„Hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2021 10:01 Mikael Egill Ellertsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í byrjun næsta mánaðar. getty/Seb Daly Mikael Egill Ellertsson segir að það hafi komið sér á óvart að vera valinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta. Hann nýtur sín vel hjá ítalska B-deildarfélaginu SPAL en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið þess á dögunum. Mikael, sem er nítján ára, er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Hinn er jafnaldri hans, Andri Lucas Guðjohnsen. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur ekki leikið landsleik en verið valinn í landsliðið áður. „Ég hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst. Þetta kom mér mjög mikið á óvart,“ sagði Mikael í samtali við Vísi í gær. Hann hefur leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands en gæti leikið með A-landsliðinu á undan U-21 árs landsliðinu. Hann er mátulega bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum þremur sem framundan eru. „Ég vona það. Við sjáum til,“ sagði Mikael sem gekk í raðir SPAL frá Fram sumarið 2018 eftir að ítalska félagið sá hann spila með U-17 ára landsliðinu. Draumurinn rættist Á síðasta tímabili lék Mikael með varaliði SPAL en er nú kominn upp í aðallið þess og spilaði sinn fyrsta leik fyrir það fyrr í þessum mánuði. Hann kom þá inn á sem varamaður í 2-1 tapi fyrir Benevento í ítölsku bikarkeppninni. „Það var erfitt en geggjað. Hraðinn í leiknum var mikill. Þetta var draumur,“ sagði Mikael sem var nálægt því að skora í fyrsta leiknum með SPAL þegar hann skaut í stöng. Hann hefur æft með aðalliði SPAL frá því hann kom aftur til Ítalíu eftir sumarfrí. Mikael og Andri Lucas Guðjohnsen eru nýliðar í íslenska A-landsliðinu. Hvorugur þeirra hefur leikið fyrir U-21 árs landsliðið.getty/Seb Daly Mikael átti góðu gengi að fagna með varaliði SPAL á síðasta tímabili og segir leikina með því krefjandi. „Það gekk mjög vel. Þetta er alveg góður bolti og allir geta unnið alla. Þetta er góð deild með bestu liðum á Ítalíu,“ sagði Mikael. Upp með sér með áhugann Hann hefur verið orðaður við úrvalsdeildarlið Spezia að undanförnu en kveðst lítið geta tjáð sig um þann áhuga. „Ég einbeiti mér bara að SPAL og landsliðinu á næstunni og læt umboðsmanninn um þetta. En auðvitað er skemmtilegt að vita að félag í úrvalsdeildinni vilji mann. Það þýðir að maður sé að standa sig,“ sagði Mikael sem var síðan beðinn um að lýsa sér sem leikmanni. „Ég er hraður, góður að sinna varnarvinnu og duglegur,“ sagði Mikael sem spilar aðallega sem kantmaður eða framherji en getur leyst aðrar stöður á vellinum. „Í fyrra spilaði ég mikið á miðjunni, svona teig í teig miðjumaður, og hjá Fram var ég svo notaður sem kantbakvörður.“ Mikael í leik gegn Portúgal á EM U-17 ára fyrir tveimur árum.getty/Piaras Ó Mídheach Mikael unir hag sínum vel hjá SPAL og segist hafa tekið góða ákvörðun þegar hann fór til félagsins á sínum tíma. „Þetta var mjög gott skref. Boltinn hérna á Ítalíu er frábær,“ sagði Mikael. Ánægður með Frammarana sína Hans gömlu félagar í Fram hafa átt draumatímabil í sumar, haft mikla yfirburði í Lengjudeildinni og búnir að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. „Þetta er geggjað og þeir hafa verið flottir í sumar,“ sagði Mikael sem lék tólf leiki í deild og bikar með Fram sumarið 2018 áður en hann fór til SPAL. Mikael og félagar í SPAL eiga leik gegn Pordenone á sunnudaginn í ítölsku B-deildinni. „Ég vona að ég fái að spila eitthvað,“ sagði Mikael sem heldur svo til Íslands í sitt fyrsta verkefni með A-landsliðinu. HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira
