Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 23:16 Hjördís Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi almannavarna. vísir/vilhelm Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. Því hafa almannavarnir mælt með því að annað foreldri annist barn sem er í sóttkví en það verður þá að haga sér eins og það sé í sóttkví líka. Þetta kemur fram í svari Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsinga almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem leitaði eftir skýringum almannavarna á misvísandi skilaboðum sem faðir leikskólabarns í sóttkví hafði fengið frá embættinu. Fékk fyrst boð um sóttkví - svo smitgát Vísir greindi frá því í gær að faðirinn hefði fengið boð um að hann væri kominn í sóttkví því dóttir hans væri komin í sóttkví eftir að starfsmaður á leikskóla hennar greindist með veiruna. Hann áttaði sig síðan á því að það stangaðist á við breytingar sem sóttvarnalæknir gerði á leiðbeiningum um sóttkví fyrir fullbólusetta einstaklinga þann 27. júlí síðastliðinn. Í þeim segir að fullbólusettir einstaklingar verði ekki að fara í sóttkví þó þeir búi á heimili með einhverjum sem er í sóttkví. Þegar hann svo bar þetta undir almannavarnir fékk hann þau svör að það væri rétt; hann þyrfti ekki að vera í sóttkví þó hann væri á sama heimili og dóttir hans sem væri í sóttkví, heldur þyrfti hann aðeins að sýna smitgát. Foreldri fylgi barni sem getur ekki haldið fjarlægð Hjördís segir að þetta séu almennu reglurnar, en: „sérstakar reglur að þau börn sem ekki geta verið ein, þá er ráðlagt að einhver fylgi barni sem ekki getur haldið fjarlægð í sóttkví og fylgi reglum og leiðbeiningum þar um. Unnið hefur verið að því að einfalda þetta fyrirkomulag á þann hátt að einungis sá sem sé í sóttkví þurfi að fylgja leiðbeiningum þar um.“ „Þar sem sóttkví miðast við að einstaklingur umgangist ekki aðra vegna áhættu á að vera smitandi á sóttkvíartímabili þá hefur verið ráðlagt að annað foreldri annist barn í sóttkví. Núna er farið að horfa til þess að nær allir eru bólusettir og því hefur verið til skoðunar að rýmka þessar reglur,“ segir Hjördís í svari sínu. „Enn þarf fólk þó að vera meðvitað um að ef sá sem er í sóttkví fær einkenni og er smitandi að takmarka ef hægt er fjölda þeirra sem þá teljast útsettir.“ Almannavarnir biðjast afsökunar á gömlum leiðbeiningum Umræddur faðir vildi þá að almannavarnir leiðréttu þetta við foreldra, því allir foreldra barna í leikskólanum höfðu fengið boð um að þeir yrðu að fara í sóttkví með börnunum. Hann vildi einnig afsökunarbeiðni frá almannavörnum. Hjördís segir að tölvupósturinn sem hann hefur að öllum líkindum fengið hafi verið sjálfvirkur tölvupóstur sem sendist við skráningu í sóttkví. Þar hafi verið texti sem hafi fyrirfarist að uppfæra þar til í síðustu viku. „Þar er búið að taka út leiðbeiningar varðandi aðra á heimili með þeim sem er í sóttkví. Líklega er verið að vísa til þeirra leiðbeininga og er beðist velvirðingar á því,“ skrifar Hjördís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Því hafa almannavarnir mælt með því að annað foreldri annist barn sem er í sóttkví en það verður þá að haga sér eins og það sé í sóttkví líka. Þetta kemur fram í svari Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsinga almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem leitaði eftir skýringum almannavarna á misvísandi skilaboðum sem faðir leikskólabarns í sóttkví hafði fengið frá embættinu. Fékk fyrst boð um sóttkví - svo smitgát Vísir greindi frá því í gær að faðirinn hefði fengið boð um að hann væri kominn í sóttkví því dóttir hans væri komin í sóttkví eftir að starfsmaður á leikskóla hennar greindist með veiruna. Hann áttaði sig síðan á því að það stangaðist á við breytingar sem sóttvarnalæknir gerði á leiðbeiningum um sóttkví fyrir fullbólusetta einstaklinga þann 27. júlí síðastliðinn. Í þeim segir að fullbólusettir einstaklingar verði ekki að fara í sóttkví þó þeir búi á heimili með einhverjum sem er í sóttkví. Þegar hann svo bar þetta undir almannavarnir fékk hann þau svör að það væri rétt; hann þyrfti ekki að vera í sóttkví þó hann væri á sama heimili og dóttir hans sem væri í sóttkví, heldur þyrfti hann aðeins að sýna smitgát. Foreldri fylgi barni sem getur ekki haldið fjarlægð Hjördís segir að þetta séu almennu reglurnar, en: „sérstakar reglur að þau börn sem ekki geta verið ein, þá er ráðlagt að einhver fylgi barni sem ekki getur haldið fjarlægð í sóttkví og fylgi reglum og leiðbeiningum þar um. Unnið hefur verið að því að einfalda þetta fyrirkomulag á þann hátt að einungis sá sem sé í sóttkví þurfi að fylgja leiðbeiningum þar um.“ „Þar sem sóttkví miðast við að einstaklingur umgangist ekki aðra vegna áhættu á að vera smitandi á sóttkvíartímabili þá hefur verið ráðlagt að annað foreldri annist barn í sóttkví. Núna er farið að horfa til þess að nær allir eru bólusettir og því hefur verið til skoðunar að rýmka þessar reglur,“ segir Hjördís í svari sínu. „Enn þarf fólk þó að vera meðvitað um að ef sá sem er í sóttkví fær einkenni og er smitandi að takmarka ef hægt er fjölda þeirra sem þá teljast útsettir.“ Almannavarnir biðjast afsökunar á gömlum leiðbeiningum Umræddur faðir vildi þá að almannavarnir leiðréttu þetta við foreldra, því allir foreldra barna í leikskólanum höfðu fengið boð um að þeir yrðu að fara í sóttkví með börnunum. Hann vildi einnig afsökunarbeiðni frá almannavörnum. Hjördís segir að tölvupósturinn sem hann hefur að öllum líkindum fengið hafi verið sjálfvirkur tölvupóstur sem sendist við skráningu í sóttkví. Þar hafi verið texti sem hafi fyrirfarist að uppfæra þar til í síðustu viku. „Þar er búið að taka út leiðbeiningar varðandi aðra á heimili með þeim sem er í sóttkví. Líklega er verið að vísa til þeirra leiðbeininga og er beðist velvirðingar á því,“ skrifar Hjördís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira