Sósíalisti kallar formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 13:08 María Lilja Þrastardóttir (t.v.) sakar Þorstein Gunnarsson (t.h.) um að vera nasista í tísti um skipan hans sem formanns kærunefndar útlendingamála. Sósíalistaflokkurinn/dómsmálaráðuneytið Frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavík kallar Þorstein Gunnarsson, nýskipaðan formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ í færslu á samfélagsmiðli. Þorsteinn var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði skipað Þorstein formann kærunefndar útlendingamála frá og með mánaðamótum á föstudag. Þorsteinn hefur starfað um árabil hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem staðgengill forstjóra og á tímabili sem settur forstjóri. Sem slíkur hefur Þorsteinn oft haft orð fyrir Útlendingastofnun í umdeildum málum, ekki síst varðandi málefni hælisleitenda sem íslensk stjórnvöld hafa vísað úr landi undanfarin misseri og ár. Skipan Þorsteins yfir áfrýjunarnefnd sem tekur til úrskurðar mál frá stofnuninni sem hann stýrði áður hefur því vakið gagnrýni. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka hælisleitenda á Íslandi, sagði skipun Þorsteins koma á óvart í ljósi þess að hann hefði verið í forsvari fyrir „mjög harkalega og fólksfjandsamlega stefnu“ Útlendingastofnunar. Harkalegustu viðbrögðin við skipan Þorsteins komu þó frá Maríu Lilju Þrastardóttur, fyrrverandi blaðamanni og frambjóðanda í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Nú munu kærur v. ÚTL [innskot blm. vegna Útlendingastofnunar] vera í höndum nasista,“ tísti María Lilja um að Áslaug Arna hefði skipað Þorsteinn í embættið í gær. Hvatti hún fólk meðal annars til þess að muna andlit Þorsteins og fyrri verk. Áslaug Arna skipaði Þorstein Gunnarsson formann Kærunefndar útlendingamála. Nú munu kærur v. ÚTL vera í höndum nasista. Hann ráðstafar fé, stýrir afgreiðslu kærumála og tekur ákvarðanir um rannsókn og gagnaöflun. Sanngjarnt?Munið andlit hans og fyrri verk. pic.twitter.com/BP1obCxa53— María Lilja (@1312Mayhem) August 29, 2021 Með tístinu fylgdu skjáskot af fyrirsögnum frétta fjölmiðla þar sem Þorsteinn ver aðgerðir og stefnu Útlendingastofnunar undanfarin ár. Spyr María Lilja hvort það sé sanngjarnt að Þorsteinn ráðstafi fé, stýrir afgreiðslu kærumála og taki ákvarðanir um gagnaöflun. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og úrskurða í kærumálum sem falla undir útlendingalög, sérstaklega hvað varðar dvöl og búsetu útlendinga á Íslandi og rétt til alþjóðlegrar verndar. Nefndin hefur ekki umönnun umsækjenda um alþjóðlega vernd á sinni könnu og Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóri sjá um að framkvæma úrskurði hennar. Nasistar voru fasísk samtök öfgaþjóðernissinna sem komust til valda í Þýskalandi á millistríðsárunum á síðustu öld. Undir stjórn Adolfs Hitler, leiðtoga síns, hófu nasistar ofsóknir gegn gyðingum, kommúnistum, samkynheigðum og ýmsum minnihlutahópum. Þær náðu hámarki sínu í helförinni, kerfisbundinni útrýmingu gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Áætlað er að nasistar og samverkamenn þeirra hafi tekið um sex milljónir gyðinga af lífi á stríðsárunum. Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið tilkynnti að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði skipað Þorstein formann kærunefndar útlendingamála frá og með mánaðamótum á föstudag. Þorsteinn hefur starfað um árabil hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem staðgengill forstjóra og á tímabili sem settur forstjóri. Sem slíkur hefur Þorsteinn oft haft orð fyrir Útlendingastofnun í umdeildum málum, ekki síst varðandi málefni hælisleitenda sem íslensk stjórnvöld hafa vísað úr landi undanfarin misseri og ár. Skipan Þorsteins yfir áfrýjunarnefnd sem tekur til úrskurðar mál frá stofnuninni sem hann stýrði áður hefur því vakið gagnrýni. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka hælisleitenda á Íslandi, sagði skipun Þorsteins koma á óvart í ljósi þess að hann hefði verið í forsvari fyrir „mjög harkalega og fólksfjandsamlega stefnu“ Útlendingastofnunar. Harkalegustu viðbrögðin við skipan Þorsteins komu þó frá Maríu Lilju Þrastardóttur, fyrrverandi blaðamanni og frambjóðanda í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Nú munu kærur v. ÚTL [innskot blm. vegna Útlendingastofnunar] vera í höndum nasista,“ tísti María Lilja um að Áslaug Arna hefði skipað Þorsteinn í embættið í gær. Hvatti hún fólk meðal annars til þess að muna andlit Þorsteins og fyrri verk. Áslaug Arna skipaði Þorstein Gunnarsson formann Kærunefndar útlendingamála. Nú munu kærur v. ÚTL vera í höndum nasista. Hann ráðstafar fé, stýrir afgreiðslu kærumála og tekur ákvarðanir um rannsókn og gagnaöflun. Sanngjarnt?Munið andlit hans og fyrri verk. pic.twitter.com/BP1obCxa53— María Lilja (@1312Mayhem) August 29, 2021 Með tístinu fylgdu skjáskot af fyrirsögnum frétta fjölmiðla þar sem Þorsteinn ver aðgerðir og stefnu Útlendingastofnunar undanfarin ár. Spyr María Lilja hvort það sé sanngjarnt að Þorsteinn ráðstafi fé, stýrir afgreiðslu kærumála og taki ákvarðanir um gagnaöflun. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og úrskurða í kærumálum sem falla undir útlendingalög, sérstaklega hvað varðar dvöl og búsetu útlendinga á Íslandi og rétt til alþjóðlegrar verndar. Nefndin hefur ekki umönnun umsækjenda um alþjóðlega vernd á sinni könnu og Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóri sjá um að framkvæma úrskurði hennar. Nasistar voru fasísk samtök öfgaþjóðernissinna sem komust til valda í Þýskalandi á millistríðsárunum á síðustu öld. Undir stjórn Adolfs Hitler, leiðtoga síns, hófu nasistar ofsóknir gegn gyðingum, kommúnistum, samkynheigðum og ýmsum minnihlutahópum. Þær náðu hámarki sínu í helförinni, kerfisbundinni útrýmingu gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Áætlað er að nasistar og samverkamenn þeirra hafi tekið um sex milljónir gyðinga af lífi á stríðsárunum.
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira