Fótbolti

Manchester City og PSG í dauðariðli Meistaradeildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chelsea á titil að verja í Meistaradeildinni, en þeir eru í riðli með Juventus, Zenit og Malmö.
Chelsea á titil að verja í Meistaradeildinni, en þeir eru í riðli með Juventus, Zenit og Malmö. Chris Lee - Chelsea FC/Chelsea FC via Getty Images

Nú rétt í þessu var dregið í riðla Meistaradeildar Evrópu. Manchester City mætir PSG og RB Leipzig í A-riðli, Liverpool er einnig í erfiðum B-riðli með Atletico Madrid, Porto og AC Milan, og Manchester United mætir Villareal, Atalanta og Young Boys í F-riðli.

Ríkjandi meistarar Chelsea eru með Juventus, Zenit frá Pétursborg og sænska liðinu Malmö í H-riðli og þá er E-riðill einnig áhugaverður þar sem að þýskalandsmeistarar Bayern mæta Barcelona, Benfica og Dinamo Kyiv.

Aðeins eitt lið þreytir frumraun sína í Meistaradeildinni, en það er moldóvska liðið Sheriff Tiraspol. Þess má til gamans geta að þeir eru einni fyrsta liðið frá Moldavíu sem kemst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Riðlakeppnin hefst með átta leikjum þriðjudaginn 14. september. Hennii lýkur 8. desember, og átta dögum síðar verður svo dregið í sextán liða úrslitin. 

Riðlarnir

A-riðill

  • Manchester City
  • PSG
  • Leipzig
  • Club Brugge

B-riðill

  • Atletico Madrid
  • Liverpool
  • Porto 
  • AC Milan

C-riðill

  • Sporting
  • Dortmund
  • Ajax
  • Besiktas

D-riðill

  • Inter 
  • Real Madrid
  • Shahktar Donetsk
  • Sheriff Tiraspol

E-riðill

  • Bayern München
  • Barcelona
  • Benfica
  • Dinamo Kyiv
F-riðill
  • Villareal
  • Manchester United
  • Atalanta
  • Young Boys
G-riðill
  • Lille
  • Sevilla
  • Salzburg
  • Wolfsburg
H-riðill
  • Chelsea
  • Juventus
  • Zenit
  • Malmö

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×