Mikael skrifaði undir fimm ára samning við Spezia en hann gengur í raðir þess næsta sumar.
Mikael Egill Ellertsson is a new player of #SpeziaCalcio
— Spezia Calcio English (@acspezia_en) August 30, 2021
https://t.co/c7IN5NtMfB pic.twitter.com/MtwuKNIyaI
Hinn nítján ára Mikael er annar tveggja nýliða í íslenska landsliðinu sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 í byrjun næsta mánaðar.
Í samtali við Vísi í síðustu viku sagðist Mikael ekki hafa búist við því að vera valinn í A-landsliðið núna. „Ég hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst. Þetta kom mér mjög mikið á óvart,“ sagði Mikael.
Á síðasta tímabili gerði Mikael góða hluti með varaliði SPAL og fyrr í þessum mánuði lék hann sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins í bikarleik gegn Frosinone. Hann kom svo inn á sem varamaður í 5-0 sigri á Pordenone í B-deildinni í gær.
Mikael kom til SPAL frá Fram sumarið 2018. Hann hafði þá leikið tólf leiki í deild og bikar fyrir Fram.