Maðurinn býr í næsta nágrenni við Laugardalsvöllinn og var ósáttur við KSÍ vegna flóðlýsingar á vellinum, sem lýsi inn á heimili hans. Maðurinn yfirgaf sjálfur höfuðstöðvarnar.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði maðurinn líka í hótunum vegna málanna tengdum KSÍ sem hafa verið til umræðu og umfjöllunar undanfarna daga: afsögn stjórnar KSÍ vegna ofbeldismála af hálfu leikmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Stjórn félagsins og formaður þess sögðu af sér störfum eftir að þolandi ofbeldis af hálfu liðsmanns í karlalandsliðinu steig fram og greindi frá ofbeldinu og að sambandið hafi vitað af því.
Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um að málið hafi einnig tengst ofbeldismálum innan KSÍ.