Erlent

Merkel og Pútin funda í Moskvu

Heimir Már Pétursson skrifar
Það fór vel á með Merkel og Pútín á ráðstefnu í Berlín í janúar 2020, að minnsta kosti fyrir framan myndavélarnar.
Það fór vel á með Merkel og Pútín á ráðstefnu í Berlín í janúar 2020, að minnsta kosti fyrir framan myndavélarnar. epa/Hayoung Jeon

Angela Merkel kanslari Þýskaland fer til fundar við Vladimir Pútin Rússlandsforseta í dag. Samskipti ríkjanna eru við frostmark og versnuðu mikið vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstöðuleiðtoganum Alexei Navalny og afskipta Rússa af málefnum Úkraínu.

Merkel er á lokaspretti í leiðtogasæti eftir sextán ára forystu í þýskum stjórnmálum en hún lætur af embætti eftir þingkosningar í Þýskalandi í næsta mánuði. Hún hefur átt einna best með að ná til Pútins allra vestrænna leiðtoga og talar rússnesku reiprennandi. 

Talið er líklegt að leiðtogaranir muni einnig ræða stöðuna í Afganistan, deilur varðandi lagningu nýrrar gasleiðslu frá Rússlandi til vestur Evrópu og kúgun Alexanders Lúkasjenkós á almenningi í Belarús (Hvíta-Rússlandi). 

Heimsókn Merkel ber upp á sama dag og þegar Alexei Navalny veiktist skyndilega vegna eitrunar um borð í flugvél hinn 20. ágúst í fyrra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×