Elías hélt hreinu í sínum fyrsta leik er Midtjylland vann Íslendingaslaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2021 18:50 Elías Rafn Ólafsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Midtjylland í kvöld. Foto Olimpik/NurPhoto via Getty Images Elías Rafn Ólafsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Midtjylland er liðið vann Silkeborg 3-0 í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Daninn Jonas Lössl er jafnan aðalmarkvörður Midtjylland en hann fékk vikufrí hjá félaginu þar sem hann hafði ekkert frí fengið eftir að hafa verið með danska landsliðshópnum á EM í sumar. Elías Rafn fékk því tækifæri milli stanganna og spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir liðið. Hann nýtti það tækifæri vel og hélt hreinu er liðið vann öruggan 3-0 heimasigur á Silkeborg. Að vísu fékk hann á sig tvö mörk í leiknum, bæði skoruð af Niklas Helenius, en bæði voru dæmd af vegna rangstöðu eftir endurskoðun VAR. Brasilíumaðurinn Evander, Pione Sisto og Andreas Dreyer skoruðu mörk Midtjylland í leiknum en Mikael Anderson spilaði síðustu 18 mínúturnar eftir að hafa komið af bekk liðsins. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarsson var í byrjunarliði Silkeborgar en var skipt af velli skömmu fyrir leikslok. Midtjylland fer á topp deildarinnar með sigrinum þar sem liðið er með 15 stig eftir sex leiki en Randers, sem er í öðru sæti með 13 stig, á leik inni. Silkeborg er með sjö stig í sjötta sæti. Hólmbert og Andri leita fyrsta sigursins Í dönsku B-deildinni spilaði Andri Rúnar Bjarnason síðasta korterið fyrir Esbjerg sem tapaði 2-1 fyrir Hvidovre. Esbjerg er aðeins með tvö stig eftir sex leiki í deildinni og er í næst neðsta sæti. Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmannahópi Esbjerg. Hólmbert Aron Friðjónsson sat þá allan leikinn á varamannabekknum er lið hans Holstein Kiel gerði 2-2 jafntefli á útivelli við Düsseldorf. Kiel fékk þar sitt fyrsta stig á tímabilinu en liðið er í 17. sæti þýsku B-deildarinnar með eitt stig eftir fjóra leiki. Mörkin voru tvö voru þau fyrstu sem liðið skorar á leiktíðinni. Danski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
Daninn Jonas Lössl er jafnan aðalmarkvörður Midtjylland en hann fékk vikufrí hjá félaginu þar sem hann hafði ekkert frí fengið eftir að hafa verið með danska landsliðshópnum á EM í sumar. Elías Rafn fékk því tækifæri milli stanganna og spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir liðið. Hann nýtti það tækifæri vel og hélt hreinu er liðið vann öruggan 3-0 heimasigur á Silkeborg. Að vísu fékk hann á sig tvö mörk í leiknum, bæði skoruð af Niklas Helenius, en bæði voru dæmd af vegna rangstöðu eftir endurskoðun VAR. Brasilíumaðurinn Evander, Pione Sisto og Andreas Dreyer skoruðu mörk Midtjylland í leiknum en Mikael Anderson spilaði síðustu 18 mínúturnar eftir að hafa komið af bekk liðsins. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarsson var í byrjunarliði Silkeborgar en var skipt af velli skömmu fyrir leikslok. Midtjylland fer á topp deildarinnar með sigrinum þar sem liðið er með 15 stig eftir sex leiki en Randers, sem er í öðru sæti með 13 stig, á leik inni. Silkeborg er með sjö stig í sjötta sæti. Hólmbert og Andri leita fyrsta sigursins Í dönsku B-deildinni spilaði Andri Rúnar Bjarnason síðasta korterið fyrir Esbjerg sem tapaði 2-1 fyrir Hvidovre. Esbjerg er aðeins með tvö stig eftir sex leiki í deildinni og er í næst neðsta sæti. Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmannahópi Esbjerg. Hólmbert Aron Friðjónsson sat þá allan leikinn á varamannabekknum er lið hans Holstein Kiel gerði 2-2 jafntefli á útivelli við Düsseldorf. Kiel fékk þar sitt fyrsta stig á tímabilinu en liðið er í 17. sæti þýsku B-deildarinnar með eitt stig eftir fjóra leiki. Mörkin voru tvö voru þau fyrstu sem liðið skorar á leiktíðinni.
Danski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira