Gunnar Magnús Jónsson: Við missum einn dag í hvíld Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2021 20:49 Gunnar Magnús jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig úr leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var afar svekktur með að hafa misst leikinn niður í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar, en Selma Sól virtist vera rangstæð þegar hún skoraði jöfnunarmarkið. ,,Fyrirfram, kannski ásættanlegt stig en úr því sem komið var að þá var þetta virkilega súrt að ná ekki þremur stigum hér í dag. Hvað stelpurnar lögðu á sig, gríðarleg vinna og auðvitað er fótbolti þannig að þú þarft bæði að sinna þínum varnarleik og sóknarleik og við vorum búin fyrir leik að sætta okkur við það, að Blikarnir yrðu meira með boltann og við ætluðum að njóta þess að spila varnarleik í dag og þær gerðu það og það sem lagt var upp með. Þær áttu fá svör við því sem að við vorum að gera í varnarleiknum“. Varnarleikur Keflavíkur var mjög góður í dag og náðu þær að bægja hættunni frá trekk í trekk en á 89. mínútu jöfnuðu Blikar úr því sem að virtist vera rangstæða. „Ofboðslega súrt þetta mark, við vorum að skoða þetta á myndbandi og ég get ekki séð annað en að hún sé klárlega rangstæð og það virkilega svíður og er virkilega sárt og eftir svona frammistöðu að ná ekki í þrjú stig“ sagði Gunnar. Gunnar var spurður út í það hvernig púlsinn hafi verið hjá honum á loka mínútum leiksins. „Hann var hár, eðlilega, það er mikið undir hjá okkur og allir leikir rosa mikilvægir og hvert stig og auðvitað telur það. Við náum einu stigi í dag, þrjú stig, mér fannst við eiga það skilið miðað við frammistöðu og vinnuframlagið sem að stelpurnar lögðu á sig, þannig að það er súrt.“ Aðspurður út í jöfnunarmarkið vandar Gunnar dómurum leiksins ekki kveðjunar og segir þá hafa fátt um svör og hafa verið hálf vandræðalega þegar að hann spurði þá út í þetta. Hann gerir kröfu á að dómarar í efstu deild þekki reglurnar og segir að stórar ákvarðanir dómara í sumar hafi ekki verið að falla með sínu liði. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Tindastól sem að situr í neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar, Keflavík fær litla pásu á milli leikja og er Gunnar ósáttur við KSÍ. „Þetta er blóðug barátta og kannski að koma inn á það að það er leikur á móti Tindastól á mánudag og bara þrír dagar í leik, við fáum litla pásu á milli og það sem að gerist í aðdraganda þessa leiks er að þessi leikur var færður fram um einn dag. Sem að mér fannst með óskiljanlegum hætti gert. Ég til dæmis frétti fyrst af því inn á ksi.is og kannski einhverjir samskipta örðugleikar bæði frá KSÍ og kannski eitthvað líka hjá okkur. En aðallega þetta, að þessi leikur skuli hafa verið færður, ég er virkilega, virkilega ósáttur við það“. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
,,Fyrirfram, kannski ásættanlegt stig en úr því sem komið var að þá var þetta virkilega súrt að ná ekki þremur stigum hér í dag. Hvað stelpurnar lögðu á sig, gríðarleg vinna og auðvitað er fótbolti þannig að þú þarft bæði að sinna þínum varnarleik og sóknarleik og við vorum búin fyrir leik að sætta okkur við það, að Blikarnir yrðu meira með boltann og við ætluðum að njóta þess að spila varnarleik í dag og þær gerðu það og það sem lagt var upp með. Þær áttu fá svör við því sem að við vorum að gera í varnarleiknum“. Varnarleikur Keflavíkur var mjög góður í dag og náðu þær að bægja hættunni frá trekk í trekk en á 89. mínútu jöfnuðu Blikar úr því sem að virtist vera rangstæða. „Ofboðslega súrt þetta mark, við vorum að skoða þetta á myndbandi og ég get ekki séð annað en að hún sé klárlega rangstæð og það virkilega svíður og er virkilega sárt og eftir svona frammistöðu að ná ekki í þrjú stig“ sagði Gunnar. Gunnar var spurður út í það hvernig púlsinn hafi verið hjá honum á loka mínútum leiksins. „Hann var hár, eðlilega, það er mikið undir hjá okkur og allir leikir rosa mikilvægir og hvert stig og auðvitað telur það. Við náum einu stigi í dag, þrjú stig, mér fannst við eiga það skilið miðað við frammistöðu og vinnuframlagið sem að stelpurnar lögðu á sig, þannig að það er súrt.“ Aðspurður út í jöfnunarmarkið vandar Gunnar dómurum leiksins ekki kveðjunar og segir þá hafa fátt um svör og hafa verið hálf vandræðalega þegar að hann spurði þá út í þetta. Hann gerir kröfu á að dómarar í efstu deild þekki reglurnar og segir að stórar ákvarðanir dómara í sumar hafi ekki verið að falla með sínu liði. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Tindastól sem að situr í neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar, Keflavík fær litla pásu á milli leikja og er Gunnar ósáttur við KSÍ. „Þetta er blóðug barátta og kannski að koma inn á það að það er leikur á móti Tindastól á mánudag og bara þrír dagar í leik, við fáum litla pásu á milli og það sem að gerist í aðdraganda þessa leiks er að þessi leikur var færður fram um einn dag. Sem að mér fannst með óskiljanlegum hætti gert. Ég til dæmis frétti fyrst af því inn á ksi.is og kannski einhverjir samskipta örðugleikar bæði frá KSÍ og kannski eitthvað líka hjá okkur. En aðallega þetta, að þessi leikur skuli hafa verið færður, ég er virkilega, virkilega ósáttur við það“.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira