Með hausinn í lagi Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 12:00 Aden Flint er markahæstur í Championship-deildinni með fjögur skallamörk. Simon Galloway/PA Images via Getty Images Aden Flint, miðvörður Cardiff City, er markahæsti leikmaður Championship-deildarinnar á Englandi þegar fjórum umferðum er lokið í deildinni. Öll átta mörk Cardiff á leiktíðinni hafa verið skoruð með skalla. Cardiff hefur síst verið þekkt fyrir áferðarfallegan fótbolta, í hefðbundnum skilningi, síðustu ár. Löng innköst Arons Einars Gunnarssonar og önnur föst leikatriði voru liðinu mikilvæg undir stjórn Neils Warnock og Mick McCarthy, sem tók við liðinu í janúar, virðist gefa honum lítið eftir þegar kemur að þeim leikstíl. Spyrnugeta kantmannsins Ryans Giles, sem McCarthy fékk á láni frá fyrrum félagi sínu Wolves, hefur komið að góðum notum en hann hefur lagt upp fjögur af átta mörkum Cardiff á leiktíðinni. Varnarmenn Cardiff hafa notið góðs af því en miðvörðurinn Aden Flint skoraði tvö mörk fyrir liðið í gær, og félagi hans í miðri vörninni Sean Morrison eitt, í 3-1 sigri á Millwall. Morrison tekur löng innköst Cardiff í dag og hefur lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíðinni. Flint hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu og er markahæstur í deildinni eftir fjóra leiki. Hann hefur skorað helming marka Cardiff en öll átta mörk liðsins hafa verið skoruð með skalla. Auk Morrisons hafa miðjumennirnir Leandro Bacuna og Marlon Pack (báðir tæplega 190 sm að hæð) skorað eitt mark hvor og þá hefur tveggja metra framherjinn Kieffer Moore, landsliðsmaður Wales, skallað eitt mark í netið fyrir Cardiff. Cardiff á enn eftir að tapa leik á tímabilinu og er með átta stig eftir leikina fjóra. Áhugavert verður að sjá hvort leikstíllinn sé sjálfbær og hversu marga leiki Cardiff spilar áður en þeir ná að sparka boltanum í netið. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Cardiff hefur síst verið þekkt fyrir áferðarfallegan fótbolta, í hefðbundnum skilningi, síðustu ár. Löng innköst Arons Einars Gunnarssonar og önnur föst leikatriði voru liðinu mikilvæg undir stjórn Neils Warnock og Mick McCarthy, sem tók við liðinu í janúar, virðist gefa honum lítið eftir þegar kemur að þeim leikstíl. Spyrnugeta kantmannsins Ryans Giles, sem McCarthy fékk á láni frá fyrrum félagi sínu Wolves, hefur komið að góðum notum en hann hefur lagt upp fjögur af átta mörkum Cardiff á leiktíðinni. Varnarmenn Cardiff hafa notið góðs af því en miðvörðurinn Aden Flint skoraði tvö mörk fyrir liðið í gær, og félagi hans í miðri vörninni Sean Morrison eitt, í 3-1 sigri á Millwall. Morrison tekur löng innköst Cardiff í dag og hefur lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíðinni. Flint hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu og er markahæstur í deildinni eftir fjóra leiki. Hann hefur skorað helming marka Cardiff en öll átta mörk liðsins hafa verið skoruð með skalla. Auk Morrisons hafa miðjumennirnir Leandro Bacuna og Marlon Pack (báðir tæplega 190 sm að hæð) skorað eitt mark hvor og þá hefur tveggja metra framherjinn Kieffer Moore, landsliðsmaður Wales, skallað eitt mark í netið fyrir Cardiff. Cardiff á enn eftir að tapa leik á tímabilinu og er með átta stig eftir leikina fjóra. Áhugavert verður að sjá hvort leikstíllinn sé sjálfbær og hversu marga leiki Cardiff spilar áður en þeir ná að sparka boltanum í netið. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira