Innlent

Á um 15 þúsund servíettur í Vestmannaeyjum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Eygló segir að það hafa verið lenska í Vestmannaeyjum að fara á milli húsa og sníkja servíettur. Oft græddi hún einhvern mola eða epli og appelsínu í heimsóknum sínum.
Eygló segir að það hafa verið lenska í Vestmannaeyjum að fara á milli húsa og sníkja servíettur. Oft græddi hún einhvern mola eða epli og appelsínu í heimsóknum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eygló Ingólfsdóttir í Vestmannaeyjum eru mögnuð kona, sem hefur gaman af allskonar söfnunum en hún á til dæmis fimmtán þúsund servíettur og engin þeirra er eins. Þá hefur Eygló gaman af allskonar handverki.

Eygló er alsæl með að eiga heima í Vestmannaeyjum þar sem hún finnur sér alltaf eitthvað til dundurs. Hún er safnari en þar er servíettusafnið hennar í miklu uppáhaldi. Hún safnar líka frímerkjum en segir að henni hafa aldrei gengið vel að safna peningum.

„Þetta var bara lenska hér í Eyjum, maður bara fór og sníkti í öllum húsum. Oft græddi maður einhvern mola eða appelsínu og epli, þetta var æðislegt. Síðast þegar ég taldi voru servíetturnar rúmlega 14 þúsund en þær eru ábyggilega komnar upp í 15 þúsund ef ég fer að verða duglega núna í Covidinu en ég verð að leggja allt undir mig, ég dreifi úr servíettunum og flétti svo möppunum í stofunni hjá mér,“ segir Eygló.

En hvað er það að gefa Eygló að safna servíettum?

„Þetta er svo fallegt, mér finnst þetta bara svo ofsalega fallegt og myndirnar, maður fer í annan heim bara við að sjá sumar myndir.“

Eygló er líka mikil prjónakona og er með fulla skúffu af vettlingum. Þá elskar hún að hekla en hún að ljúka við þetta Covid teppi eins og hún kallar það, glæsilegt handverk eftir þessa hressu og skemmtilegu konu í Vestmannaeyjum.

Eygló með Covid teppið sitt, sem hún var að hekla.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.