Hjúkrunarfræðingurinn laus úr haldi lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 30. ágúst 2021 17:26 Geðdeild Landspítala við Hringbraut. Vísir/vilhelm Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana er laus úr haldi lögreglu. Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. Margeir segir að rannsókn haldi áfram og að skýrslutökur hafi farið fram síðustu daga. Hann vill lítið tjá sig um stöðu málsins að svo stöddu og segir það á mjög viðkvæmu stigi. Hjúkrunarfræðingurinn er á sjötugsaldri og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Landsréttur felldi þann dóm úr gildi og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að hafa konuna áfram í haldi vegna rannsóknarhagsmuna. Fjölskyldan harmi slegin Sjúklingurinn sem lést fyrr í mánuðinum var á sextugsaldri og hafði verið lögð inn á geðdeild Landspítalans þar sem hjúkrunarfræðingurinn starfaði. Ágúst Ólafsson, lögmaður fjölskyldu hinnar látnu, hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá lögreglu. „Fjölskylda hinnar látnu er harmi slegin og lítur málið allt mjög alvarlegum augum. Fjölskyldan fellir enga dóma fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir,“ segir hann í yfirlýsingu til fjölmiðla nú síðdegis. Samkvæmt heimildum fréttastofu útilokar lögregla hvorki að andlátið hafi borið að með ásetningi eða gáleysi og grunar lögreglu að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Heimildir fréttastofu herma að konan hafi kafnað í matmálstíma. Málið er einnig til rannsóknar hjá embætti landlæknis. Lögreglumál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útiloka hvorki ásetning né gáleysi Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar. 30. ágúst 2021 11:29 Segir Landspítalann notast við hugmyndafræði sem leyfi þvinganir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart. 29. ágúst 2021 22:52 Hjúkrunarfræðingur á Landspítala grunaður um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði. 29. ágúst 2021 11:55 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. Margeir segir að rannsókn haldi áfram og að skýrslutökur hafi farið fram síðustu daga. Hann vill lítið tjá sig um stöðu málsins að svo stöddu og segir það á mjög viðkvæmu stigi. Hjúkrunarfræðingurinn er á sjötugsaldri og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Landsréttur felldi þann dóm úr gildi og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að hafa konuna áfram í haldi vegna rannsóknarhagsmuna. Fjölskyldan harmi slegin Sjúklingurinn sem lést fyrr í mánuðinum var á sextugsaldri og hafði verið lögð inn á geðdeild Landspítalans þar sem hjúkrunarfræðingurinn starfaði. Ágúst Ólafsson, lögmaður fjölskyldu hinnar látnu, hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá lögreglu. „Fjölskylda hinnar látnu er harmi slegin og lítur málið allt mjög alvarlegum augum. Fjölskyldan fellir enga dóma fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir,“ segir hann í yfirlýsingu til fjölmiðla nú síðdegis. Samkvæmt heimildum fréttastofu útilokar lögregla hvorki að andlátið hafi borið að með ásetningi eða gáleysi og grunar lögreglu að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Heimildir fréttastofu herma að konan hafi kafnað í matmálstíma. Málið er einnig til rannsóknar hjá embætti landlæknis.
Lögreglumál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útiloka hvorki ásetning né gáleysi Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar. 30. ágúst 2021 11:29 Segir Landspítalann notast við hugmyndafræði sem leyfi þvinganir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart. 29. ágúst 2021 22:52 Hjúkrunarfræðingur á Landspítala grunaður um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði. 29. ágúst 2021 11:55 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Útiloka hvorki ásetning né gáleysi Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar. 30. ágúst 2021 11:29
Segir Landspítalann notast við hugmyndafræði sem leyfi þvinganir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart. 29. ágúst 2021 22:52
Hjúkrunarfræðingur á Landspítala grunaður um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði. 29. ágúst 2021 11:55