Þolkappreið yfir hálendið frá Skagafirði til Þingvalla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. ágúst 2021 15:08 Hermann hafði mjög gaman af keppninni og hvetur til þess að fleiri slíkar keppnir verði haldnar. Landssamband hestamanna Íslenski hesturinn sannaði enn og aftur hversu magnaður hann er í fjögurra daga þolkappreiða keppni yfir hálendið, sem lauk í gær. Hver knapi reið um 70 kílómetra á dag, tveir Íslendingar og tveir útlendingar. Landssamband hestamanna er að fara af stað með metnaðarfullt og spennandi verkefni, sem talið er að eigi eftir að geta borið hróður íslenska hestsins jafnvel enn lengra en nú er, og þá með áherslu á þol, kjark, kraft og íslenska náttúru. Um er að ræða þolkappreið þvert yfir landið, eða frá frá Skagafirði á Þingvelli í anda mongólíukappreiðanna þar sem hver knapi ríður 70 kílómetra á dag í óbyggðum Íslands. Fjögurra daga prufukeppni lauk í gær með fjórum liðum, Íslendingum og útlendingum. Hermann Árnason var einn af þeim, sem keppti. „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlega vel heppnað myndi ég segja og mjög góð lið öllsömul en þau voru frá Eldhestum, Íslandshestum, Riding Iceland Saltvík og ég var nokkurskonar heiðursfélagi,“ segir Hermann. Hermann og Iðunn í þolkappreiðunum.Landssamband hestamanna Hvert lið var með þrjá hesta og einn keppanda en notaðir eru tveir hestar yfir daginn og kílómetrunum 70 á hverjum degi skipti á tvo hesta. Dýralæknir var með í för og fylgdist mjög vel með hestunum. Iðunn Bjarnadóttir með verðlaunin sín við hliðina á einum af hestinum, sem hún keppti á.Landssamband hestamanna Var ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, gríðarlega gaman, þetta voru náttúrlega hörku keppendur.“ Var bara riðið stökk allan tíman eða? „Nei, nei, maður getur sagt að drýgst sé að fara góðan og drjúgan ferðahraða. Við vorum yfirleitt að ríða 35 kílómetra í einni beitt, auðvitað mega menn stoppa og teyma, vatna og allt svoleiðis. Menn verða þó að fara ríðandi af stað og koma ríðandi í mark,“ segir Hermann. Hermann segist vonast til að Landssamband hestamanna geri þolreiðakeppni á árlegum viðburðum hér eftir með nokkrum liðum til að vekja enn frekari athygli á hversu megnugur íslenski hesturinn er. Keppendurnir fjórir með verðlaun og hestana sína eftir vel heppnaða og skemmtilega keppi.Landssamband hestamanna Úrslit keppninnar voru þessi: Í fyrsta sæti var Iðunn Bjarnadóttir á 18 klst. og 40 mínútum, en hún keppti fyrir lið Riding Iceland Saltvík. Í öðru sæti varð Annie Whelan frá Bandaríkjunum á 18 klst. og 52 mínútum, en hún keppti fyrir lið Íslandshesta. Í þriðja sæti varð Hermann Árnason á 19 klst. og 3 mínútum, en hann keppti fyrir lið Hermanns hestaferða. Fjórði varð Musse Hasselvall frá Svíþjóð á 19 klst. og 4 mínútum en hann keppti fyrir lið Eldhesta. Frétt á vef Landssambands hestamanna um þolkappreiðarnar Landbúnaður Hestar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Landssamband hestamanna er að fara af stað með metnaðarfullt og spennandi verkefni, sem talið er að eigi eftir að geta borið hróður íslenska hestsins jafnvel enn lengra en nú er, og þá með áherslu á þol, kjark, kraft og íslenska náttúru. Um er að ræða þolkappreið þvert yfir landið, eða frá frá Skagafirði á Þingvelli í anda mongólíukappreiðanna þar sem hver knapi ríður 70 kílómetra á dag í óbyggðum Íslands. Fjögurra daga prufukeppni lauk í gær með fjórum liðum, Íslendingum og útlendingum. Hermann Árnason var einn af þeim, sem keppti. „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlega vel heppnað myndi ég segja og mjög góð lið öllsömul en þau voru frá Eldhestum, Íslandshestum, Riding Iceland Saltvík og ég var nokkurskonar heiðursfélagi,“ segir Hermann. Hermann og Iðunn í þolkappreiðunum.Landssamband hestamanna Hvert lið var með þrjá hesta og einn keppanda en notaðir eru tveir hestar yfir daginn og kílómetrunum 70 á hverjum degi skipti á tvo hesta. Dýralæknir var með í för og fylgdist mjög vel með hestunum. Iðunn Bjarnadóttir með verðlaunin sín við hliðina á einum af hestinum, sem hún keppti á.Landssamband hestamanna Var ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, gríðarlega gaman, þetta voru náttúrlega hörku keppendur.“ Var bara riðið stökk allan tíman eða? „Nei, nei, maður getur sagt að drýgst sé að fara góðan og drjúgan ferðahraða. Við vorum yfirleitt að ríða 35 kílómetra í einni beitt, auðvitað mega menn stoppa og teyma, vatna og allt svoleiðis. Menn verða þó að fara ríðandi af stað og koma ríðandi í mark,“ segir Hermann. Hermann segist vonast til að Landssamband hestamanna geri þolreiðakeppni á árlegum viðburðum hér eftir með nokkrum liðum til að vekja enn frekari athygli á hversu megnugur íslenski hesturinn er. Keppendurnir fjórir með verðlaun og hestana sína eftir vel heppnaða og skemmtilega keppi.Landssamband hestamanna Úrslit keppninnar voru þessi: Í fyrsta sæti var Iðunn Bjarnadóttir á 18 klst. og 40 mínútum, en hún keppti fyrir lið Riding Iceland Saltvík. Í öðru sæti varð Annie Whelan frá Bandaríkjunum á 18 klst. og 52 mínútum, en hún keppti fyrir lið Íslandshesta. Í þriðja sæti varð Hermann Árnason á 19 klst. og 3 mínútum, en hann keppti fyrir lið Hermanns hestaferða. Fjórði varð Musse Hasselvall frá Svíþjóð á 19 klst. og 4 mínútum en hann keppti fyrir lið Eldhesta. Frétt á vef Landssambands hestamanna um þolkappreiðarnar
Landbúnaður Hestar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira