Innlent

Kvöld­fréttir RÚV fram­vegis tákn­máls­túlkaðar og Tákn­máls­fréttir líða undir lok

Atli Ísleifsson skrifar
Táknmálsfréttir hafa verið á dagskrá RÚV frá árinu 1980.
Táknmálsfréttir hafa verið á dagskrá RÚV frá árinu 1980. Vísir/Vilhelm

Aðalkvöldfréttatími Ríkisútvarpsins verður framvegis túlkaður á táknmáli. Samhliða breytingunni munu Táknmálsfréttir líða undir lok en þær hafa verið á dagskrá síðan 1980.

Frá þessu greinir á vef RÚV. Segir frá því að RÚV hafi samið við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra um túlkun fréttatímans frá 1. september næstkomandi.

Á sama tíma verður byrjað að senda Krakkafréttir út með táknmálstúlkun á RÚV.

Í fréttinni segir að breytingin hafi komið í kjölfar þess að upplýsingafundir almannavarna og landlæknis vegna faraldurs kórónuveirunnar hafi frá upphafi verið táknmálstúlkaðir og að um svipað leyti hafi verið byrjað að senda sjónvarpsfréttir út með táknmálstúlkun á RÚV og á netinu.

Slíkt hafi mælst vel fyrir og verður því framhald á.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×