Enski boltinn

Arsenal sótti varnarmann á lokametrum gluggans

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Takehiro Tomiyasu í leik með japanska landsliðinu.
Takehiro Tomiyasu í leik með japanska landsliðinu. Masashi Hara - FIFA/FIFA via Getty Images

Arsenal krækti í japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu frá ítalska félaginu Bologna á lokametrum félagsskiptagluggans í kvöld. Lundúnaliðið greiðir í kringum 23 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Tomiyasu er 22 ára varnarmaður sem getur bæði spilað sem hægri bakvörður og miðvörður, en hann gekk til liðs við Bologna árið 2019. Hann lék 61 deildarleik fyrir liðið og skoraði í þeim þrjú mörk.

Hann hefur einnig spilað með öllum yngri landsliðum Japan og þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 23 leiki fyrir A-landslið þjóðar sinnar.

Í sumar var Japaninn lengi vel orðaður við Tottenham, erkifjendur Arsenal.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.