Mikael, sem er nítján ára, er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Hinn er jafnaldri hans, Andri Lucas Guðjohnsen. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur ekki leikið landsleik en verið valinn í landsliðið áður. „Ég hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst. Þetta kom mér mjög mikið á óvart,“ sagði Mikael í samtali við Vísi í gær. Hann hefur leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands en gæti leikið með A-landsliðinu á undan U-21 árs landsliðinu. Hann er mátulega bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum þremur sem framundan eru. „Ég vona það. Við sjáum til,“ sagði Mikael sem gekk í raðir SPAL frá Fram sumarið 2018 eftir að ítalska félagið sá hann spila með U-17 ára landsliðinu. Draumurinn rættist Á síðasta tímabili lék Mikael með varaliði SPAL en er nú kominn upp í aðallið þess og spilaði sinn fyrsta leik fyrir það fyrr í þessum mánuði. Hann kom þá inn á sem varamaður í 2-1 tapi fyrir Benevento í ítölsku bikarkeppninni. „Það var erfitt en geggjað. Hraðinn í leiknum var mikill. Þetta var draumur,“ sagði Mikael sem var nálægt því að skora í fyrsta leiknum með SPAL þegar hann skaut í stöng. Hann hefur æft með aðalliði SPAL frá því hann kom aftur til Ítalíu eftir sumarfrí. Mikael og Andri Lucas Guðjohnsen eru nýliðar í íslenska A-landsliðinu. Hvorugur þeirra hefur leikið fyrir U-21 árs landsliðið.getty/Seb Daly Mikael átti góðu gengi að fagna með varaliði SPAL á síðasta tímabili og segir leikina með því krefjandi. „Það gekk mjög vel. Þetta er alveg góður bolti og allir geta unnið alla. Þetta er góð deild með bestu liðum á Ítalíu,“ sagði Mikael. Upp með sér með áhugann Hann hefur verið orðaður við úrvalsdeildarlið Spezia að undanförnu en kveðst lítið geta tjáð sig um þann áhuga. „Ég einbeiti mér bara að SPAL og landsliðinu á næstunni og læt umboðsmanninn um þetta. En auðvitað er skemmtilegt að vita að félag í úrvalsdeildinni vilji mann. Það þýðir að maður sé að standa sig,“ sagði Mikael sem var síðan beðinn um að lýsa sér sem leikmanni. „Ég er hraður, góður að sinna varnarvinnu og duglegur,“ sagði Mikael sem spilar aðallega sem kantmaður eða framherji en getur leyst aðrar stöður á vellinum. „Í fyrra spilaði ég mikið á miðjunni, svona teig í teig miðjumaður, og hjá Fram var ég svo notaður sem kantbakvörður.“ Mikael í leik gegn Portúgal á EM U-17 ára fyrir tveimur árum.getty/Piaras Ó Mídheach Mikael unir hag sínum vel hjá SPAL og segist hafa tekið góða ákvörðun þegar hann fór til félagsins á sínum tíma. „Þetta var mjög gott skref. Boltinn hérna á Ítalíu er frábær,“ sagði Mikael. Ánægður með Frammarana sína Hans gömlu félagar í Fram hafa átt draumatímabil í sumar, haft mikla yfirburði í Lengjudeildinni og búnir að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. „Þetta er geggjað og þeir hafa verið flottir í sumar,“ sagði Mikael sem lék tólf leiki í deild og bikar með Fram sumarið 2018 áður en hann fór til SPAL. Mikael og félagar í SPAL eiga leik gegn Pordenone á sunnudaginn í ítölsku B-deildinni. „Ég vona að ég fái að spila eitthvað,“ sagði Mikael sem heldur svo til Íslands í sitt fyrsta verkefni með A-landsliðinu.
HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira