Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2021 10:52 Kolbeinn Sigþórsson í leik gegn Rúmeníu síðasta haust. Hann verður ekki með gegn Rúmenum á fimmtudag. vísir/vilhelm Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. Samkvæmt yfirlýsingu KSÍ var það ekki ákvörðun Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara að þeir Kolbeinn og Rúnar færu úr hópnum. Það var ákvörðun stjórnar KSÍ að Kolbeinn viki sæti en Rúnar, sem skoraði í 4-1 sigri Cluj gegn FCSB í Rúmeníu í gær, dró sig úr hópnum „vegna meiðsla og persónulegra ástæðna“ að því er segir í yfirlýsingunni. Ákvörðun stjórnar KSÍ kemur í kjölfar fundahalda um helgina sem enduðu með því að Guðni Bergsson hætti sem formaður, eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Þórhildur Gyða greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Samkvæmt upplýsingum Vísis er leikmaðurinn sem um ræðir Kolbeinn Sigþórsson. Faðir Þórhildar sendi Guðna, Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra og fleira starfsfólki KSÍ bréf í mars 2018, eftir að Kolbeinn hafði verið valinn í landsliðshópinn að nýju. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með það að maður sem dóttir hans hefði kært fyrir líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni væri kominn aftur í landsliðið. Landsliðið var þá samankomið í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim eftir bréf föður Þórhildar en á þeim tíma var ástæðan sögð vera meiðsli hans. Þórhildur Gyða sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða þess að hún stigi fram væri ekki sú að hún ætti enn eitthvað sökótt við leikmanninn. Hann hefði gengist við broti sínu. Þórhildur var ósátt við orð formanns KSÍ sem sagði ekkert kynferðisofbeldismál hafa komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Hún hafi fundið til ábyrgðar og því stigið fram. Kolbeinn hefur frá árinu 2018 leikið 20 leiki fyrir íslenska landsliðið. Hann á alls að baki 64 A-landsleiki og deilir markameti landsliðsins með Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa skorað 26 mörk hvor. Breytingarnar tvær á landsliðshópnum eru gerðar fyrir leiki við Rúmeníu á fimmtudag og svo Norður-Makedóníu og Þýskalandi, í undankeppni HM. Í stað Kolbeins og Rúnars koma Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík í dag og mætir svo Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og loks Þýskalandi 8. september. HM 2022 í Katar KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 „Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29. ágúst 2021 21:17 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Fleiri fréttir Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu KSÍ var það ekki ákvörðun Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara að þeir Kolbeinn og Rúnar færu úr hópnum. Það var ákvörðun stjórnar KSÍ að Kolbeinn viki sæti en Rúnar, sem skoraði í 4-1 sigri Cluj gegn FCSB í Rúmeníu í gær, dró sig úr hópnum „vegna meiðsla og persónulegra ástæðna“ að því er segir í yfirlýsingunni. Ákvörðun stjórnar KSÍ kemur í kjölfar fundahalda um helgina sem enduðu með því að Guðni Bergsson hætti sem formaður, eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Þórhildur Gyða greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Samkvæmt upplýsingum Vísis er leikmaðurinn sem um ræðir Kolbeinn Sigþórsson. Faðir Þórhildar sendi Guðna, Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra og fleira starfsfólki KSÍ bréf í mars 2018, eftir að Kolbeinn hafði verið valinn í landsliðshópinn að nýju. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með það að maður sem dóttir hans hefði kært fyrir líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni væri kominn aftur í landsliðið. Landsliðið var þá samankomið í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim eftir bréf föður Þórhildar en á þeim tíma var ástæðan sögð vera meiðsli hans. Þórhildur Gyða sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða þess að hún stigi fram væri ekki sú að hún ætti enn eitthvað sökótt við leikmanninn. Hann hefði gengist við broti sínu. Þórhildur var ósátt við orð formanns KSÍ sem sagði ekkert kynferðisofbeldismál hafa komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Hún hafi fundið til ábyrgðar og því stigið fram. Kolbeinn hefur frá árinu 2018 leikið 20 leiki fyrir íslenska landsliðið. Hann á alls að baki 64 A-landsleiki og deilir markameti landsliðsins með Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa skorað 26 mörk hvor. Breytingarnar tvær á landsliðshópnum eru gerðar fyrir leiki við Rúmeníu á fimmtudag og svo Norður-Makedóníu og Þýskalandi, í undankeppni HM. Í stað Kolbeins og Rúnars koma Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík í dag og mætir svo Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og loks Þýskalandi 8. september.
HM 2022 í Katar KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 „Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29. ágúst 2021 21:17 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Fleiri fréttir Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Sjá meira
Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59
„Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29. ágúst 2021 21:17
Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06