Sósíalisti kallar formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 13:08 María Lilja Þrastardóttir (t.v.) sakar Þorstein Gunnarsson (t.h.) um að vera nasista í tísti um skipan hans sem formanns kærunefndar útlendingamála. Sósíalistaflokkurinn/dómsmálaráðuneytið Frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavík kallar Þorstein Gunnarsson, nýskipaðan formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ í færslu á samfélagsmiðli. Þorsteinn var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði skipað Þorstein formann kærunefndar útlendingamála frá og með mánaðamótum á föstudag. Þorsteinn hefur starfað um árabil hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem staðgengill forstjóra og á tímabili sem settur forstjóri. Sem slíkur hefur Þorsteinn oft haft orð fyrir Útlendingastofnun í umdeildum málum, ekki síst varðandi málefni hælisleitenda sem íslensk stjórnvöld hafa vísað úr landi undanfarin misseri og ár. Skipan Þorsteins yfir áfrýjunarnefnd sem tekur til úrskurðar mál frá stofnuninni sem hann stýrði áður hefur því vakið gagnrýni. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka hælisleitenda á Íslandi, sagði skipun Þorsteins koma á óvart í ljósi þess að hann hefði verið í forsvari fyrir „mjög harkalega og fólksfjandsamlega stefnu“ Útlendingastofnunar. Harkalegustu viðbrögðin við skipan Þorsteins komu þó frá Maríu Lilju Þrastardóttur, fyrrverandi blaðamanni og frambjóðanda í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Nú munu kærur v. ÚTL [innskot blm. vegna Útlendingastofnunar] vera í höndum nasista,“ tísti María Lilja um að Áslaug Arna hefði skipað Þorsteinn í embættið í gær. Hvatti hún fólk meðal annars til þess að muna andlit Þorsteins og fyrri verk. Áslaug Arna skipaði Þorstein Gunnarsson formann Kærunefndar útlendingamála. Nú munu kærur v. ÚTL vera í höndum nasista. Hann ráðstafar fé, stýrir afgreiðslu kærumála og tekur ákvarðanir um rannsókn og gagnaöflun. Sanngjarnt?Munið andlit hans og fyrri verk. pic.twitter.com/BP1obCxa53— María Lilja (@1312Mayhem) August 29, 2021 Með tístinu fylgdu skjáskot af fyrirsögnum frétta fjölmiðla þar sem Þorsteinn ver aðgerðir og stefnu Útlendingastofnunar undanfarin ár. Spyr María Lilja hvort það sé sanngjarnt að Þorsteinn ráðstafi fé, stýrir afgreiðslu kærumála og taki ákvarðanir um gagnaöflun. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og úrskurða í kærumálum sem falla undir útlendingalög, sérstaklega hvað varðar dvöl og búsetu útlendinga á Íslandi og rétt til alþjóðlegrar verndar. Nefndin hefur ekki umönnun umsækjenda um alþjóðlega vernd á sinni könnu og Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóri sjá um að framkvæma úrskurði hennar. Nasistar voru fasísk samtök öfgaþjóðernissinna sem komust til valda í Þýskalandi á millistríðsárunum á síðustu öld. Undir stjórn Adolfs Hitler, leiðtoga síns, hófu nasistar ofsóknir gegn gyðingum, kommúnistum, samkynheigðum og ýmsum minnihlutahópum. Þær náðu hámarki sínu í helförinni, kerfisbundinni útrýmingu gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Áætlað er að nasistar og samverkamenn þeirra hafi tekið um sex milljónir gyðinga af lífi á stríðsárunum. Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið tilkynnti að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði skipað Þorstein formann kærunefndar útlendingamála frá og með mánaðamótum á föstudag. Þorsteinn hefur starfað um árabil hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem staðgengill forstjóra og á tímabili sem settur forstjóri. Sem slíkur hefur Þorsteinn oft haft orð fyrir Útlendingastofnun í umdeildum málum, ekki síst varðandi málefni hælisleitenda sem íslensk stjórnvöld hafa vísað úr landi undanfarin misseri og ár. Skipan Þorsteins yfir áfrýjunarnefnd sem tekur til úrskurðar mál frá stofnuninni sem hann stýrði áður hefur því vakið gagnrýni. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka hælisleitenda á Íslandi, sagði skipun Þorsteins koma á óvart í ljósi þess að hann hefði verið í forsvari fyrir „mjög harkalega og fólksfjandsamlega stefnu“ Útlendingastofnunar. Harkalegustu viðbrögðin við skipan Þorsteins komu þó frá Maríu Lilju Þrastardóttur, fyrrverandi blaðamanni og frambjóðanda í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Nú munu kærur v. ÚTL [innskot blm. vegna Útlendingastofnunar] vera í höndum nasista,“ tísti María Lilja um að Áslaug Arna hefði skipað Þorsteinn í embættið í gær. Hvatti hún fólk meðal annars til þess að muna andlit Þorsteins og fyrri verk. Áslaug Arna skipaði Þorstein Gunnarsson formann Kærunefndar útlendingamála. Nú munu kærur v. ÚTL vera í höndum nasista. Hann ráðstafar fé, stýrir afgreiðslu kærumála og tekur ákvarðanir um rannsókn og gagnaöflun. Sanngjarnt?Munið andlit hans og fyrri verk. pic.twitter.com/BP1obCxa53— María Lilja (@1312Mayhem) August 29, 2021 Með tístinu fylgdu skjáskot af fyrirsögnum frétta fjölmiðla þar sem Þorsteinn ver aðgerðir og stefnu Útlendingastofnunar undanfarin ár. Spyr María Lilja hvort það sé sanngjarnt að Þorsteinn ráðstafi fé, stýrir afgreiðslu kærumála og taki ákvarðanir um gagnaöflun. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og úrskurða í kærumálum sem falla undir útlendingalög, sérstaklega hvað varðar dvöl og búsetu útlendinga á Íslandi og rétt til alþjóðlegrar verndar. Nefndin hefur ekki umönnun umsækjenda um alþjóðlega vernd á sinni könnu og Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóri sjá um að framkvæma úrskurði hennar. Nasistar voru fasísk samtök öfgaþjóðernissinna sem komust til valda í Þýskalandi á millistríðsárunum á síðustu öld. Undir stjórn Adolfs Hitler, leiðtoga síns, hófu nasistar ofsóknir gegn gyðingum, kommúnistum, samkynheigðum og ýmsum minnihlutahópum. Þær náðu hámarki sínu í helförinni, kerfisbundinni útrýmingu gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Áætlað er að nasistar og samverkamenn þeirra hafi tekið um sex milljónir gyðinga af lífi á stríðsárunum.
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira