Vilja að skráningakerfi vegna ofbeldismála verði fært af pappír Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 13:44 Afbrotafræðingur segir nauðsynlegt að tiilkynningakerfi verði skýrt í ofbeldismálum. Vísir/Sigurjón Tilkynningar til barnaverndar vegna ofbeldis á heimilum eru iðulega sendar milli landshluta með bréfpósti. Afbrotafræðingur segir nauðsynlegt að tilkynningakerfi vegna ofbeldis sé samræmt og fært af pappír á netkerfi. „Stundum er þetta rafrænt, stundum er þetta á pappír og þá prentað út og sent með landpósti, sem þarf svo að fylgja eftir. Það er alls ekki nógu skilvirk. Auðvitað er það þannig í alvarlegum málum að þá er hringt á lögreglu og allt kerfið sett í gang en almennt er þetta bara sent í pappír,“ segir Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, sem fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Hún segir að leiti fullorðinn þolandi heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnun sé alltaf athugað hvort börn séu á heimilinu. Það sé þá í höndum heilbrigðisstarfsmanns að tilkynna ofbeldið til barnaverndar, sama hvort börnin verði vitni að ofbeldinu eða ekki, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Kerfið sé mjög misjafnt, sem bæta þurfi úr. Sama eigi við um kynferðisofbeldismál. Leiti þolendur kynferðisofbeldis til dæmis á bráðamóttöku í Fossvogi sé koman ekki skráð. „Þannig að ef ég kem á fimmtudegi út af kynferðisofbeldi í Fossvoginn þá er það skráð í sér neyðarmóttökugrunn, það er ekki skráð í sjúkraskrána mína. Þannig að ef mér líður illa út af þessu, fæ taugaáfall og lendi kannski inn á geðdeild helgina eftir þá veit enginn þar að ég varð fyrir kynferðisofbeldi bara fyrir nokkrum dögum,“ segir Drífa. „Viðkomandi starfsmaður sér það ekki í kerfinu mínu og ég þarf að segja honum það. Það mætti laga, skráin í kerfinu að þetta sé allt rafrænt. Fari beint úr sjúkraskrá til viðeigandi barnaverndar og að koman mín vegna kynferðisofbeldis sé bara skráð eins og hver önnur koma, hvort sem hún er út af fótbroti eða einhverju öðru.“ Starfshópurinn leggi til að kerfi, sem þegar er í notkun hjá Embætti landlæknis, verði tekið til notkunar í þessum málum. „Varðandi barnaverndartilkynningarnar, að þetta kerfi verði notað sem póstþjónn til að senda þessar tilkynningar til barnaverndar og svo að kynferðisofbeldismál verði bara skráð eins og önnur mál, aðrar komur og skráð inn í sjúkraskrárkerfið.“ Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Barnavernd Heilbrigðismál Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Stundum er þetta rafrænt, stundum er þetta á pappír og þá prentað út og sent með landpósti, sem þarf svo að fylgja eftir. Það er alls ekki nógu skilvirk. Auðvitað er það þannig í alvarlegum málum að þá er hringt á lögreglu og allt kerfið sett í gang en almennt er þetta bara sent í pappír,“ segir Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, sem fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Hún segir að leiti fullorðinn þolandi heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnun sé alltaf athugað hvort börn séu á heimilinu. Það sé þá í höndum heilbrigðisstarfsmanns að tilkynna ofbeldið til barnaverndar, sama hvort börnin verði vitni að ofbeldinu eða ekki, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Kerfið sé mjög misjafnt, sem bæta þurfi úr. Sama eigi við um kynferðisofbeldismál. Leiti þolendur kynferðisofbeldis til dæmis á bráðamóttöku í Fossvogi sé koman ekki skráð. „Þannig að ef ég kem á fimmtudegi út af kynferðisofbeldi í Fossvoginn þá er það skráð í sér neyðarmóttökugrunn, það er ekki skráð í sjúkraskrána mína. Þannig að ef mér líður illa út af þessu, fæ taugaáfall og lendi kannski inn á geðdeild helgina eftir þá veit enginn þar að ég varð fyrir kynferðisofbeldi bara fyrir nokkrum dögum,“ segir Drífa. „Viðkomandi starfsmaður sér það ekki í kerfinu mínu og ég þarf að segja honum það. Það mætti laga, skráin í kerfinu að þetta sé allt rafrænt. Fari beint úr sjúkraskrá til viðeigandi barnaverndar og að koman mín vegna kynferðisofbeldis sé bara skráð eins og hver önnur koma, hvort sem hún er út af fótbroti eða einhverju öðru.“ Starfshópurinn leggi til að kerfi, sem þegar er í notkun hjá Embætti landlæknis, verði tekið til notkunar í þessum málum. „Varðandi barnaverndartilkynningarnar, að þetta kerfi verði notað sem póstþjónn til að senda þessar tilkynningar til barnaverndar og svo að kynferðisofbeldismál verði bara skráð eins og önnur mál, aðrar komur og skráð inn í sjúkraskrárkerfið.“ Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Barnavernd Heilbrigðismál Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira