Vilja að farið verði varlega í fulla bólusetningu á börnum Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2021 15:37 Fyrirhugað er að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára á næstu dögum. Vísir/vilhelm Tveir hjartalæknar leggja til að varlega verði farið í fulla bólusetningu hjá börnum. Þeir skora á sóttvarnayfirvöld að gefa ekki fleiri skammta af bóluefnum en nauðsynlegt er með tilliti til ávinnings og áhættu. Vísa læknarnir til þess að heilbrigð börn án alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma séu í afar lítilli áhættu á að veikjast alvarlega í kjölfar kórónuveirusýkinga. Áhætta bólusetningar sé sömuleiðis lítil en ekki hverfandi. Þetta kemur fram í grein hjartalæknanna Sigfúsar Örvars Gizurarsonar og Kristjáns Guðmundssonar sem birtist í Morgunblaðinu. „Þannig hafa ungmenni á Íslandi greinst með hjartavöðvabólgu og bólgu í gollurshúsi eftir bólusetningar. Oft er um að ræða væg einkenni og sjúkdóm, en slíkir sjúkdómar geta valdið varanlegum skaða á hjartavöðvann og áhrifin koma oft ekki fram til fulls fyrr en mörgum árum síðar. Af gögnum frá Bandaríkjunum virðast þessir fylgikvillar koma fram mun oftar eftir seinni bólusetningu. Einnig sýna gögn að drengir og ungir karlmenn séu í sérstaklega mikilli áhættu fyrir þessum fylgikvilla.“ Foreldrar kynni sér málin vel Sigfús og Kristján árétta að með þessu sé ekki á neinn hátt hallað á ávinning af fullri bólusetningu hjá fullorðnum sem hafi ekki fyrri sögu um kórónuveirusmit. Þar sé ávinningurinn langt umfram áhættu. „Foreldrar barna og ungmenna ættu að kynna sér vel ávinning og áhættu af bólusetningu og við óvissu er rétt að bíða og sjá hvað setur. Ef foreldrar hafa góðar ástæður fyrir bólusetningu ætti að íhuga að þiggja bara fyrri bólusetningu meðan frekari gagna er aflað.“ Einnig telja læknarnir hæpið að hvetja ungmenni sem hafa fengið bóluefni Janssen að fá örvunarskammt af öðru bóluefni. „Þetta er að okkar mati hæpið þar sem ávinningur hjá þessum hóp er mjög lítill, og hætta á fylgikvillum er til staðar og getur vegið á móti litlum ávinningi. Þessi hópur þarf að fá mjög skýrar upplýsingar þar sem þessi aðgerð hefur ekki formlega hlotið nægjanlega rannsókn. Sér í lagi gildir þetta um ungmenni sem eru ekki í áhættuhópum,“ segir í grein þeirra í Morgunblaðinu. Þá gagnrýna Sigfús og Kristján að ungmenni sem hafi áður greinst með kórónuveirusýkingu hafi verið boðuð í tvær bólusetningar þó gögn sýni að þau séu í lítilli áhættu fyrir alvarlegri sýkingu. Hjá þessum hópi sé afar ólíklegt að tvær bólusetningar hafi ávinning umfram einn bólusetningarskammt. „Til að það mikla traust sem almenningur ber til sóttvarnaraðgerða glatist ekki er mikilvægt að ekki sé of geyst farið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Vísa læknarnir til þess að heilbrigð börn án alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma séu í afar lítilli áhættu á að veikjast alvarlega í kjölfar kórónuveirusýkinga. Áhætta bólusetningar sé sömuleiðis lítil en ekki hverfandi. Þetta kemur fram í grein hjartalæknanna Sigfúsar Örvars Gizurarsonar og Kristjáns Guðmundssonar sem birtist í Morgunblaðinu. „Þannig hafa ungmenni á Íslandi greinst með hjartavöðvabólgu og bólgu í gollurshúsi eftir bólusetningar. Oft er um að ræða væg einkenni og sjúkdóm, en slíkir sjúkdómar geta valdið varanlegum skaða á hjartavöðvann og áhrifin koma oft ekki fram til fulls fyrr en mörgum árum síðar. Af gögnum frá Bandaríkjunum virðast þessir fylgikvillar koma fram mun oftar eftir seinni bólusetningu. Einnig sýna gögn að drengir og ungir karlmenn séu í sérstaklega mikilli áhættu fyrir þessum fylgikvilla.“ Foreldrar kynni sér málin vel Sigfús og Kristján árétta að með þessu sé ekki á neinn hátt hallað á ávinning af fullri bólusetningu hjá fullorðnum sem hafi ekki fyrri sögu um kórónuveirusmit. Þar sé ávinningurinn langt umfram áhættu. „Foreldrar barna og ungmenna ættu að kynna sér vel ávinning og áhættu af bólusetningu og við óvissu er rétt að bíða og sjá hvað setur. Ef foreldrar hafa góðar ástæður fyrir bólusetningu ætti að íhuga að þiggja bara fyrri bólusetningu meðan frekari gagna er aflað.“ Einnig telja læknarnir hæpið að hvetja ungmenni sem hafa fengið bóluefni Janssen að fá örvunarskammt af öðru bóluefni. „Þetta er að okkar mati hæpið þar sem ávinningur hjá þessum hóp er mjög lítill, og hætta á fylgikvillum er til staðar og getur vegið á móti litlum ávinningi. Þessi hópur þarf að fá mjög skýrar upplýsingar þar sem þessi aðgerð hefur ekki formlega hlotið nægjanlega rannsókn. Sér í lagi gildir þetta um ungmenni sem eru ekki í áhættuhópum,“ segir í grein þeirra í Morgunblaðinu. Þá gagnrýna Sigfús og Kristján að ungmenni sem hafi áður greinst með kórónuveirusýkingu hafi verið boðuð í tvær bólusetningar þó gögn sýni að þau séu í lítilli áhættu fyrir alvarlegri sýkingu. Hjá þessum hópi sé afar ólíklegt að tvær bólusetningar hafi ávinning umfram einn bólusetningarskammt. „Til að það mikla traust sem almenningur ber til sóttvarnaraðgerða glatist ekki er mikilvægt að ekki sé of geyst farið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira