. Hann hefur sem stendur spilað 98 A-landsleiki og vantar því aðeins tvo í hundraðið. Það gæti farið svo að það náist nú á næstu dögum en Birkir Már og Alfons Sampsted, bakvörður Noregsmeistara Bodø/Glimt, eru einu hægri bakverðirnir í íslenska hópnum. Alfons hefur hins vegar verið að eigna sér stöðu hægri bakvarðar landsliðsins frá því að Arnar Þór tók við. Hvort farið verði í reynsluna eður ei er ljóst að Birkir Már mun styðja vel við bakið á Alfons og öfugt þegar í ljós kemur hvor byrjar og hvor þarf að verma varamannabekkinn. Birkir Már Sævarsson fagnar sigrinum gegn Englendingum sem tryggði Íslandi sæti í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016.Getty/Federico Gambarini Kári Árnason, miðvörður Miðvörðurinn magnaði er elstur af þremenningunum en Kári fagnar 39 ára afmæli sínu um miðbik októbermánaðar. Hann er einn fjögurra miðvarða í íslenska hópnum og má reikna með að hann komi við sögu í allavega einum leik af þessum þremur sem eru framundan. Kári hefur verið hreint út sagt frábær í liði Víkinga í sumar en Fossvogspiltar eru í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Það er að mörgu leyti hæfileikum Kára að þakka en hann hefur límt vörn liðsins saman. Kári tók ekki þátt á allri æfingu landsliðsins í gær. Ræddi hann við Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfara, áður en hann hélt inn í klefa. Arnar Þór staðfesti á blaðamannafundi eftir æfingu að Kári væri enn að ná sér eftir síðasta leik með Víking en sökum aldurs þyrfti Kári aðeins meira viðhald en aðrir leikmenn liðsins. „Kári er næstum því jafn gamall og ég. Hann er samt á réttri leið fyrir leikinn á fimmtudag,“ sagði Arnar Þór og gaf sterklega til kynna að Kári yrði í byrjunarliði Íslands gegn Rúmeníu á morgun. Á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði Arnar Þór Viðarsson að hann treysti á eldri leikmenn liðsins til að halda utan um þá yngri í komandi verkefni og aðstoða þá við að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu. Þá vildi Arnar Þór ekki gefa upp hver yrði fyrirliði í komandi verkefni og mögulega yrði það breytilegt milli leikja. Það kæmi þó ekki á óvart ef það yrði einhver af reynsluboltunum hér að ofan. Kári Árnason í leiknum súra gegn Ungverjum á síðasta ári.EPA-EFE/Tibor Illyes
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Sjá meira