Innlent

Nafn mannsins sem lést á Eyrar­bakka

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sigurður var 56 ára.
Sigurður var 56 ára. Aðsend

Maðurinn sem lést af slysförum á Eyrarbakka í gær hét Sigurður Magnússon.

Hann var fæddur 19. apríl 1965 og bjó á Selfossi. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu, fjögur börn, tengdabörn, tvö barnabörn, móður og systur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Sigurðar.

Í gær var greint frá því að karlmaður á sextugsaldri hefði látist í slysi á byggingarsvæði á Eyrarbakka um klukkan þrjú síðdegis. Lögregla er með tildrög slyssins til rannsóknar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×