Fótbolti

Bayern München með risasigur í þýska bikarnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Eric Maxim Choupo-Moting skoraði fjögur mörk gegn Bremer í kvöld.
Eric Maxim Choupo-Moting skoraði fjögur mörk gegn Bremer í kvöld. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS

Bayern München vann stórsigur þegar að liðið heimsótti Bremer SV í þýska bikarnum í kvöld. Bremer leikur í fimmtu efstu deild í Þýskalandi og það er óhætt að segja að þýsku meistararnir hafi verið of stór biti, en lokatölur urðu 12-0.

Eric Maxim Choupo Moting kom Bayern München yfir eftir níu mínútna leik og Jamal Musiala tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar.

Jan Warm varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir heimamenn á 27. mínútu, áður en að Choupo Moting bætti tveimur mörkum við fyrir háfleik og fullkomnaði þrennu sína.

Malik Tillman, Jamal Musiala og Leroy Sane breyttu stöðunni í 8-0 á fyrstu tuttugu mínútum síðari hálfleiks, og heimamenn gerðu sjálfum sér engan greiða þegar að Ugo Mario Nobile nældi sér í rautt spjald þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.

Michael Cuisance skoraði níunda mark Bayern áður en að Choupo Miting bætti sínu fjórða marki við á 82. mínútu.

Choupo Moting var ekki hættur, en hann lagði upp ellefta mark liðsins fyrir Bouna Sarr, áður en Corentin Tolisso tryggði 12-0 sigur Bayern München sem fer áfram í næstu umferð þýska bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×