Um tveir þriðju boðaðra barna mættu í bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 15:26 Bólusetning barna undir 16 ára aldri er farin af stað. Vísir/Vilhelm Um fjögur þúsund börn úr tveimur árgöngum mættu til bólusetningar í Laugardalshöll í dag. Tveir árgangar voru bólusettir, börn fædd 2006 og 2007, og var nokkuð jafnræði milli árganga ef litið er til mætingar. Þetta er fyrsti dagurinn þar sem börn undir sextán ára aldri eru bólusett við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir að um þrjú þúsund börn séu í hvorum árgangi. Mætingin hafi því verið upp á um tvo þriðju á heildina litið. Bólusett var með bóluefni Pfizer og um fyrri bólusetningu að ræða. Ragnheiður segir að gengið hafi vel að bólusetja og segir gott að sjá að foreldrar hafi fylgt börnum sínum í bólusetningu. „Þetta eru flottir krakkar og umhyggjusamir foreldrar, virkilega. Þetta gekk bara eins og í sögu,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að aðstaða sem komið hafði verið upp á svölunum inni í höllinni, fyrir þau börn sem væru kvíðnari fyrir sprautunni hafi nýst vel. „Þar settum við upp skilrúm þannig að börnin gátu verið í einrúmi með foreldrum sínum, og svo komu skólahjúkrunarfræðingar sem sprautuðu.“ Foreldrar eða forráðamenn voru beðnir um að fylgja börnum sínum í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Engir mótmælendur við höllina Bólusetningum barna hefur verið mótmælt við heilbrigðisráðuneytið en Ragnheiður segir engin mótmæli hafa verið við höllina og er ánægð með það. „Ekki neitt. Við erum líka þakklát fyrir það að fólk er ekki að velja þennan stað til þess, það er mjög mikilvægt.“ Á morgun verða börn fædd 2008 og 2009 bólusett í Laugardalshöll, með sama fyrirkomulagi og í dag. Eldri hópurinn fær boðun fyrir hádegi en sá yngri eftir hádegi. Börn fædd í september 2009 geta þó ekki fengið bólusetningu á morgun, þar sem bóluefni Pfizer er aðeins með markaðsleyfi fyrir börn niður í tólf ára. „Þau geta komið á Suðurlandsbrautina þegar þau hafa átt afmæli, því þau verða að vera orðin tólf ára þegar þau koma. Þannig að við verðum hugsanlega með opna línu þar áfram í haust,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir að um þrjú þúsund börn séu í hvorum árgangi. Mætingin hafi því verið upp á um tvo þriðju á heildina litið. Bólusett var með bóluefni Pfizer og um fyrri bólusetningu að ræða. Ragnheiður segir að gengið hafi vel að bólusetja og segir gott að sjá að foreldrar hafi fylgt börnum sínum í bólusetningu. „Þetta eru flottir krakkar og umhyggjusamir foreldrar, virkilega. Þetta gekk bara eins og í sögu,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að aðstaða sem komið hafði verið upp á svölunum inni í höllinni, fyrir þau börn sem væru kvíðnari fyrir sprautunni hafi nýst vel. „Þar settum við upp skilrúm þannig að börnin gátu verið í einrúmi með foreldrum sínum, og svo komu skólahjúkrunarfræðingar sem sprautuðu.“ Foreldrar eða forráðamenn voru beðnir um að fylgja börnum sínum í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Engir mótmælendur við höllina Bólusetningum barna hefur verið mótmælt við heilbrigðisráðuneytið en Ragnheiður segir engin mótmæli hafa verið við höllina og er ánægð með það. „Ekki neitt. Við erum líka þakklát fyrir það að fólk er ekki að velja þennan stað til þess, það er mjög mikilvægt.“ Á morgun verða börn fædd 2008 og 2009 bólusett í Laugardalshöll, með sama fyrirkomulagi og í dag. Eldri hópurinn fær boðun fyrir hádegi en sá yngri eftir hádegi. Börn fædd í september 2009 geta þó ekki fengið bólusetningu á morgun, þar sem bóluefni Pfizer er aðeins með markaðsleyfi fyrir börn niður í tólf ára. „Þau geta komið á Suðurlandsbrautina þegar þau hafa átt afmæli, því þau verða að vera orðin tólf ára þegar þau koma. Þannig að við verðum hugsanlega með opna línu þar áfram í haust,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira