Breiðablik mætir króatísku meisturunum Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 11:14 Blikakonur fara til Króatíu. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik mun mæta Króatíumeisturum Osijek í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Keppni í 2. umferðinni skiptist í tvennt. Annars vegar keppa landsmeistarar um sæti í riðlakeppninni, í svokallaðri meistaraleið, og hins vegar lið úr sterkari deildum sem ekki urðu meistarar á síðustu leiktíð, í deildarleiðinni. Breiðablik er í meistarahlutanum og var þar í efri styrkleikaflokki vegna árangurs síns síðustu ár. Blikakonur voru aðrar upp úr pottinum í drættinum í dag og drógust gegn króatísku meisturunum Osijek. Osijek var næst lægst af landsmeisturunum samkvæmt styrkleikaröðun UEFA, aðeins fyrir ofan Portúgalsmeistara Benfica. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen. Breiðablik og Osijek munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Íslendingaslagur milli Skandinavíumeistara Það verður Norðurlandaslagur um sæti í riðlakeppninni milli tveggja Íslendingaliða. Noregsmeistarar Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur og Amöndu Jacobsen Andradóttur, mætir Svíþjóðarmeisturum Häcken sem Diljá Ýr Zomers leikur með. Apollon frá Kýpur, sem Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikur með, mætir Úkraínumeisturum Kharkiv. Guðrún Arnardóttir og félagar hennar í Rosengård mæta þýska stórliðinu Hoffenheim og þá keppir Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, við Levante frá Spáni. Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur sem er þó á láni hjá Kristianstad, mætir Bordeaux frá Frakklandi. Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Viðureignirnar í 2. umferð Meistaradeildarinnar Meistaraleiðin Sparta Prag - HB Köge Osijek - Breiðablik Vllaznia - Juventus Twente - Benfica Apollon - Kharkiv Servette - Glasgow City Vålerenga - Häcken Deildarleiðin Levante - Lyon Arsenal - Slavia Prag Real Madrid - Manchester City Wolfsburg - Bordeaux Rosengård - Hoffenheim Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Keppni í 2. umferðinni skiptist í tvennt. Annars vegar keppa landsmeistarar um sæti í riðlakeppninni, í svokallaðri meistaraleið, og hins vegar lið úr sterkari deildum sem ekki urðu meistarar á síðustu leiktíð, í deildarleiðinni. Breiðablik er í meistarahlutanum og var þar í efri styrkleikaflokki vegna árangurs síns síðustu ár. Blikakonur voru aðrar upp úr pottinum í drættinum í dag og drógust gegn króatísku meisturunum Osijek. Osijek var næst lægst af landsmeisturunum samkvæmt styrkleikaröðun UEFA, aðeins fyrir ofan Portúgalsmeistara Benfica. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen. Breiðablik og Osijek munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Íslendingaslagur milli Skandinavíumeistara Það verður Norðurlandaslagur um sæti í riðlakeppninni milli tveggja Íslendingaliða. Noregsmeistarar Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur og Amöndu Jacobsen Andradóttur, mætir Svíþjóðarmeisturum Häcken sem Diljá Ýr Zomers leikur með. Apollon frá Kýpur, sem Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikur með, mætir Úkraínumeisturum Kharkiv. Guðrún Arnardóttir og félagar hennar í Rosengård mæta þýska stórliðinu Hoffenheim og þá keppir Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, við Levante frá Spáni. Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur sem er þó á láni hjá Kristianstad, mætir Bordeaux frá Frakklandi. Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Viðureignirnar í 2. umferð Meistaradeildarinnar Meistaraleiðin Sparta Prag - HB Köge Osijek - Breiðablik Vllaznia - Juventus Twente - Benfica Apollon - Kharkiv Servette - Glasgow City Vålerenga - Häcken Deildarleiðin Levante - Lyon Arsenal - Slavia Prag Real Madrid - Manchester City Wolfsburg - Bordeaux Rosengård - Hoffenheim
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira