Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2021 10:52 Kolbeinn Sigþórsson í leik gegn Rúmeníu síðasta haust. Hann verður ekki með gegn Rúmenum á fimmtudag. vísir/vilhelm Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. Samkvæmt yfirlýsingu KSÍ var það ekki ákvörðun Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara að þeir Kolbeinn og Rúnar færu úr hópnum. Það var ákvörðun stjórnar KSÍ að Kolbeinn viki sæti en Rúnar, sem skoraði í 4-1 sigri Cluj gegn FCSB í Rúmeníu í gær, dró sig úr hópnum „vegna meiðsla og persónulegra ástæðna“ að því er segir í yfirlýsingunni. Ákvörðun stjórnar KSÍ kemur í kjölfar fundahalda um helgina sem enduðu með því að Guðni Bergsson hætti sem formaður, eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Þórhildur Gyða greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Samkvæmt upplýsingum Vísis er leikmaðurinn sem um ræðir Kolbeinn Sigþórsson. Faðir Þórhildar sendi Guðna, Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra og fleira starfsfólki KSÍ bréf í mars 2018, eftir að Kolbeinn hafði verið valinn í landsliðshópinn að nýju. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með það að maður sem dóttir hans hefði kært fyrir líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni væri kominn aftur í landsliðið. Landsliðið var þá samankomið í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim eftir bréf föður Þórhildar en á þeim tíma var ástæðan sögð vera meiðsli hans. Þórhildur Gyða sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða þess að hún stigi fram væri ekki sú að hún ætti enn eitthvað sökótt við leikmanninn. Hann hefði gengist við broti sínu. Þórhildur var ósátt við orð formanns KSÍ sem sagði ekkert kynferðisofbeldismál hafa komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Hún hafi fundið til ábyrgðar og því stigið fram. Kolbeinn hefur frá árinu 2018 leikið 20 leiki fyrir íslenska landsliðið. Hann á alls að baki 64 A-landsleiki og deilir markameti landsliðsins með Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa skorað 26 mörk hvor. Breytingarnar tvær á landsliðshópnum eru gerðar fyrir leiki við Rúmeníu á fimmtudag og svo Norður-Makedóníu og Þýskalandi, í undankeppni HM. Í stað Kolbeins og Rúnars koma Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík í dag og mætir svo Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og loks Þýskalandi 8. september. HM 2022 í Katar KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 „Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29. ágúst 2021 21:17 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu KSÍ var það ekki ákvörðun Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara að þeir Kolbeinn og Rúnar færu úr hópnum. Það var ákvörðun stjórnar KSÍ að Kolbeinn viki sæti en Rúnar, sem skoraði í 4-1 sigri Cluj gegn FCSB í Rúmeníu í gær, dró sig úr hópnum „vegna meiðsla og persónulegra ástæðna“ að því er segir í yfirlýsingunni. Ákvörðun stjórnar KSÍ kemur í kjölfar fundahalda um helgina sem enduðu með því að Guðni Bergsson hætti sem formaður, eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Þórhildur Gyða greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Samkvæmt upplýsingum Vísis er leikmaðurinn sem um ræðir Kolbeinn Sigþórsson. Faðir Þórhildar sendi Guðna, Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra og fleira starfsfólki KSÍ bréf í mars 2018, eftir að Kolbeinn hafði verið valinn í landsliðshópinn að nýju. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með það að maður sem dóttir hans hefði kært fyrir líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni væri kominn aftur í landsliðið. Landsliðið var þá samankomið í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim eftir bréf föður Þórhildar en á þeim tíma var ástæðan sögð vera meiðsli hans. Þórhildur Gyða sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða þess að hún stigi fram væri ekki sú að hún ætti enn eitthvað sökótt við leikmanninn. Hann hefði gengist við broti sínu. Þórhildur var ósátt við orð formanns KSÍ sem sagði ekkert kynferðisofbeldismál hafa komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Hún hafi fundið til ábyrgðar og því stigið fram. Kolbeinn hefur frá árinu 2018 leikið 20 leiki fyrir íslenska landsliðið. Hann á alls að baki 64 A-landsleiki og deilir markameti landsliðsins með Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa skorað 26 mörk hvor. Breytingarnar tvær á landsliðshópnum eru gerðar fyrir leiki við Rúmeníu á fimmtudag og svo Norður-Makedóníu og Þýskalandi, í undankeppni HM. Í stað Kolbeins og Rúnars koma Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík í dag og mætir svo Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og loks Þýskalandi 8. september.
HM 2022 í Katar KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 „Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29. ágúst 2021 21:17 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59
„Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29. ágúst 2021 21:17
Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06