Framtakssamir krakkar reka sjoppur í kofum í Úlfarsárdal Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2021 20:00 Hátt í tíu sjoppur hafa risið í kofum í Úlfarsárdal. stöð2 Framtakssamir krakkar reka nú sjoppur í kofum í Úlfarsárdal. Þar má finna kaupmenn á hverju horni en hátt í tíu sjoppur hafa risið á síðustu dögum og þéna krakkarnir vel á sölunni. Þegar Bónus á Korputorgi var lokað fyrr í mánuðinum ákvað hópur stráka að taka málin í eigin hendur og opna hverfissjoppu í Úlfarsárdal. Sjoppan er rekin í kofa sem einn pabbinn smíðaði. Hún ber heitið Stráka sjoppan og er máluð í einkennislitum knattspyrnufélagsins Fram, enda eru eigendurnir Frammarar. „Við höldum með Fram. Okkur langaði að gera þetta því við erum nýkomnir í Pepsí. Okkur langaði bara að gera þetta svona fínt,“ sögðu Dagur Ingi, fimm ára og Ernir Elí, níu ára. Heimabakað bakkelsi vinsælast Hér má sjá úrvalið sem selt er á kjaraverði en strákarnir segja að heimabakað bakkelsi sé vinsælasta söluvaran. Hvað er vinsælast? „Það eru snúðarnir, þeir klárast alltaf strax,“ sagði Sveinn Pétur, níu ára. Þéna vel Eruð þið búnir að græða mikinn pening? „Já það var 24 þúsund í gær,“ sagði Mikael Máni, níu ára. Gróðanum skipta þeir bróðurlega á milli sín og eru þeir að safna sér fyrir nýjum hjólum. „Við deilum öllu. Mamma hans hún skiptir peningnum jafnt á milli,“ segja þeir allir í kór. Neðar í götunni má finna aðra verslun. Stelpu sjoppuna. Þar er til sölu heimatilbúið sælgæti, popp og „kandífloss.“ Stelpurnar segja enga samkeppni ríkja á sjoppumarkaðnum í hverfinu, enda allir krakkarnir vinir. Hvað er vinsælast? „Sleikjó, brjóstsykur og poppið,“ segja Emilía, Aníta og Thelma, tíu ára. „Fyrir nokkrum dögum náðum við 47 þúsund krónum,“ sagði Aníta Hlín Kristinsdóttir, tíu ára. Stelpurnar opnuðu bakarí í hverfinu.stöð2 Bakaríið Bakari er rekið í kofa ofar í hverfinu en Rice Krispís kökur bakaranna hafa rokið út. „Það var sko einn strákur sem keypti þær allar á sama tima. Af því þær voru svo góðar,“ segja Kamilla, Amelía, Aldís og Birna María, ellefu ára. Reykjavík Börn og uppeldi Krakkar Verslun Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þegar Bónus á Korputorgi var lokað fyrr í mánuðinum ákvað hópur stráka að taka málin í eigin hendur og opna hverfissjoppu í Úlfarsárdal. Sjoppan er rekin í kofa sem einn pabbinn smíðaði. Hún ber heitið Stráka sjoppan og er máluð í einkennislitum knattspyrnufélagsins Fram, enda eru eigendurnir Frammarar. „Við höldum með Fram. Okkur langaði að gera þetta því við erum nýkomnir í Pepsí. Okkur langaði bara að gera þetta svona fínt,“ sögðu Dagur Ingi, fimm ára og Ernir Elí, níu ára. Heimabakað bakkelsi vinsælast Hér má sjá úrvalið sem selt er á kjaraverði en strákarnir segja að heimabakað bakkelsi sé vinsælasta söluvaran. Hvað er vinsælast? „Það eru snúðarnir, þeir klárast alltaf strax,“ sagði Sveinn Pétur, níu ára. Þéna vel Eruð þið búnir að græða mikinn pening? „Já það var 24 þúsund í gær,“ sagði Mikael Máni, níu ára. Gróðanum skipta þeir bróðurlega á milli sín og eru þeir að safna sér fyrir nýjum hjólum. „Við deilum öllu. Mamma hans hún skiptir peningnum jafnt á milli,“ segja þeir allir í kór. Neðar í götunni má finna aðra verslun. Stelpu sjoppuna. Þar er til sölu heimatilbúið sælgæti, popp og „kandífloss.“ Stelpurnar segja enga samkeppni ríkja á sjoppumarkaðnum í hverfinu, enda allir krakkarnir vinir. Hvað er vinsælast? „Sleikjó, brjóstsykur og poppið,“ segja Emilía, Aníta og Thelma, tíu ára. „Fyrir nokkrum dögum náðum við 47 þúsund krónum,“ sagði Aníta Hlín Kristinsdóttir, tíu ára. Stelpurnar opnuðu bakarí í hverfinu.stöð2 Bakaríið Bakari er rekið í kofa ofar í hverfinu en Rice Krispís kökur bakaranna hafa rokið út. „Það var sko einn strákur sem keypti þær allar á sama tima. Af því þær voru svo góðar,“ segja Kamilla, Amelía, Aldís og Birna María, ellefu ára.
Reykjavík Börn og uppeldi Krakkar Verslun Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent