Ísak kostaði FCK rúmar 700 milljónir og ÍA græðir á tá og fingri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 12:00 Ísak Bergmann í leik gegn Mexíkó. Ronald Martinez/Getty Images Talið er að FC Kaupmannahöfn hafi greitt rúmlega 730 milljónir íslenskra króna fyrir hinn 18 ára gamla Ísak Bergmann Jóhannesson. Kemur þetta fram á vef Sportbladet í Svíþjóð en FCK keypti Ísak Bergmann frá IFK Norrköping. ÍA gæti fengið vel á annað hundrað milljóna króna í sinn hlut. Vistaskipti Ísaks Bergmanns komu verulega á óvart enda alls ekki búist við því að leikmaðurinn yrði seldur í þessum glugga og hvað þá innan Norðurlandanna. Samkvæmt Sakarias Mårdh, formanni Norrköping, var tilboð FC Kaupmannahöfn einfaldlega of gott til að hægt væri að neita því. Aðeins var rúmlega hálftími til lokunar félagaskiptagluggans þegar Norrköping gaf út tilkynningu þess efnis að hinn bráðefnilegi Ísak Bergmann hefði verið seldur. Samkvæmt danska miðlinum BT Sport var kaupverðið rúmar 30 milljónir sænskra króna eða 440 milljónir íslenskra króna. Mårdh staðfesti hins vegar að verðið væri mun hærra, um 50 milljónir sænskar samkvæmt heimildum Sportbladet eða 730 milljónir íslenskar. FC Kaupmannahöfn var langt því frá eina liðið sem var að íhuga að festa kaup á íslenska landsliðsmanninum en á endanum var það eina liðið sem var tilbúið að borga uppsett verð. Samkvæmt heimildum 433.is fær ÍA, uppeldisfélag Ísaks Bergmanns, um 20 prósent af heildarupphæðinni sem leikmaðurinn var seldur fyrir. Miðað við það eru Skagamenn í þann mund að fá rúmar 150 milljónir íslenskra króna lagðar inn bankabók félagsins. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, sagði við Vísi að rétt væri að ÍA hefði samið um að fá hluta af kaupverðinu vegna sölu á Ísaki frá Norrköping. Um væri vissulega að ræða umtalsverða búbót fyrir félagið en hann vildi þó ekki segja hve mikla. Mårdh sagði einnig að hann hefði rætt við Ísak um að þetta væri góð lending. Hann færi í stærra lið en fengi að spila nóg til að þróa leik sinn áfram. „Þetta er rökrétt skref fyrir jafn metnaðarfullan leikmann og Ísak Bergmann,“ sagði hann að lokum. Fótbolti Danski boltinn ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira
Vistaskipti Ísaks Bergmanns komu verulega á óvart enda alls ekki búist við því að leikmaðurinn yrði seldur í þessum glugga og hvað þá innan Norðurlandanna. Samkvæmt Sakarias Mårdh, formanni Norrköping, var tilboð FC Kaupmannahöfn einfaldlega of gott til að hægt væri að neita því. Aðeins var rúmlega hálftími til lokunar félagaskiptagluggans þegar Norrköping gaf út tilkynningu þess efnis að hinn bráðefnilegi Ísak Bergmann hefði verið seldur. Samkvæmt danska miðlinum BT Sport var kaupverðið rúmar 30 milljónir sænskra króna eða 440 milljónir íslenskra króna. Mårdh staðfesti hins vegar að verðið væri mun hærra, um 50 milljónir sænskar samkvæmt heimildum Sportbladet eða 730 milljónir íslenskar. FC Kaupmannahöfn var langt því frá eina liðið sem var að íhuga að festa kaup á íslenska landsliðsmanninum en á endanum var það eina liðið sem var tilbúið að borga uppsett verð. Samkvæmt heimildum 433.is fær ÍA, uppeldisfélag Ísaks Bergmanns, um 20 prósent af heildarupphæðinni sem leikmaðurinn var seldur fyrir. Miðað við það eru Skagamenn í þann mund að fá rúmar 150 milljónir íslenskra króna lagðar inn bankabók félagsins. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, sagði við Vísi að rétt væri að ÍA hefði samið um að fá hluta af kaupverðinu vegna sölu á Ísaki frá Norrköping. Um væri vissulega að ræða umtalsverða búbót fyrir félagið en hann vildi þó ekki segja hve mikla. Mårdh sagði einnig að hann hefði rætt við Ísak um að þetta væri góð lending. Hann færi í stærra lið en fengi að spila nóg til að þróa leik sinn áfram. „Þetta er rökrétt skref fyrir jafn metnaðarfullan leikmann og Ísak Bergmann,“ sagði hann að lokum.
Fótbolti Danski boltinn ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira