Um tveir þriðju boðaðra barna mættu í bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 15:26 Bólusetning barna undir 16 ára aldri er farin af stað. Vísir/Vilhelm Um fjögur þúsund börn úr tveimur árgöngum mættu til bólusetningar í Laugardalshöll í dag. Tveir árgangar voru bólusettir, börn fædd 2006 og 2007, og var nokkuð jafnræði milli árganga ef litið er til mætingar. Þetta er fyrsti dagurinn þar sem börn undir sextán ára aldri eru bólusett við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir að um þrjú þúsund börn séu í hvorum árgangi. Mætingin hafi því verið upp á um tvo þriðju á heildina litið. Bólusett var með bóluefni Pfizer og um fyrri bólusetningu að ræða. Ragnheiður segir að gengið hafi vel að bólusetja og segir gott að sjá að foreldrar hafi fylgt börnum sínum í bólusetningu. „Þetta eru flottir krakkar og umhyggjusamir foreldrar, virkilega. Þetta gekk bara eins og í sögu,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að aðstaða sem komið hafði verið upp á svölunum inni í höllinni, fyrir þau börn sem væru kvíðnari fyrir sprautunni hafi nýst vel. „Þar settum við upp skilrúm þannig að börnin gátu verið í einrúmi með foreldrum sínum, og svo komu skólahjúkrunarfræðingar sem sprautuðu.“ Foreldrar eða forráðamenn voru beðnir um að fylgja börnum sínum í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Engir mótmælendur við höllina Bólusetningum barna hefur verið mótmælt við heilbrigðisráðuneytið en Ragnheiður segir engin mótmæli hafa verið við höllina og er ánægð með það. „Ekki neitt. Við erum líka þakklát fyrir það að fólk er ekki að velja þennan stað til þess, það er mjög mikilvægt.“ Á morgun verða börn fædd 2008 og 2009 bólusett í Laugardalshöll, með sama fyrirkomulagi og í dag. Eldri hópurinn fær boðun fyrir hádegi en sá yngri eftir hádegi. Börn fædd í september 2009 geta þó ekki fengið bólusetningu á morgun, þar sem bóluefni Pfizer er aðeins með markaðsleyfi fyrir börn niður í tólf ára. „Þau geta komið á Suðurlandsbrautina þegar þau hafa átt afmæli, því þau verða að vera orðin tólf ára þegar þau koma. Þannig að við verðum hugsanlega með opna línu þar áfram í haust,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir að um þrjú þúsund börn séu í hvorum árgangi. Mætingin hafi því verið upp á um tvo þriðju á heildina litið. Bólusett var með bóluefni Pfizer og um fyrri bólusetningu að ræða. Ragnheiður segir að gengið hafi vel að bólusetja og segir gott að sjá að foreldrar hafi fylgt börnum sínum í bólusetningu. „Þetta eru flottir krakkar og umhyggjusamir foreldrar, virkilega. Þetta gekk bara eins og í sögu,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að aðstaða sem komið hafði verið upp á svölunum inni í höllinni, fyrir þau börn sem væru kvíðnari fyrir sprautunni hafi nýst vel. „Þar settum við upp skilrúm þannig að börnin gátu verið í einrúmi með foreldrum sínum, og svo komu skólahjúkrunarfræðingar sem sprautuðu.“ Foreldrar eða forráðamenn voru beðnir um að fylgja börnum sínum í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Engir mótmælendur við höllina Bólusetningum barna hefur verið mótmælt við heilbrigðisráðuneytið en Ragnheiður segir engin mótmæli hafa verið við höllina og er ánægð með það. „Ekki neitt. Við erum líka þakklát fyrir það að fólk er ekki að velja þennan stað til þess, það er mjög mikilvægt.“ Á morgun verða börn fædd 2008 og 2009 bólusett í Laugardalshöll, með sama fyrirkomulagi og í dag. Eldri hópurinn fær boðun fyrir hádegi en sá yngri eftir hádegi. Börn fædd í september 2009 geta þó ekki fengið bólusetningu á morgun, þar sem bóluefni Pfizer er aðeins með markaðsleyfi fyrir börn niður í tólf ára. „Þau geta komið á Suðurlandsbrautina þegar þau hafa átt afmæli, því þau verða að vera orðin tólf ára þegar þau koma. Þannig að við verðum hugsanlega með opna línu þar áfram í haust,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira