Enski boltinn

Stórsigur Southampton og Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nathan Redmond skoraði eitt marka Southampton í kvöld.
Nathan Redmond skoraði eitt marka Southampton í kvöld. Athena Pictures/Getty Images

Southampton og Burnley fara áfram í enska deildarbikarnum eftir leiki kvöldsins. Southampton vann 8-0 stórsigur gegn D-deildarliði Newport, en Burnley hafði betur í vítaspyrnukeppni gegn Newcastle, 4-3.

Jóhann Berg var ekki í leikmannahóp Burnley þegar að liðið heimsótti Newcastle. Markalaust var eftir 90 mínútur og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara.

Allan Saint-Maximin klikkaði á fyrstu spyrnu Newcastle, en bæði lið skoruðu úr næstu þrem spyrnum.

Josh Brownhill klikkaði á fjórðu spyrnu Burnley, en það kom ekki að sök því að Miguel Almiron klikkaði á fimmtu og seinustu spyrnu Newcastle. Charlie Taylor tók seinustu spyrnu Burnley og tryggði þeim sigurinn og áframhaldandi veru í enska deildarbikarnum.

Armando Broja, Nathan Tella og Kyle Walker-Peters sáu um markaskorun Southampton í fyrri hálfleik gegn Newport County.

Mohamed Elyounoussy bætti við tveimur mörkum snemma í seinni hálfleik, áður en Armando Broja bætti öðru marki sínu við og breytti stöðunni í 6-0.

Nathan Redmond skoraði sjöunda mark Southampton á 69. mínútu og Elyounoussy fullkomnaði þrennu sína í uppbótartíma og tryggði Southampton 8-0 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×