Öfgar og Bleiki fíllinn boða til mótmæla gegn KSÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 12:52 Boðað hefur verið til mótmæla vegna máls KSÍ fyrir utan höfuðstöðvar sambandsins. Vísir/Vilhelm Aðgerðahóparnir Öfgar öfgar og Bleiki fíllinn hafa boðað til mótmæla næstkomandi fimmtudag vegna máls KSÍ. Hóparnir segja að öll stjórn KSÍ verði að segja af sér, ekki aðeins formaður sambandsins. „Vegna yfirlýsingar KSÍ í gær er ljóst að það á að láta einn mann axla ábyrgð á gjörðum KSÍ og halda að það nægi. Við sem þjóð sjáum í gegn um þann gjörning,“ segir í tilkynningu frá Öfgum og Bleika fílnum. Vísað er til afsagnar Guðna Bergssonar, fyrrverandi formanns KSÍ, sem tilkynnti um afsögn sína í gær. Guðni tilkynnti afsögn sína í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. „Spilling sem þessi viðgengst ekki vegna eins manns auk þess sem þessi eitraða menning hefur verið við lýði mun lengur en Guðni hefur starfað innan KSÍ. Klara Bjartmarz [framkvæmdastjóri KSÍ] fékk hið umdeilda bréf, það eru sannanir fyrir því. Samt neitar hún fyrir það. Hún segist ekki hafa horft á Guðna í Kastljósi, hver trúir því?“ segir í tilkynningunni. „Í alvöru Klara, ef allt þetta gat viðgengist án þinnar vitundar, þá hlýturðu að sjá að þú ert ekki starfi þínu vaxin. Stjórnin verður að víkja, það sér það hver sál.“ Boðað er til mótmælanna næsta fimmtudag, 2. September klukkan 17. Yfirskrift mótmælanna er „Stjórnin út“. Öfgar og Bleiki fíllinn segja í tilkynningunni að auk miskabótamálsins sé ekki eina ofbeldismálið sem hafi viðgengist innan sambandsins. „Að auki eru heimildir fyrir því að annar varaformaður KSÍ hafi verið í gleðskap með kvennalandsliðinu þar sem þjálfarinn gerðist sekur um ólíðandi framkomu. Henni fannst það ekki eiga erindi við aðra í stjórn KSÍ og þagði með honum. Hann var látinn fara stuttu seinna,“ segir í tilkynningunni. „Það þarf að uppræta þessa eitruðu menningu. Það verður ekki gert með sömu stjórn og hefur viðhaldið henni. Íslensk knattspyrna og þolendur eiga betra skilið.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir ÍTF krefst þess að framkvæmdastjóri og stjórn KSÍ víki Stjórn Íslensks toppfótbolta, ÍTF, krefst þess að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og stjórn sambandsins stígi frá borði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. 30. ágúst 2021 12:46 „Þarf að hreinsa meira til en að láta Guðna einan bera þennan kross“ Óánægja er innan fótboltahreyfingarinnar á Íslandi með niðurstöðu maraþonfundar KSÍ um helgina. Að mati ÍTF, hagsmunasamtaka félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna, þarf að gera breytingar á stjórn KSÍ. 30. ágúst 2021 11:36 Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
„Vegna yfirlýsingar KSÍ í gær er ljóst að það á að láta einn mann axla ábyrgð á gjörðum KSÍ og halda að það nægi. Við sem þjóð sjáum í gegn um þann gjörning,“ segir í tilkynningu frá Öfgum og Bleika fílnum. Vísað er til afsagnar Guðna Bergssonar, fyrrverandi formanns KSÍ, sem tilkynnti um afsögn sína í gær. Guðni tilkynnti afsögn sína í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. „Spilling sem þessi viðgengst ekki vegna eins manns auk þess sem þessi eitraða menning hefur verið við lýði mun lengur en Guðni hefur starfað innan KSÍ. Klara Bjartmarz [framkvæmdastjóri KSÍ] fékk hið umdeilda bréf, það eru sannanir fyrir því. Samt neitar hún fyrir það. Hún segist ekki hafa horft á Guðna í Kastljósi, hver trúir því?“ segir í tilkynningunni. „Í alvöru Klara, ef allt þetta gat viðgengist án þinnar vitundar, þá hlýturðu að sjá að þú ert ekki starfi þínu vaxin. Stjórnin verður að víkja, það sér það hver sál.“ Boðað er til mótmælanna næsta fimmtudag, 2. September klukkan 17. Yfirskrift mótmælanna er „Stjórnin út“. Öfgar og Bleiki fíllinn segja í tilkynningunni að auk miskabótamálsins sé ekki eina ofbeldismálið sem hafi viðgengist innan sambandsins. „Að auki eru heimildir fyrir því að annar varaformaður KSÍ hafi verið í gleðskap með kvennalandsliðinu þar sem þjálfarinn gerðist sekur um ólíðandi framkomu. Henni fannst það ekki eiga erindi við aðra í stjórn KSÍ og þagði með honum. Hann var látinn fara stuttu seinna,“ segir í tilkynningunni. „Það þarf að uppræta þessa eitruðu menningu. Það verður ekki gert með sömu stjórn og hefur viðhaldið henni. Íslensk knattspyrna og þolendur eiga betra skilið.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir ÍTF krefst þess að framkvæmdastjóri og stjórn KSÍ víki Stjórn Íslensks toppfótbolta, ÍTF, krefst þess að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og stjórn sambandsins stígi frá borði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. 30. ágúst 2021 12:46 „Þarf að hreinsa meira til en að láta Guðna einan bera þennan kross“ Óánægja er innan fótboltahreyfingarinnar á Íslandi með niðurstöðu maraþonfundar KSÍ um helgina. Að mati ÍTF, hagsmunasamtaka félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna, þarf að gera breytingar á stjórn KSÍ. 30. ágúst 2021 11:36 Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
ÍTF krefst þess að framkvæmdastjóri og stjórn KSÍ víki Stjórn Íslensks toppfótbolta, ÍTF, krefst þess að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og stjórn sambandsins stígi frá borði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. 30. ágúst 2021 12:46
„Þarf að hreinsa meira til en að láta Guðna einan bera þennan kross“ Óánægja er innan fótboltahreyfingarinnar á Íslandi með niðurstöðu maraþonfundar KSÍ um helgina. Að mati ÍTF, hagsmunasamtaka félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna, þarf að gera breytingar á stjórn KSÍ. 30. ágúst 2021 11:36
Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52