Innlent

Heill bekkur í lækna­deild kominn í sótt­kví

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bekkurinn losnar ekki úr sóttkví fyrr en á mánudag, 6. september, þegar nemendur verða búnir að fara í seinni skimun fyrir veirunni.
Bekkurinn losnar ekki úr sóttkví fyrr en á mánudag, 6. september, þegar nemendur verða búnir að fara í seinni skimun fyrir veirunni. Vísir/Vilhelm

Heill bekkur í læknadeild við Háskóla Íslands er kominn í sóttkví og losnar ekki fyrr en næstkomandi mánudag. Þar til mun allt nám fara fram í fjarnámi.

Þetta staðfestir Þórarinn Guðjónsson, forseti læknadeildar við Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu. Hann segist ekki vita hvort nemandi eða kennari hafi greinst smitaður af veirunni eða hvort einhverjir kennarar séu komnir í sóttkví. 

Hann geti þá ekki svarað því á hvaða ári bekkurinn er í náminu en samkvæmt heimildum fréttastofu er bekkurinn á öðru ári í læknanámi. 

„Það kom upp smit og þá voru allir sendir í sóttkví, þannig að bekkurinn er í fjarnámi eins og okkur hefur verið lagt upp með að gera. Ég veit ekki hvernig staðan er á rakningunni núna í augnablikinu,“ segir Þórarinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×