Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2021 09:02 Læknar hlúa að manni sem særðist í hryðjuverkaárásinni við flugvöllinn í Kabúl í gær. Tvær sjálfsmorðssprengjur voru sprengdar í mannþröng og eru fleiri en hundrað manns látnir. AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær. Deild hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í Afganistan lýsti ábyrgð á fjöldamorðinu við flugvöllinn í Kabúl í gær á hendur sér. Tala látinna stendur nú í 95 afgönskum borgurum og þrettán bandarískum hermönnum. Frank McKenzie, hershöfðingi og yfirmaður stjórnar Bandaríkjahers, segir að bandarískir herforingjar séu nú á varðbergi fyrir frekari árásum Ríkis íslams, þar á meðal eldflauga- eða bílsprengjuárásum á flugvöllinn. „Við erum að gera allt sem við getum til að vera undir það búin,“ sagði McKenzie við Reuters-fréttastofuna. Bandaríkjaher hefur deilt upplýsingum með talibönum sem stjórna nú Kabúl og telur McKenzie að þeir hafi stöðvað einhverjar árásir. Brottflutningi bandaríska herliðsins frá Afganistan á að ljúka 31. ágúst en enn er verið að forða þúsundum Afgana og erlendra ríkisborgara úr landi. Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því að koma fram hefndum gegn Ríki íslams eftir hryðjuverkin í gær. Skipaði hann varnarmálaráðuneyti sínu að skipuleggja árásir á samtökin. Afganistan Bandaríkin Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
Deild hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í Afganistan lýsti ábyrgð á fjöldamorðinu við flugvöllinn í Kabúl í gær á hendur sér. Tala látinna stendur nú í 95 afgönskum borgurum og þrettán bandarískum hermönnum. Frank McKenzie, hershöfðingi og yfirmaður stjórnar Bandaríkjahers, segir að bandarískir herforingjar séu nú á varðbergi fyrir frekari árásum Ríkis íslams, þar á meðal eldflauga- eða bílsprengjuárásum á flugvöllinn. „Við erum að gera allt sem við getum til að vera undir það búin,“ sagði McKenzie við Reuters-fréttastofuna. Bandaríkjaher hefur deilt upplýsingum með talibönum sem stjórna nú Kabúl og telur McKenzie að þeir hafi stöðvað einhverjar árásir. Brottflutningi bandaríska herliðsins frá Afganistan á að ljúka 31. ágúst en enn er verið að forða þúsundum Afgana og erlendra ríkisborgara úr landi. Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því að koma fram hefndum gegn Ríki íslams eftir hryðjuverkin í gær. Skipaði hann varnarmálaráðuneyti sínu að skipuleggja árásir á samtökin.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira