Íslenski boltinn

FH fordæmir hvers kyns ofbeldishegðun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar Halldórsson er formaður FH.
Viðar Halldórsson er formaður FH. Vísir

FH hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðunnar um kynferðisofbeldi innan fótboltans á Íslandi. Þar fordæmir félagið hvers kyns ofbeldishegðun og vinna við viðbrögð við henni séu í forgangi.

Leiða má líkum að því að yfirlýsingin sé send út eftir að orðrómur fór af stað um að leikmaður FH hefði gerst sekur um kynferðisbrot.

Í yfirlýsingunni frá FH segir að fulltrúar félagsins hafi hitt Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur vegna viðbragða í ofbeldismálum. Sú vinna muni halda áfram og hafi forgang innan félagsins. Kolbrún, sem er verkefnastýra jafnréttismála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, leiðir nýjan starfshóp KSÍ sem er ætlað að halda utan um jafnréttismál hjá sambandinu.

Höfuðstöðvar FH í Kaplakrika.vísir/vilhelm

Undir yfirlýsingu FH skrifar Viðar Halldórsson, formaður félagsins. Í samtali við Vísi í gær sagði hann að ekki væri búið að rifta samningi við neinn leikmann eða starfsmann FH.

Yfirlýsing FH

Aðalstjórn FH er mjög meðvituð um umræðuna um ofbeldis- og kynferðisbrot innan knattspyrnunnar, tekur hana alvarlega og fordæmir hvers kyns ofbeldishegðun. Fulltrúar félagsins hafa hitt ráðgjafa og fulltrúa ÍSÍ, Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, vegna viðbragða í þessum erfiðu málum og mun sú vinna halda áfram og hafa forgang í starfi félagsins.

f.h. Fimleikafélags Hafnarfjarðar

Viðar Halldórsson

formaður aðalstjórnar
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.