Eins og áður segir voru fyrstu fregnir þær að þeir væru utan hóps vegna veikinda, en fyrr í dag var það staðfest á heimasíðu Arsenal að um kórónaveiusmit væri að ræða.
Arsenal mætir Chelsea í Lundúnaslag næsta sunnudag og vonast er til þess að Aubameyang geti spilað þann leik, en hann er búinn að skila neikvæðu prófi.
Rúnar Alex og Lacazette verða hinsvegar ekki með þar sem að þeir eru enn að jafna sig á veikindunum.
Þá greindist samherji þeirra, Willian, einnig með veiruna í seinustu viku og óvíst er hvort að hann geti tekið þátt í leiknum gegn sínum gömlu félögum á sunnudaginn.
Arsenal confirm Pierre-Emerick Aubameyang, Willian, Alexander Lacazette and Alex Runarsson all tested positive for COVID-19 last week.
— B/R Football (@brfootball) August 19, 2021
Aubameyang is now negative and could make his return to action this Sunday against Chelsea. pic.twitter.com/0sMkCxKJ9q